föstudagur, mars 26, 2004

helú...
Ég er að ganga af göflunum... þessi skóli er að gera útaf við mig.. ég hlakka svo til á laugardaginn næsta kl 12 .. þá er ég búin í þessu ljótaljótaljóta stærðfræðiprófi og get farið að einbeita mér almennilega að þessu lokaverkefni... mér finnst ekki taka því að byrja á neinu .. þetta próf er gjörsamlega að fara með mig.. ómg..
EN á laugardaginn, þriðja apríl klukkan tólf á hádegi er þetta próf búið og þá verður gaman.. þá fer ég í brúðkaupið hjá örnu og bogga og svo á sunnudaginn ætla ég ekki að gera handtak.. nema að kveikja á tölvunni til að horfa á einhverja mynd .. omg hvað það verður þokkalega gjeggjjjaðð...

mánudagur, mars 22, 2004

Einu sinni var makkaróna sem átti heima í kassa. Einu sinni datt kassinn niður á borð og makkarónan týndist. Hún var rotuð eftir fallið. Hún vaknaði undir ísskápnum í ryki og hún vissi ekkert hvar hún var. Þar til að hún hitti kónguló vingjarnlega kónguló sem sagði henni að hún væri undir ísskápnum. Kóngulóin bar makkarónuna undan ísskápnum. Þegar þær voru komnar undan ísskápnum kom konan í húsinu. Hún var skíthrædd við kóngulær og hún tók flugnaspaða og reyndi að lemja kóngulónna og makkarónuna. En henni tókst það ekki. Kóngulóin var svo fótfrá. En í síðasta högginu hitti hún þær sluppu í naumindum í gegnum gat á flugnaspaðanum. Síðan hittu þær spagetti sem flutti þær upp og makkarónan komst aftur í kasssann.
Endir
Höf: Eiður Tjörvi snillingur
Hæbb.. næstum vika síðan síðast.. búið að vera geggjað að gera, 2 verkefnaskoðun á morgun og ég veit ekki hvað og hvað...
Annars bara allt í gúddí fíling hérna á suðvesturhorninu, gæsuðum örnu um helgina og það var bara frábært. Dagskráin var brunch, keila, magadans, heitur pottur, tapas, stuðmannaball.. ballið var frábært !!! að þetta fólk þarna á sviðinu sé á aldur við foreldra mína er náttúrulega bara snilld... og þau eru pottþétt!! ekkert hægt að lýsa því betur. Þetta var frábær dagur, sól og blíða og allir í rosa stuði.
Og nú er bara lokaspretturinn...einntveirognú.....

þriðjudagur, mars 16, 2004

Pjúffff... komin smá pása frá skilum.. Skilaði í gæri Hönnunarskýrslu upp á 140 bls, skilaði ritgerð áðan upp á 12 bls og skokkaði svo með mastersumsóknina mína upp í HÍ núna áðan..og það liggur við að maður sé með harðsperrur í pikkinu.. eða..já .. æ þið skiljið... Nú er bara eftir að gera massífa úttekt á tölvumálum í mínum ástkæra fas, forrita einn þjappara, gera eitt verkefni enn í stjórnun og framkvæma verkefnaskoðun nr 2 og ðedds itt.. allt á tveim vikum.. rosa spennó..
Annars er mest lítið að frétta af familíunni.. toggi er farinn að blogga, búin að linka á hann.... Sunna búin að vera veik.. og ég keypti hjólahjálma í gær handa strákunum.. .. já.. einmitt..

fimmtudagur, mars 11, 2004

Jæja.. bara margir dagar síðan ég skrifaði eitthvað hér.. ég hef mér það til afsökunar að ég er hreinlega að drukkna í verkefnum og dóti..
Erum að hamast við að klára hönnunarskýrsluna í lokaverkefninu.. ég er búin að vera að gera klasalýsingar síðan á mánudag.. við eigum að skila skýrslunni á mánudaginn.. svo á ég víst líka að skila heimildaritgerð á mánudaginn í stjórnun, 10 bls um eitthvað stjórnunartengt.. er ekki búin að ákv. hvað ég á að skrifa.. hvað þá að afla heimilda.. og hvað þá að skrifa eitthvað.. ómg.. hvað ég er komin með mikið ógeð..

