fimmtudagur, ágúst 25, 2005

ég vel íslenskt og þess vegna hef ég ákveðið að flytja bloggið mitt hingað tjékkitt

föstudagur, ágúst 19, 2005

jæja kannski spurning um að blogga smá, ekki að það gerist mikið, maður er bara í vinnunni og forritar eins og vindurinn, reyndar búið að vera hálfgert logn svona en það er allt í lagi svona einstöku sinnum...
Strákarnir bara búnir að vera heima, orðnir hálfleiðir á því að hanga svona og geta ekki beðið eftir því að skólinn byrji á mánudaginn..
Toggsterinn er væntanlegur heim á mánudag, verður ekkert smá gott að knúsa hann aðeins þessar fáu mínútur sem hann ætlar að stoppa hérna í hovedsteden.. skólinn víst líka að byrja hjá honum..
Palli er í vinnunni 16 tíma á sólarhring, svossem ekkert nýtt að frétta þar..
og nú að koma helgi, menningarnótt og spáð rigningu.. man sérstaklega vel eftir menningarnótt fyrir 4 árum, þegar Hrafnhildur og Bjössi giftu sig, við Heiða eins og útspítt hundskinn út um allan bæ, redda borðum, skreyta hótelherbergi og ég veit ekki hvað og hvað, "hálf" timbraðar eftir að hafa drukkið marga öllara kvöldið áður þegar við vorum að semja texta til að syngja í brúðkaupinu.. sérlega minnistæður þynnkuborgarinn sem við skelltum í okkur á methraða á meðan við horfðum á hlauparana í Reykjavíkurmaraþoninu hlaupa í rigningunni..
jámm.. þá var sko gaman..

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

There was an engineer, manager, and a programmer driving down a steep mountain road. The brakes failed and the car careened down the road out of control. Half way down the driver managed to stop the car by running it against the embankment narrowly avoiding careening off the cliff. They all got out, shaken by their narrow escape from death, but otherwise unharmed.
The manager said, "To fix this problem we need to organize a committee, have meetings, and through process of continuous improvement, develop a solution."
The engineer said, "No that would take too long, besides that method never worked before. I have my trusty pen knife here and will take apart the brake system, isolate the problem and correct it."
The programmer said, "I think your both wrong! I think we should all push the car back up the hill and see if it happens again."

eitthvað kannast maður nú við þetta ...

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

síðan ég byrjaði í vinnunni minni í október er ég búin að snúa borðinu mínu 3svar.. er semsagt búin að snúa tölvunni um 180° og borðinu og stólnum líka, sem er bara gott, það breytist alltaf smá útsýnið hjá manni þegar maður þarf að rótera.. núna sé ég út um gluggann, á skipin og smá í esjuna og svona..
Annars er nú mest lítið að frétta, bara vinna og svona... ma&pa&elli eru væntanleg í bæinn um helgina, þarf víst eitthvað að fata drenginn upp fyrir skólann.. ég þarf nú líklega líka að fata mína drengi eitthvað upp.. palli er alltaf í vinnunni langt fram á kvöld og strákarnir eru úti að leika sér öll kvöld.. það þýðir að ég sit ein og horfi á sjónvarpið.. mér finnst það skrítið.. ég kann ekki á þetta.. hef ekki verið svona ein á kvöldin síðan áður en ég kynntist palla og það eru að verða 12 ár síðan það var.. það er ekki nema von að maður sé ekki í æfingu..

mánudagur, ágúst 08, 2005

kominn mánudagur eftir alveg snilldar helgi..
Eiður hélt upp á afmælið sitt á Laugardaginn og mættu allir klæddir eins og rokkstjörnur, ég málaði strákinn í framan eins og Gene Simmons í Kiss og vakti það mikla lukku viðstaddra... flestir strákarnir mættu í þungarokksbolum með gaddaólar og ég veit ekki hvað og hvað.. rosa gaman
Sunnudagurinn fór svo í að klára Angels and Demons eftir Dan Brown.. alveg hreint massa bók..
Og í dag er það bara vinnan, ætla reyndar að hætta snemma og fara með strákana í klippingu, þeir eru orðinir eins og villimenn greyjin.. og elda svo jafnvel eitthvað gott.. svona ef ég nenni.. jájá..

