þriðjudagur, júlí 22, 2003

Málið er að það er svo rólegt oft hjá mér í vinnunni. Þar sem ég er einstaklega bjartsýn að eðlisfari (!) þá burðast ég alltaf með glósur með mér í vinnuna sem ég þykist ætla að lesa þegar síminn hringir sjaldan og engum dettur í hug að meiða sig. Til þess að gera langa sögu stutta .. þá er ég komin á bls 9 í fyrsta fyrirlestri af 20 og búin að henda upp svona smá bloggsíðu. Reyndar er þetta ekki nein alvöru síða, bara svona hallærislegt template, ég er ( eins og flestir sem þekkja mig eitthvað, vita ) frekar svona slöpp í HTML og öllu þessu dóti. En ég er nú samt eitthvað aðeins búin að fikta í þessu og þetta á örugglega eftir að breytast eitthvað ef ég nenni eitthvað að gera í þessu, sem er alls ekkert víst...
Svo þarf ég líka að skrifa eitthvað hér inn, eitt af því sem mér leiðist mest er þegar ég fer inn á einhverja bloggsíðu sem er gjörsamlega steindauð í marga daga, þessvegna er stella að verða uppáhaldsbloggarinn minn, hún blaðrar rosa mikið á hverjum degi og segir manni hvað hún gerði í gær og hvað hún borðar í hádeginu og svo hvað hún er að fara að gera á eftir... það er sko fínt blogg.. hellingur um ekkert ;o)
Ég veit samt ekki hvort ég fer eitthvað út í svoleiðis því ég geri ósköp lítið... vakna borða vinn og sef ... jahh.. horfi kannski stundum á tellíið.. en það er nú svona það eina.. Það er nú samt yndislegt að vera hérna í sveitinni, verst að veðrið er ekkert búið að vera neitt til að hrópa húrra fyrir, þoka og rigning til skiptis en í dag er nú samt smá sól þannig að ég get ekki kvartað...

Ég er svo að spá í að finna út úr því hvernig ég geri kommentakerfi eða gestabók .. .já eða bara bæði .. ég er nebblega tölvunörd þannig að ég skal, ég skal.....