mánudagur, september 29, 2003

Hey já ég gleymdi einu...
Nú eiga allir að kíkja í budduna sína og senda þessu litla krútti smá aur svo hann verði sprækur..
Hæbb..Mánudagur
Jæja þá er helgin búin, mest lítið gerðist, var að læra fyrir próf í Reikniritum alla helgina og nú á ég að vita allt um BigO og alls konar sortir eins og Quick sort og Selection sort... já og ekki má gleyma hinni ótrulega mögnuðu og áhugaverðu Þrepasönnun... helgin er semsagt búin að fara í mjög áhugaverða hluti og nú er prófið á eftir kl hálf þrjú.. jibbí ég get ekki beðið, ég þoli ekki þegar próf eru seinni part dags, ég vil bara helst vakna og fara í próf, nenni ekki að bíða eftir þessu, bara ljúka þessu af, það er mitt mottó... ;)
Raikonen ( hvernig sem það er nú skrifað ) á ennþá séns í titilinn eftir formúlu helgarinnar... vona bara að sjúmi (nenni nú ekki að reyna að skrifa nafnið hans rétt) drulli á sig í síðustu keppninni og missi af titlinum, allveg kominn tími á þennan þýskara að tapa smá..
bla..
ætla að læra smá meira ..

föstudagur, september 26, 2003

ég er náttúrulega bara langflottust... ég er búin að skila verkefninu í forritunarmálum og verðlaunin ekki af verri endanum.. 1. þáttur í 10 syrpunni af Friends.....
Föstudagur
Jahh... mikið að gera á stóru heimili....
Það hefur mest lítið á daga mína drifið síðan síðast nema bara alltaf að læra..
Á miðvikudag þá.. fór ég á foreldrafund með foreldrum 4.DS.. sótti Toggsterinn á flugvöllinn.. ætlaði að fara með Eið til Tönnsu en þegar ég fór að sækja hann og Birki í skólann fundum við ekki Birki og gátum þvi ekki farið. Við leituðum um allt en hvergi var drengurinn, rúntuðum um hverfið og svo fyrir rest fundum við hann. Ég spurði hann hvar hann hefði eiginlega verið þá sagðist hann hafa verið hjá skólastjóranum! Ég fékk sjokk, barnið búið að vera heilan mánuð í skólanum og strax farinn til skólastjórans.. en svo fékk ég betri skýringu á þessu... Hann fór nefninlega bara til að segja stjóranum frá þvi að það væru strákar að sprengja fullar mjólkurfernur á skólalóðinni og mjólkin rynni út um allt!!! .. Vildi bara láta hann vita.. Stjórinn þakkaði bara fyrir og lofaði að leita strákana uppi daginn eftir. Minn maður vill greinilega ekki að aðrir komist upp með það að vera óþekkir í skólanum ... en allavega ... þá missti Eiður af tannlækninum fyrir vikið... hann er örugglega bara vel sáttur við það....
Gærdagurinn fór bara í heimadæmi frá a-ö..
Dagurinn í dag fer í Skilaverkefni í forritunarmálum (aftur) sem á að skila á mánudaginn.. jibbi..
Helgin fer svo í að læra fyrir próf í reikniritum sem er á mánudaginn .. það er nefninlega nóg að gera í næstu viku...próf í Reikniritum, Próf í Forritunarmálum, skilaverkefni í forritunarmálum, skilaverkefni í Fjárhagsbókhaldi og skiladæmi í stærðfræði... sem verða örugglega ömurleg.. eyddi allri þessari viku í skiladæmin sem ég skilaði í gær.. og við erum að tala um það að ég er ekki léleg í stærðfræði.. stúdent af náttúrufr.braut... og pabbi minn sko stærðfræðikennari (þyrfti nú bara að ræna honum og stinga af eitthvert og láta hann taka mig í aukatíma)...
Þannig að ... brjálað að gera...