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Bloggað úr símanum


Powered by Hexia
Hljómsveit "in the making.. "
Spenningurinn er gríðarlegur, þeir gátu ekki sofnað í gær, voru að ræða hvað bandið ætti að heita, held að það hafi ekki verið komin niðurstaða þegar þeir loks duttu útaf um hálf eitt í nótt.. en flottir eru þeir.. maður minn..

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Bloggað úr símanum


Fyrir nákvæmlega 11 árum kom hann Eiður Tjörvi í heiminn. Hér er hann med afmælisgjöfina, Fender bassa. Augljóslega sá flottasti í bransanum!
Til hamingju sæti...
Powered by Hexia

fimmtudagur, júlí 28, 2005

ég hef nú ekki haft hátt um það endilega, frekar en svossem aðrar mínar skoðanir, en ég er á móti virkjunarframkvæmdunum við Kárahnjúka. Þessvegna fannst mér ótrúlega skemmtilegt að lesa þessa grein sem er á ogmundur.is.. það er Helgi Seljan yngri sem skrifar.. hvet ykkur til að lesa, þó þetta sé soldið löng lesning.. og segja mér svo hvað ykkur finnst..

miðvikudagur, júlí 27, 2005

sumir eru heppnari en aðrir þegar kemur að veðri í sumarfríi..
þegar við vorum að túra vestfirði um daginn var frekar svona leiðilegt veður þannig.. hitinn var svona á bilinu 7-9 stig, skýjað, allt að því þoka stundum og stundum rigning, skíta gola alltaf hreint, held að það hafi verið sól í svona sirka 10 mínútur.. og það allra súrasta var þegar við vorum á Hólmavík, 6 stiga hiti og svo leit maður út á fjörðinn, blasti þá ekki við BORGARÍSJAKI.. ekki neinn smá klaki.. ég meina, brrrr... ég get ekki neitað því að ég hafi hugsað: hvað er ég eiginlega að gera hérna.. og það var júlí.. ekki mars.. sjitt hvað það var eitthvað kalt og kuldalegt.. En svo núna.. þegar ég er að vinna og ekki í fríi.. er þá ekki bara sól og sumar upp á hvern einasta dag.. og maður neyðist til að vinna í hádeginu til þess að komast fyrr heim..
Og eins og þetta sé ekki nóg.. þá eru BÁÐAR systur mínar að fara á U2 tónleika á Parken á Sunnudaginn en ekki ég!!
er nema von að maður spyrji - finnstykkurettahægt..????

mánudagur, júlí 25, 2005

Minn heittelskaði á afmæli í dag.. Til hamingju ástin mín

þriðjudagur, júlí 19, 2005

úff.. ekkert smá gott veður úti,..
Hitti Ester, Gunna og Gizzur í löns áðan, fórum á vitabar og fengum okkur sveittan borgara.. sem var alveg þokkalegur bara.. gaman að hitta þau, þau eru öll svo ótrúlega biluð að það hálfa væri nóg..
Ætla að fara á Hornafjörð núna á eftir, er ekki að nenna að vinna þessa dagana.. loksins komið sumar í höfuðborginni og þá fer ég austur.. tek strákana meðmér og skil þá svo eftir í viku.. verður næs, pabbi ætlar að elda handa mér gúllassss.. fátt sem toppar það, nema kannski þá gúllasið hennar ömmu minnar..
kem aftur á laugardaginn...