þriðjudagur, september 23, 2003

Þriðjudagur...
Er ennþá hálf tóm.. en ætla að reyna að koma einhverju frá mér samt... fyrir dygga lesendur þessarar síðu.. hehe
Helgin var fín.... eyddi föstudagskvöldinu hjá Ester, horfðum á Idol og kláruðum verkefni sem við skiluðum svo um ellefuleitið og þá dreif ég mig heim... lauk þannig frekar leiðinlegum og erfiðum föstudegi..
Vaknaði eldspræk á Laugardag, reyndar var Palli vinna en ég bara tók smá til, bakaði skúffuköku, bauð Heiðu og Pétri, Gísli tísli var í heimsókn og svo bara fóru strákarnir upp í Breiðholt til ömmu og afa og við Palli höfðum það huggó ein heima....
Sunnudagurinn mætti með geggjuðu roki! Ég vaknaði fyrir allar aldir með áhyggjur af Palla sem var á morgunlabbinu sínu í rokinu.. ég var skíthrædd um að hann fyki bara burt!!! Svo bara ... náðum við í strákana.. og ég ætlaði að elda læri en það var ennþá pikkfrosið þannig að ég bjó til pizzu í staðinn... sofnaði svo bara snemma..
Mánudagurinn hófst vel (eða svona þannig miðað við það að þurfa að mæta í fjárhagsbókhald korter yfir átta...) Svo eftir hádegi .. jahh .. ég vil nú sem minnst um það segja en komst að því að Guð getur verið annsi miskunarlaus stundum..
Svo borðuðum við fjölskyldan fimleikakássu í kvöldmat og horfðum svo á Survivor og svo var bara farið að sofa..
En núna bíða mín stærðfræðidæmi... (hmmm...hafiði heyrt þetta áður)...

mánudagur, september 22, 2003

Mánudagur... er algjörlega tóm...

föstudagur, september 19, 2003

Föstudagur.
Er búin að vera heima í dag, ömurlegur hausverkur í gangi svo ekki sé minnst á frunsuna sem er búin að taka sér bólfestu inni í NEFINU á mér.. fólki finnst þetta kannski fyndið en let me tell you something... þetta er ekki fyndið, ekkert smá ógeðslega vont að hafa frunsu inni í nefinu.!!!
Hef því lítið að segja, er að fara til Esterar að klára forritunarmálsverkefnið í kvöld, frekar glatað svona á föstudagskvöldi en það verður bara að hafa það!!

fimmtudagur, september 18, 2003

Fimmtudagur... tíminn líður hratt á gervihnattaöld
Vikan er að verða búinn. Stærðfræðidæmin búin .. jahh eða allavega búið að skila þeim.. gerði reyndar ekki þrjú dæmi... en hvað með það???
næsta mál á dagskránni er þá að klára þýðandann í forritunarmálum, erum reyndar langt komnar og ætlum að rumpa þessu af á morgunn...
Finnst ykkur ekki gaman að öllu þessu skólaröfli...Hef bara ekkert annað að segja, þetta er það eina sem ég hugsa um og geri þessar vikurnar þannig að ég hef ekkert um neitt annað að tala!!!
Skrapp með strákana í kringluna að kaupa armbönd.. minnti mig á þegar ég og steingerður vorum með skólphringinn um hálsinn í gamla daga..það var nú flott maður..
Nú er ég að bíða eftir að Palli sæti komi heim og svo er ég að fara að elda kótilettur og hrísgrjón og karrisósu... eitt af uppáhöldunum hans Eiðs
Já og eitt verð ég að segja ykkur.. Birkir datt og meiddi sig í dag. Hann meiddi sig á nefinu og "þar sem yfirvararskeggið vex bráðum á mig".. .. ég verð að kaupa rakvél handa barninu, ekki seinna vænna ... fyrir þá sem ekki vita þá er Birkir 6ára c",)

miðvikudagur, september 17, 2003

Miðvikudagur
hehh... Móðureðlið sagði til sín í gær, strákarnir hringdu ekki því þeir voru læstir úti. Klifruðu upp á svalirnar og fengu svo aðstoð hjá strákunum í næstu íbúð við að komast inn, ég kom svo rétt á eftir þeim, orðin illilega áhyggjufull en þeir voru alsælir með að hafa reddað sér úr vandræðunum..
Annars er ekkert merkilegt að frétta, er með hausverk, ekki gaman... náði ekki að skrá mig í Vísó, fylltist allt á 3mur mínútum en það er víst eitthvað partý eftir ferðina þannig að maður kíkir kannski bara þangað, ef ég nenni...