mánudagur, júlí 18, 2005

já.. fótboltamótið.. Við mættum niðrí Þrótt hálf níu á föstudagsmorgni. Veðrið var kalt, vindur og engin sól, ég svossem vissi það að það er aldrei gott veður þegar maður fer á skagann á fótboltamót og var því búin að fjárfesta í þessum fína pollagalla.. Við Birkir hittum liðið okkar, ég var fararstjóri í liðinu hans ásamt einum öðrum kalli sem reyndist svo vera giftur frænku minni þannig að það var bara svona líka skemmtilegt. Alls sendi Þróttur 6 átta stráka lið á þetta mót og við vorum semsagt ábyrg fyrir því liði sem Birkir spilaði með.Þegar við komum upp á Skaga fórum við í það að smala liðinu saman og öllum farangrinum, sem var smá maus því þessir litlu 7-8 ára guttar voru ekki allir alveg að ráða við það að halda á dýnu, svefnpoka og tösku inn í skólann sem við gistum í en að sjálfsögðu reddaðist þetta allt saman og allir fundu sitt. Svo röðuðum við okkur niður í skólastofunni sem Þróttur fékk og þekk það bara vel. Þá var klukkan orðin svona hálf ellefu og næst á dagskránni var að græja liðið í skrúðgöngu sem við áttum að vera mætt í klukkan 11. Þegar hér var komið við sögu var komið slagveður á skaganum þannig að allir skelltu sér í regnföt og húfur og aðra tilheyrandi fylgihluti, náðum okkur í stórann Þróttarafána, stilltum okkur upp í röð og örkuðum svo öll af stað þangað sem skrúðgangan átti að byrja.. reyndist það vera eitthversstaðar lengst inn í bæ (einhverjir sögðu að það hefði ekki verið hægt að fara lengra nema fara út fyrir þorpið..). Planið átti að vera þannig að einn af strákunum átti að halda á fánanum, sem hefði sjálfsagt verið í lagi ef það hefði verið betra veður, en strákarnir fuku bara með fánanum þannig að ég hékk bara í fánanum líka... Allavega.. skemmst er frá því að segja að við vorum eitthvað sein (sko öll Þróttaraliðin, ekki bara mitt..) þannig að við mættum skrúðgöngunni og bara tróðum okkur inn í hana.. ótrúlega snjöll.. síðan arkaði skrúðgangan niður á völl og þar var víst haldin einhver ræða sem við heyrðum ekkert í og þarna stóðum við í brjáluðu roki og enn meiri rigningu að reyna að útskýra fyrir strákagreyjunum afhverju við mættum ekki fara inn.. en loks tók þetta enda eftir hálftíma stand og við flúðum inn í skólann... Okkar lið átti ekki að spila fyrr en klukkan 4 þannig að við biðum bara "róleg", horfðum á vídeo, lásum í Syrpunum okkar og svona.. svo varð klukkan loks 4 og við spiluðum þá 3 leiki .. sem töpuðust.. svo skelltum við okkur bara í kvöldmat og strákarnir allir komnir í pokana sína um 9 leitið.Á laugardagsmorguninn voru strákarnir ræstir kl 7 því fyrsti leikurinn átti að vera kl 9.. þá spiluðum við 4 leiki, töpuðum fystu tveimur, næst var jafntefli og svo unnum við þann síðasta og það reddaði mótinu algjörlega.. mínir menn voru ekkert smá sælir með sig.. svo drifum við okkur í hádegismat og þaðan í sund. Svo var bara kvöldmatur kl 5 og kvöldvaka kl 7 þar sem ávaxtakarfan var, einhver jójómeistari, reipitogskeppni sem Birkir tók þátt í ásamt öðrum 4 sterkum Þrótturum og komust þeir í undanúrslit.. allir svo sofnaðir um 9Á Sunnudaginn var líka ræst kl 7 og leikur kl 9 við víking sem við unnum JIBBÍ .. svo mótslok, verðlaunaafhending, við fengum bæði medalíur (fyrsta fótboltamedalían mín.. hehe). Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt fótboltaferðalag, drulluerfitt en rosalega gaman.. Birkir minn stóð sig eins og hetja, spilaði bæði í marki og úti, stóð sig alveg sérstaklega vel í markinu, varði hvert skotið á fætur öðru, enda með rosa góða markmannshanska og í flottri þróttara-markmannstreyju.. hehe.. hann var ekkert smá sæll með þetta alltsaman.. og ég.. ekkert smá sæl með að vera orðin fótboltamamma.. það á nú vel við mína hehehe..
LIFI ÞRÓTTUR

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Jæja.. fríið búið í bili, skelltum okkur í útilegu á Vestfirði, lögðum af stað á Laugardeginum og tjölduðum á Stykkishólmi í blíðskaparverðri, sól og allt.. vöknuðum svo spræk á Sunnudeginum, byrjuðum á því að skoða hólminn og svona að ákveða hvert skildi farið næst. Héldum fjölskyldufund í bensínsjoppu í hólminum og þar sem við sátum þar og átum pylsu, birtust Svenni frændi og Sif með alla fjölskylduna, þau voru á norðurleið eftir ættarmót, rosa gaman að sjá framan í þau.. fjölskyldufundinum lauk með því að við ákváðum að keyra fyrir Breiðafjörðinn í átt að Patreksfirði.. sem við og gerðum, í rigningu, roki og á malarvegi.. ansi hreint hressandi, Birkir gerði "númer tvö" á öllum sjoppum á leiðinni held ég bara.. þegar við vorum lennt á Patró vorum við ekki alveg í stuði til þess að tjalda í rokinu og rigningunni þannig að við skelltum okkur á bændagistingu í Breiðuvík sem er á hjara veraldar alveg við Látrabjarg.. þar næst ekki sjónvarp og bara hægt að hlusta á útvarp á langbylgju.. og náttúrulega ekkert gsm samband.. ekki netsamband nema í gegn úm 56k módem.. semsagt erfiður staður fyrir tölvunörda eins og okkur.. en alllllavega.. gistum þar og eyddum svo mánudeginum í það að skoða safnið á Hnjóti, þar sem amma hans Palla og Maggi pabbi hans,áttu heima (ekki í safninu hehe heldur á Hnjóti) og Palli var í sveit þegar hann var lítill.. Kíktum á Látrabjargið í svoleiðis hífandi roki að við héldum í strákana svo þeir fykju ekki frammaf.. Ákváðum svo að tjalda á Tálknafirði, þar er frábær aðstaða á tjaldstæðinu, hægt að þvo þvott, þurrka, aðgangur að eldhúsi og ég veit ekki hvað og hvað.. þar hittum við Söndru, frænku hans Palla, Bigga kærastann hennar og Hörpu dóttur Bigga.. rosa gaman að hitta þau, höfum ekki séð Söndru síðan sautjánhundruðogsúrkál.. Á þriðjudagsmorgun keyrðum við í rólegheitunum "vestur" á Ísafjörð, skoðuðum alla bæi á leiðinni, Bíldudal, Þingeyri og Flateyri, skoðuðum snjóflóðgarðana á Flateyri.. af þessum bæjum þótti mér fallegast á Tálknafirði og Flateyri.. hinir bæirnir voru í hálfgerðri niðurnýslu, æhj.. maður sá einhvernvegin að það ríkir hálfgert volæði þarna, en ekki á Tálknafirði og Flateyri... þar var búið að planta stjúpum og svona.. smá svona "gleði".. æhj það er í lagi að taka til þó að það sé allt í volli.. en allavega.. við komumst á Ísafjörð og tjölduðum þar á flottu tjaldstæði með læk og fossi og öllu tilheyrandi sem vakti að sjálfsögðu mikla lukku hjá strákunum.. um kvöldið kíktum við svo á Bolungarvík.. svo á Miðvikudag keyrðum við sem leið lá til Hólmavíkur, komum við í Súðavík, þar sem amma Rúna og Palli afi áttu heima og Edda amma fæddist, fundum staðinn sem Beggabær var og skoðuðum mjög fallegt minnismerki um þá sem dóu í snjóflóðinu, ég fékk náttúrulega kökk í hálsinn og tár í augun, alveg ótrúlega fallegt minnismerki.. þegar við komum svo til Hólmavíkur var alveg heil 6 stiga kuldi en við náttúrulega hraustmenni mikil og skelltum upp tjaldinu, tók ekki nema c.a. 20 mínútur að tjalda.. enda orðin annnsi sjóuð í þeim bransanum. Á Hólmavík hittum við Viktoríu Rán frænku Eydísar Eiriks.. kíktum á galdrasafnið sem okkur fannst frekar svona draugalegt og strákarnir mínir þrír fóru að veiða, skemmst er að segja frá því að þeir urðu ekki einu sinni varir við fisk, sem var kannski eins gott því ég var ekki alveg að sjá hvað við ættum að gera við aflann ef við myndum veiða eitthvað - ekki get ég "slægt" eða hvað þetta nú heitir, svona fiska.. fórum svo að sofa og ég vaknaði við brjálæðislegan hávaða um miðja nótt, var ekki alveg að fatta hvað þetta var enda ekki þekkt fyrir öflugan fattara, en eftir smá stund fattaði ég að þetta var rigning.. alveg heljarinnar demba, en tjaldið fína hélt okkur að sjálfsögðu þurrum. Svo um morguninn var vaknað snemma, tjaldið tekið niður, sundlaugin prófuð og svo var brunað heim á leið.. Svo á föstudagsmorgun vöknuðum við snemma og við Birkir skelltum okkur á fótboltamót.. sagan af því kemur kannski á morgun ef ég er í stuði..