Merkilegt með þennan skóla minn .. kennararnir þar halda örugglega að sólarhringurinn sé lengri hjá nemendum því þeir henda í mann skilaverkefnum sem aldrei fyrr, ég sem hélt að það væri ekki hægt að toppa 3ju önn en þessum "ösnum" er að takast það. Þetta er allveg að gera mig bilaða... maður heldur að þetta sé að verða búið en ég er viss um að stjórnendur skólans sita einhversstaðar í fínu drögtunum sínum og hugsa með sér .. ahh.. við skulum reyna að ná af þeim 100000 kalli í viðbót og gera þetta svo illmögulegt að sem flestir falli og fari aftur.. nei ég segi svona bara.. það er margt gott þarna en ég er samt á því að svona rosalegt álag er ekki gott, fínt að hafa pressu og álagið þannig að það haldi manni við efnið en ekki samt þannig að manni finnist þetta óyfirstíganlegt, það græðir enginn á því og eitt er víst að við verðum ekki betri tölvunarfræðingar fyrir vikið.. OG HANA NÚ!!

já og markaðsfræðiprófið er búið, gekk svona bara lala.. erfitt að segja með krossapróf þá eru það bara heimadæmin í stærðfræði fyrir morgundaginn og svo að forrita þýðandann í forritunarmálum fyrir föstudaginn...
HOW WONDERFUL LIFE IS...

þriðjudagur, september 16, 2003

Þriðjudagur..
er að læra... strákarnir eru búinir í skólanum fyrir klukkutíma og eru ekki enn búnir að hringja í mig.. ég er áhyggjufull!!!!! og þá getur maður ekki lært... er samt að reyna það hérna í skólanum, Dísa situr á móti mér og er með einhverja þá alháværustu tölvu sem ég hef nokkurn tíman heyrt í .. viftan í græjunni er innbyggð hárþurrka, svo mikill er krafturinn... og hávaðinn eftir því... samt kælir hún ekki nógu vel segir Dísa.
Annars þá er Markaðsfræðipróf hjá mér á morgun, gengur frekar illa að læra undir þetta, maður er orðinn svo lélegur að lesa svona kjaftafag eftir alla forritunina og stærðfræðina í tölvunarfræðinni .. maður á bara erfitt að finna taktinn.. en þetta er nú bara 10% próf þannig að það er ekki hundrað í hættunni...(hmm skrítið orðatiltæki, held ég hafi ekki séð það á prenti fyrr).
Allt er gúddí, verkefnin ganga þokkalega, dagurinn rúllar áfram og líður án þess að maður taki eftir honum, það er víst kominn 16. sept og mánuður síðan ég kom heim, ótrúlegt en satt...
Best ég fari að tékka á strákunum..
Annars er ég bara ástfangin sem aldrei fyrr af honum Palla mínum, vildi bara láta ykkur vita...

mánudagur, september 15, 2003

Hæbb..
Mánudagur.
Lærði sama og ekkert um helgina, palli var að vinna allan laugardaginn og þá náttúrulega læri ég ekkert, þreif bara í búðina í staðinn, Birkir fór í afmæli á laugardaginn, Gísli kom og borðaði hjá okkur og svo var bara farið snemma að sofa...
Sunnudagur .. Inga Helga og krakkarnir komu í heimsókn, Hrafnhildur Gísli og Sunna sæta komu í heimsókn, ég þvoði allann þvottinn, bakaði vöfflur og svo fórum við í mat til Eddu og Magga. Raggi og Gugga voru þar með tvíbbana sína... ekkert smá flottir krakkar...
Og nú eru það bara verkefni og aftur verkefni... u,já og eitt stykki próf líka... jibbí..