sunnudagur, júlí 10, 2005

Bloggað úr símanum


Lifi ÞRÓTTUR!!!
Powered by Hexia

föstudagur, júlí 08, 2005

Bloggað úr símanum


Við birkir erum á skagamóti. Að venju er hér rok og rigning... Hér sitja þreyttir fótboltakappar og horfa á sjónvarpið eftir erfiðan dag.
Powered by Hexia

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Bloggað úr símanum


Flottir ferðalangar í fína tjaldinu okkar á Ísafirði.
Powered by Hexia

fimmtudagur, júní 30, 2005

Bloggað úr símanum


Duran Duran partý íha...
Powered by Hexia

úff... spenningurinn er að gera útaf við mig, mér er sífellt mál að pissa og get varla pikkað fyrir skjálfta í höndunum.. bara c.a. 6 tímar þar til gaurarnir stíga á svið.. ómg.. ÓMÆGAD.. stefnir í góðann hitting fyrir tónleika, ég og Palli, Dadda og Binni, Eydís og Daði, Steini og Sóley, Skrani og Sigga og Eydís D.. og kannski fleiri.. maður veit aldrei..
er að bara að fara heim, er hvort sem er óvinnufær.. er því komin í rúmlega vikufrí.. mæti ekki í vinnuna fyrr en 11 júlí næst.. erum á leið eitthvað út í buskann og endum á fótboltamóti á skaganum helgina 8-10 júlí þar sem Þróttarar munu væntanlega kenna öðrum liðum að spila fótbolta..
Lifi Þróttur.. og DuranDuran.. ómg.. er að pissa í buxurnar af spenningi.. held ég sé farin bara.. já ég var víst búin að segja það.. bæbb!

föstudagur, júní 24, 2005

fór til Döddu í gær.. knúsaði Guðrúnu mína og Kolbein nafna minn í kaf.. fékk að gefa pela og lesa dýrabók og allt.. svo þegar Guðrún var sofnuð fórum við Dadda að spjalla .. töluðum stanslaust til klukkan 2 í nótt!! að vísu með smá pásu á meðan despó var í sjónvarpinu..
Svona spjall minnir nú bara á það hvernig Mamma og Gunna gátu setið langt fram á nótt og spjallað..
og mikið rosalega er ég rík að eiga svona góða vinkonu sem á svona yndisleg börn og þó svo að við hittumst ekki endilega á hverjum degi þá er hún Dadda mín svo ótrúlega stór hluti af mér, þekkir mig alveg út og inn og veit nákvæmlega afhverju ég er eins og ég er... maður þarf aldrei að setja sig í neinar stellingar, enda myndi hún sjá í gegn um þær eins og skot.. og það er svo gott...
Hún Dadda mín er einfaldlega langbesta vinkonan í öllum heiminum .. og ég áana...

mánudagur, júní 20, 2005

löhhhöngu kominn tími á að henda einhverju hérna inn.. er búin að vera hálf slöpp eitthvað, með endalausann hausverk og tóm leiðindi.. hafði það nú samt bara gott um helgina, fór að sjálfsögðu niðrí bæ á sautjándajúní, verð nú bara að segja að þetta var ansi merkilegur sautjándijúní, var í fyrsta skipti í 10 ár ekki með risagasblöðru í hendinni, strákarnir orðnir svo stórir að þeir vildu ekki gasblöðru, þurfti heldur ekki að standa í neinni hoppukastalabiðröð, heldur gat bara sleikt sólina á meðan strákarnir stóðu í biðröð.. og já sólina.. það var sko sól og ég bara hreinlega man ekki eftir svona góðu veðri á sautjándajúní í mörgmörgmörg ár.. fór heldur ekki í skrúðgöngu.. semsagt mjög merkilegur sautjándijúní..
Fór svo í loftkastalann á Superstar á laugardaginn og það var geggjað, ótrúlega duglegir krakkar þar á ferð og pabbi minn náttúrulega langflottastur, það þarf nú varla að taka það fram...
Sunnudagurinn leið í leti, skoðuðum helluborð og fórum svo í kaffiboð á meistarvellina..
Strákarnir mínir þrír fóru á völlinn á fimmtudag og sáu Þrótt taka eyjamennina 4 - 0 .. og lýsi ég hér með ánægju minni með það .. vonandi að Þróttararnir séu nú komnir á sigurbraut og láti ekki staðar numið og vinni svo KR-ingana á fimmtudaginn (eins gott að segja þetta bara hljóðlega..)
Annars þá styttist óðum í DURAN DURAN tónleikana.. er bara orðin ansi spennt .. hitti einmitt Döddu, Eydísi S og Steina, öll í sitthvoru lagi, bara núna um helgina og allir orðnir rosa spenntir og ekki spillir fyrir að maður græðir kannski bara partý út úr þessu í kaupbæti.. það er ekki verra .. svo þegar tónleikarnir eru búnir tekur við sumarfrí til 11. júlí... sem minnir mig á það að ef einhver sem les þetta veit um tjald til sölu fyrir mig og mína fjölskyldu þá má hinn sami gefa sig fram.. er meira að segja til í að borga smá fyrir það.. en þá þarf það líka að vera flott!!!
LIFI ÞRÓTTUR...

laugardagur, júní 11, 2005

Bloggað úr símanum


Flottur a fotboltamoti
Powered by Hexia

miðvikudagur, júní 08, 2005

Ég held ég sé eitthvað skrítin. Suma daga vakna ég, alveg hreint að springa úr tilhlökkun yfir jahh.. bara öllu, að það sé komið sumar, að þetta eða hitt sé að fara að gerast og svona.. og svo aðra daga vakna ég með hnút í maganum yfir hreinlega öllu.. er þetta eðlilegt?? maður spyr sig..
Strákarnir mínir fengu vitnisburðinn sinn í gær og er skemmst frá því að segja að börnin mín eru hreinlega snillingar! Birkir var með "mjög gott" (sem er best) í næstum því öllu og "gott" (sem er næstbest) í hinu og Eiður var með einkunnir á bilinu 7.5 og upp í 10, fékk reyndar 6,5 í stafsetningu .. ég man nú þegar ég var í MR og Jón Gúmm las upp stafsetningarverkefnin "ýmsu væri að kynja þótt ýmsum hyggnum og lífsreyndum mönnum,sem ólust upp við nýtni og hagsýni, brygði í brún .. " osfrv.. ég get ekki enn skrifað þetta villulaust, þá var gefið í mínusstigum ef villurnar voru fleiri en 20 og ég man hamingjuna þegar maður fékk 0 en ekki -10 eða eitthvað.. en semsagt strákarnir eru snillingar og ég er ótrúlega montin af þeim!!!
Elli skrítni fór á Iron Maiden tónleikan í gær og hann var svo ánægður þegar hann kom heim af tónleikunum að hann skoppaði um allt eins og skopparakringla.. þetta var víst BARA FRÁBÆRT!!
En núna er ég að fara í löns með stelpunum úr HR.. íha..

mánudagur, júní 06, 2005

jæja.. er ekki kominn tími á smá blogg.. tjahh þaðheldég..
Massa fín helgi að baki, föstudagurinn leið í miklum rólegheitum, svo kom laugardagurinn með sól og blíðu og ég dreif mig út að þrífa bílinn, alveg kominn tími á það fyrir löngu, pússaði og bónaði og allur pakkinn.. og er bíllinn alveg spikkogspan eftir með(í)ferðina.. eftir það rennt í breiðholtið í afmæliskaffi hjá Heiðu litlu systur.. fengum súkkulaðiköku, rjóma og jarðarber og ostaköku (sljúrb).. Hún varð 28 ára þesselska.. til hamingju með það dúllan mín... eftir allt átið var bara lagst í leti og mín sofnuð í sófanum um 9 leitið, alveg búin áðí eftir allt bónið..
Á sunnudaginn skelltum við familían okkur á Þingvelli, hlupum upp og niður Almannagjá og borðuðum nesti, sáum mink og hlustuðum á fiðluleik.. fórum svo á Selfoss, keyptum í matinn og brunuðum heim, bökuðum pizzu og átum á okkur gat!!
svo í morgun fór ég í ræktina.. legg nú ekki meira á ykkur.. þvílíkur dugggggggnaðurmaður..
Svo er elli skrítni kominn til að fara á Járnfrúartónleikana.. verði honum að góðu..
svo er komin rigning.. sem er gott..
þangað til næst..