föstudagur, september 12, 2003

Föstudagskvöld.
Sit hérna í stofunni heima hjá mér og er að horfa á sjónvarpið.. frekar leiðinlegt sjónvarpsefni, Ungfrú Evrópa!!! Hvað er málið með þessar fegurðasamkeppnir... ég meina, finnst engum neitt að þessu? Finnst fólki ekkert glatað að vera í bleiku bikiníi uppi á sviði að dansa við bleika slæðu undir klámmyndatónlist??? Hvernig er eiginlega dæmt? .. Þessi þarna miss X, hún dillar mjöðmunum mikið betur, notar slæðuna(ó mæ god) og daðrar meira við myndavélna heldur en Miss Y.... veljum hana... Ég meina hvernig í andskotanum er hægt að keppa í fegurð?? Þetta er eitthvað svo yfirborðskennt og glatað að ég gæti hreinlega gubbað!!
En hvað er ég að röfla, ef fólk vill gera sig að fífli með bleikar slæður í bikiníi þá er það í lagi mín vegna. Ómg nú var verið að velja MISS FRENDSJIPP...

Annars er bara allt fínt að frétta, allt að verða kreisí í skólanum en það er nú hætt að teljast frétt á mínu heimili, það er bara skrítið ef ég er ekki að læra...
Bakaði snúða handa strákunum í gær og uppskar "Þú ert besta mamma í heimi"... fátt sem toppar það.
Skilaði verkefni í dag og öðru í gær, og í næstu viku er próf í markaðsfræði, verkefni í stærðfræðlegri greiningu á fimmtudaginn og svo verkefni dauðans í forritunarmálum á föstudaginn, þannig að ..... ég veit ekki hvað skal segja...

miðvikudagur, september 10, 2003

Miðvikurdagur...
Skrapp heim... er búin að vera í skólanum síðan kl 8... í stanslausum dæmatímum.. er svo að fara í markaðsfræði fyrirlestur á eftir frá 4 til 7... skipti yfir í Háskólanám með vinnu .. var ekki að fíla gelluna sem kennir þetta í dagskólanum, ... of langt mál til að fara út í það hér en skemmtileg saga engu að síður... dressed to kill kemur þar við sögu..
Edda er að koma að sækja strákana svo ég komist í tíma og svo eru kjötbollur hjá henni og Magga í aften...
Var að tala við Pabba minn (sem ég sakna allveg ótrúlega mikið akkúrat núna.. og mömmu.. og Ella Sprella ....og Togga ...*andvarp*), hann ætlar að senda mér formúlublað sem hann bjó til einhverntíman fyrir mörgum árum þegar ég var í stærðfræði hjá honum í fas, er nefninlega í Stærðfræðilegri greiningu núna og þá kemur sér vel að muna að kvaðratrótin af x er það sama og x í hálfta veldi.... og ég ætla að rifja þetta allt saman upp ef hann finnur formúlublaðið... það verður örugglega skemmtilegt að sjá það !! (ég veit, ég er nörd)...
Annars þá verð ég að rjúka... tími eftir hálftíma..
over and out...

þriðjudagur, september 09, 2003

Gude, sagði afi og tók af sér hattinn þegar hann sá fínu frúnnar í gamla daga..
Það er kominn þriðjudagur og vikan bara að verða búin, alla vega finnst mér það því ég sé ekki fram á að komast yfir allt sem ég þarf að gera í vikunni... fjúhh... segiði svo að það sé ekki full vinna að vera í skóla, þó svo að þeir sem borga út atvinnuleysisbætur segi að það jafnist á að mig minnir 19% vinnu.... flehh..
Kom heim úr skólanum fyrir um klukkutíma, gat ekki verið lengur því Birkir var alltaf að hringja í mig vegna þess að honum finnst reglan sem ég setti um dagin allveg ógeðslega glötuð regla og hann þurfti allveg rosalega mikið að segja mér það og oftar en einu sinni, þannig að það gekk ekkert að vera í skólanum. Reglan btw sem um ræðir er þannig að maður á að læra fyrst áður en maður kveikir á tölvunni eða playstation.(punktur) þokkalega glötuð regla finnst honum...
Ég ætti kannski að setja svona reglu á mig ... alltaf að læra áður en ég geri eitthvað annað... ég er samt ansi hreint hrædd um að ég myndi þá ekki gera neitt annað en að læra, ekki einu sinni borða eða pissa .. hvað þá sofa...
Bjarti punkturinn er ... þetta er alveg að verða búið.. bara einn vetur eftir .. jahh ... allavega í fullum skóla.... húrra!!

ps. Þetta blogg var að beiðni heiðu og einungis gert til að hún hafi eitthvað að gera við að lesa það. Hafa ber í huga að þetta er ekki skrifað vegna þess að ég hafi svona mikið að segja, eins og kannski sést!!!

mánudagur, september 08, 2003

Góðan dag, Mánudagur og það er geggjað veður úti.
Ég sit núna inni í skóla og er að gera skilaverkefni í forritunarmálum, skilaði forritinu í reikniritum í gær, á að skila þessu sem ég er að gera núna á föstudaginn, heimadæmum í stærðfræði á fimmtudaginn og svo er allt eftir sem maður á að gera fyrir tímana og allir kaflarnir sem maður á að lesa fyrir alla fyrirlestra... ef ég væri rasisti þá myndi ég segja að það væri ekki fyrir hvítan mann að standa í þessu, en þar sem ég er EKKI rasisti þá segi ég frekar að það er ekki nokkur leið að standa undir þessu öllu saman... Ekki það að ég sé að kvarta heldur þyrfti nú aðeins að koma smá kommonsensi inn í hausinn á sumum kennurum, hvernig dettur þeim í hug að maður geti lesið 200 bls í einu fagi fyrir einn fyrirlestur, gert skilaverkefni, lært fyrir dæmatíma og allt fyrir eitt fag þegar maður er í 5 fögum. Svo er maður í 2 fyrilestrum í viku þannig að þetta gera um 4000 bls á einni viku bara í lestur... ... I rest my case...
Nei þetta er nú kannski soldið ýkt, maður þarf kannski bara að lesa 100 bls fyrir hvern fyrirlestur... en samt er það þá 2000 bls...
Æ ég ætla að hætta að kvarta...

föstudagur, september 05, 2003

Góðan dag, Föstudagur og mér er allveg að verða batnað.
Fór í skólann í gær en skökum tímaleysis þá var ekkert bloggað. Þurfti að skila verkefni í Stærðfræðilegri greiningu og svo er ég að forrita eitthvert hermunarverkefni fyrir "Sparisjóðinn í Trékyllisvík" í Reikniritum sem á að skila á sunnudag þannig að það er mikið að gera....
Fór í gær til Kristínar frænku, borðaði fullt af vöfflum og kjaftaði langt fram á nótt.. rosa gaman, vorum allar mættar, frænkurnar.. jahh nema Sunna sæta en hún var löglega afsökuð enda ekki nema tæpra 10 mánaða.. Þórdís, minnsta frænkan (fædd í febrúar) var í góðu stuði, brosti allveg hringinn þegar við mættum en lagði sig svo fljótlega með pabba sínum, engin smá dúlla... enda ekki skrítið, komin af þessari ætt ;)
Annars er ekkert að frétta... ætla bara að tjilla um helgina held ég, reyna að kannski að læra smá .. já og klára sparisjóðinn... Bara gaman að því :$.... eða ekki...