miðvikudagur, júní 01, 2005

og áfram með afmæliskveðjurnar..
Björn Gíslason, mágur minn, kollegi og Görn á afmæli í dag. Hann er núna staddur á Ítalíu.. væntanlegur heim á morgun.. vonandi með eitthvað hressandi með sér í töskunni því útskrift á næsta leiti og eins og allir vita (lesist: ég og Pétur ) þá er að sjálfsögðu alltaf hottsjottað í útskriftarpartíum..
Til hamingju með daginn Bjössi minn...

þriðjudagur, maí 31, 2005

Jæja þá er maður mættur í vinnuna eina ferðina enn..
búið að vera ansi erilsamt þessa undanfarna daga, Gísli og Sunna eru búin að vera hjá mér síðan á miðvikudag og ég get ekki neitað því að það örlar aðeins fyrir stressi á morgnanna þegar ég er að hafa allt liðið til í skóla og leikskóla en við erum komin með ágætis rútínu á þetta, hún ætti að vera orðin vel smurð þegar Hrafnhildur og Bjössi koma heim..
Ég er alveg farin að þrá það að komast í smá frí.. þó það væri ekki nema bara til þess að klára bókina mína og þrífa bílinn minn að innan.. í bara smá frí.. kannski útilegu og gott veður og göngutúra.. liggja í sólinni... ahh það væri næs..
En það sem ég ætlaði að segja en ekki þegja..
Hann Elías Tjörvi, stóri litli bróðir minn, sem er fyrir löngu vaxinn mér yfir höfuð, er hvorki meira né minna en 15 ára í dag.. Til hamingju með það sæti, sendi þér kossa og knús heim í fjörðinn fagra..

fimmtudagur, maí 26, 2005

Þokkalega magnaður leikur í gær.. svei mér þá ef maður er ekki bara búinn að finna poolarann í sér, enda fer rauður litur mér alveg hreint sérlega vel.. fór reyndar um mig smá hamingja þegar minn maður Maldini skoraði á fyrstu mínútu en svo átti Liverpool hjarta mitt allar hinar 119 mínúturnar og svo ekki sé talað um vítaspyrnukeppnina... maður lifandi.. svona eiga fótboltaleikir að vera..
En þá að öðru.. núna er Toggster á leiðinni til Belgíu í faðm sinnar heittelskuðu og ætlar að vera þar í sumar, Mamma og Pabbi eru í Köben á einhverju kennaraveseni og Hrafnhildur og Bjössi eru á leiðinni til Ítalíu as we speak, Hrafnhildur var búin að plana þessa ferð án þess að eiginmaðurinn vissi neitt, hann fékk að vita í gær að hann væri að fara til útlanda en vissi ekki hvert og fékk ekkert að vita fyrr en hann þurfti að tékka sig í flugið í morgun.. þar ætla þau að vera í kærustuparaleik í heila viku og Gísli og Sunna hjá mér á meðan.. var soldið fjör í morgun að koma þeim og mínum strákum í skólann og leikskólann en það hafðist.. doldið fyndið að vera með helmingi fleiri börn.. t.d. bara heljarinnar uppvask eftir morgunmatinn hehe.. en þetta eru yndisleg börn og bara gaman að hafa þau.. maður getur ekki kvartað yfir lognmollu á meðan..
En nú er það vinnan..

sunnudagur, maí 22, 2005


Duran Duran midarnir komnir i hus...
Powered by Hexia

þriðjudagur, maí 17, 2005

hellú..
Þá er hvítasunnan að baki og engir skemmtilegir frídagar til að hlakka til nema náttúrulega 17.júní og það vill svo skemmtilega til að það er föstudagur þannig að maður græðir alveg langa helgi út úr því.. ég elska langar helgar..
Er enn að javast í vinnunni, vonandi er þetta samt bráðum búið.. ekki það að þetta er búið að vera smá tsjallens að rifja upp allt þetta java dót..
Ma&Pa komu óvænt í bæinn í morgun, pabbi fór á einhvern fund fram að hádegi og svo buðu þau mér á Sólon í hádeginu, fékk mér ógó gott pasta með parmaskinku og einhverju dóti .. geggjað..
og nú er ég bara í vinnunni og er að skrifa einhverja javascriptir.. sem er gott..
En hápunktur dagsins í dag er að sjálfsögðu sá að hann Björn Gíslason, mágur minn og kollegi var að kynna B.Sc verkefnið sitt í morgun og er námi hans í HR því lokið!!.. Til hamingju Bjössi minn, það veit Guð að ég samgleðst þér alveg innilega..

mánudagur, maí 09, 2005

Jæja þá er maður kominn heim og mættur í vinnuna...
Algjör snilld þessi ferð, nutum lífsins alveg í botn enda ekki annað hægt í þessari fallegu borg. Ekki spillti veðrið fyrir, 35 stiga hiti þegar mest var.. varð kanski aðeins túmöts á tímabili en hvahh..
ætlum að skreppa til móts við pabba eftir vinnu, hann ætlar að skila mér gullmolunum mínum.. get ekki beðið eftir að knúsa þá..
nenni ekki að skrifa ferðasöguna núna.. en hún á örugglega eftir að koma inn..

En aðalatriði dag er það að besti frændi í heimi hann Gísli Tjörvi er ellefu ára í dag.. Til hamingju sæti minn

sunnudagur, maí 08, 2005


Heimför handan vid hornid. Sidasti sjens ad fa ser cerveza...
Powered by Hexia


Ouch...dagur ad kveldi komin, heimferd a morgun. Eins gott ad eg er ekki ad fara ad taka tatt i fótafegurdarsamkeppni...
Powered by Hexia

laugardagur, maí 07, 2005


Tvilikur matur, tvilik tjónusta, tvilikur stadur!!
Powered by Hexia


Tvilikur folksfjöldi, mætti halda ad tad væri menningarnótt...
Powered by Hexia


Iha...:-)
Powered by Hexia

föstudagur, maí 06, 2005


Tommi segir brandara a meidjor torginu
Powered by Hexia


Eggert syngur Im an icelandic cowboy á placade de major
Powered by Hexia


Sa sætasti!!!
Powered by Hexia

Neibb... Gat ekki bordad lambid, drekk bara meira raudvin i stadinn:-)

Powered by Hexia


Ok, ta er tad dinnerinn, annad hvort babylamb eda babysvin. Tjonninn syndi okkur litlu greyjin adur en hann skar tau nidur. Eg reyni ad hugsa ekki um tad medan eg kyngi ... Omg.,:-l
Powered by Hexia


Mucho cervezas...
Powered by Hexia


Og ta er tad turistaferdin i bodi Kristins R Olafssonar sem talar fra Madrid...
Powered by Hexia

fimmtudagur, maí 05, 2005


Palli sæti í madrid..
Powered by Hexia


Er a tapasstad og er buin ad smakka kolkrabba:-l
Powered by Hexia


Hotelid... Ahhh...
Powered by Hexia


Lent i madrid íha., ciao
Powered by Hexia


Madrid, here we come...
Powered by Hexia

þriðjudagur, maí 03, 2005


Er komin i fadm fjalla og jökla, alltaf jafn gott nesjaloftid...
Elli skritni i eskihlidinn bidur ad heilsa :-)
Powered by Hexia


Er komin i fadm fjalla og jökla, alltaf jafn gott nesjaloftid...
Elli skritni i eskihlidinn bidur ad heilsa :-)
Powered by Hexia

jæja.. það fer að styttast í það að maður skreppi til Madrid, ætla að skutla strákunum austur á Hornafjörð á eftir, þeir ætla að vera í Nesjunum á meðan við erum í útlandinu, það fer ekki illa um þá þar.. ætla svo að gista hjá í Hraunhólnum í nótt og bruna svo í bæinn aftur á morgun og svo hinn daginn.. MADRID.. ohh.. það verður æðislegt!! þannig að ef einhver vill skreppa í smá bíltúr í kvöld og koma í bæinn aftur á morgun þá má hinn sami láta mig vita fyrir kl 4, mig vantar endilega einhvern til að tjatta við á leiðinni heim á morgun..

sunnudagur, maí 01, 2005


Vid erum i bió á myndinni Robots, tad er hlé...

Powered by Hexia