miðvikudagur, september 03, 2003

Góðan dag, Miðvikudagur og ég er ennþá lasin!!!
Er nú samt skárri en í gær, ekki með eins mikinn hausverk og þá líður manni nú alltaf betur. Er meira að segja að spá í að fara í skólann á eftir og forrita eitt verkefni eða svo *huhh* ... en ég veit samt ekki, svitna bara við það að pikka þetta inn... æhj.. þarf að skila þessu verkefni á föstudag....
Ég gleymdi að skrá mig í vísindaferðina sem ég ætlaði að fara í ... frekar fúlt..
Annars segi ég ekki baun í bala, er að fara til Kristínar frænku annað kvöld, á fund í frænkufélaginu, skyldumæting þannig að það er eins gott að horinn hætti að leka ... sorrí þetta er frekar ógeðslega orðað hjá mér en þetta er bara þannig.. ekkert hægt að orða þetta neitt betur..
Allavega, hef ekkert að segja ... yfir og út!!!

þriðjudagur, september 02, 2003

Góðan dag*sniff*, þriðjudagur *sniff* og ég er ógeðslega kvefuð*sniff*.
Er bara heima í dag, er lasin *sniff*, með hausverk og kvef*sniff*, og líður hreint ömurlega, eins og hausinn á mér sé fullur af ... jahh .. ég veit eiginlega ekki hverju... , gúi eða einhverju *sniff*, allavega fullur!!!
Ég er búin að reyna *sniff* að reikna og forrita en það gengur ekki.. þannig að ég ákvað að strauja bara tölvuna mína, hún var orðin svo slow og leiðinleg greyjið og núna er ég að keyra allt draslið sem á að vera á henni upp aftur. dott net er á leiðinni inn núna og er það bara búið að taka klukkutíma eða svo og næstum því þrjú gígabæt...bara gaman *sniff* að því.
Ég held að ég fái mér sítrónute eða eitthvað (ekki það að það skipti máli hvað ég borða því ég finn ekkert bragð)...

En á morgun ætla ég að láta mér vera batnað því að ég má ekki vera að því að vera lasin lengur, þarf að skila heimadæmum á fimmtudag og forritunarverkefni á föstudag, þannig að það er nóg að gera...

og svona í lokin...
KR-ingar allra landa, TIL HAMINGJU MEÐ ÍSLANDSMEISTARATITILINN.... !!!!!

mánudagur, september 01, 2003

Góðan daginn, mánudagur og grenjandi rigning úti.
Ég er með hálsbólgu, hausverk og allveg drulluslöpp, er samt í skólanum að hlusta á fyrirlestra sem hann Ágúst tók upp áður en hann fór til USA... allveg hreint gríðarhressandi...
Ég er svo að hugsa um að fara bráðum heim, væri farin ef ég hefði ekki tekið að mér að vera barnapía fyrir 4 tölvur á meðan eigendur þeirra eru í tíma.. þau koma bráðum og þá er ég að hugsa um að fara ... yfirgefa samkvæmið..
Annars var helgin róleg, Þróttur gerði jafntefli og Sindrastelpur töpuðu í vítaspyrnukeppni, ég var í skólanum allan laugardaginn að "læra", Palli og strákarnir voru að græja einhverja tölvu fyrir Sigga, svo fór ég að passa Sunnu sætu og þeir fóru að borða uppi í breiðholti. .. Pössunin gekk vel enda ekki nema von því ég er snillingur að passa.. jahh eða kannski frekar að Sunna Kristín er bara pottþétt til að passa, held það sé frekar málið..
Svo á sunnudaginn þá var ég bara í rólegheitum heima hjá mér, enda slöpp, bakaði samt vöfflur handa Hædí og Píra sem komu í heimsókn... Palli og Pira gátu græjað pleisteisjon tölvuna sem við keyptum fyrir viku þannig að nú þarf ég ekki að kaupa nýtt sjónvarp (hjúkk!!)
Hey og já eitt æðislegt...ég eignaðist frænda á laugardaginn, Matta og Hjálmar eignuðust strák... Til hamingju...
Já og eitt annað frábært.. ég vann 15þús í Happdrætti Háskólans.. til hamingju ég!!
Jæja best að snúa sér aftur að reikniritunum.. vei..