Fórum á flúðirflúðirflóttamannabúðir á föstudaginn á nýja bílnum(sem er æði), komum svo bara heim um kvöldið.. á laugardaginn og sunnudaginnfór ég í sHellið og vann verkefni í upss kúrsinum sem við dísa skiluðum svo á sunnudagskvöld.. (ahhh.. þá man ég það að við eigum víst að prenta þetta út og skila útprentuðu í síðasata lagi á morgun :S )), kíktum reyndar í smá svona afmæliskaffi til Hrafnhildar á laugardeginum.. síðan þá er ég búin að vera niðri í sHell að gera klasalýsingar.. kem yfirleitt heim um kvöldmat, borða eða elda og borða.. sest svo fyrir framan TV með tölvuna í fanginu og held áfram að vinna.. tölvan grær örugglega föst við lærin á mér ef þetta heldur áfram svona.. en þetta á víst eftir að versna.. eigum eftir að gera stórt 40% verkefni í upss og forrita einhvern ljótan þjappara í stærðfræðilegum reikniritum sem gildir 15% og svo eitt verkefni í stjórnun sem gildiri 7 %. Allt þetta á að gerast á næstu tveim vikum því það eru bara tvær vikur eftir af kennslu í skólanum. Og mitt á milli sem ég er að gera þessi dásamlegu verkefni er nóg að gera í lokaverkefninu því 2. verkefnaskoðun er einhverntíman 22 mars - 27 mars..
Er von að maður spyrji.. hvernig á þetta eiginlega að vera hægt ????

mánudagur, mars 08, 2004

Til hamingju með afmælið elsku Hrafnhildur....

föstudagur, mars 05, 2004

ÓMG... við erum búin að kaupa okkur nýjan BÍL.. ekkert smá flottur.. Steingrá toyota avensis árg 2002 ... og ég er að segja ykkur að hún(toyotan) er bara æðisleg.. það er ógisslega gott að fara í ísabíltúr í henni og líka gott að fara í baðhúsið í henni.. og líka að keyra niður í sjell .. og svo er ég að fara að prufa að sækja heiðu í vinnuna á eftir í henni og það er örugglega líka æðislegt.. svo ætla ég á flúðirflúðirflóttamannabúðir í henni í kvöld... og það verður líka örugglega æðislegt.. Þetta er í fyrsta skipti sem ég á ekki hvítan bíl og líka í fyrsta skipti sem ég á bíl sem maður getur sagt að sé stelpa, hef bara átt fiatINN og nissanINN en núna á ég sko toyotUNA.. hehe ekki að það skipti neinu máli .. núna er ég hér í sjell og get ekki gert neitt því mig langar svo á rúntinn.. er búin að kíkja út um gluggan og athuga með bílinn nokkrum sinnum í dag .. eins og afi gerði alltaf.. fara út og athuga með bílinn .. svoleiðis er ég.. og það er gaman..

En að öðru(eins og það komist eitthvað annað að en bíllinn)... Birkir er búinn að vera með einhverjar hitakommur í 3 daga.. þetta er nú orðið svolítið þreytandi þetta hita, kommu stand á honum.. en maður fær löglegt "frí" á meðan maður er heima hjá honum og ekki er það nú slæmt..
Æhj.. ég get ekki bloggað meira.. get ekki hætt að hugsa um bílinn... eftir klukkutíma get ég farið og sótt heiðu.. heilann klukkutíma.. ég get ekki BIIIIÐIÐ...

þriðjudagur, mars 02, 2004

Jámm það er víst kominn þriðjudagur.. Þokkalega brjálað veður úti núna.. rok og rigning og ég heyri ekki einu sinni í sjónvarpinu..
Fórum út að borða á Ítalíu á laugardaginn.. það var bara frábært, kvöldið æðislegt og bara öll helgin.. enda alveg besti félagsskapur í heimi..
Er búið að vera frekar mikið að gera.. erum að hanna kerfið okkar og gagnagrunninn undir það og byrjum bara að forrita eftir 3 vikur eða eitthvað.. ótrúlegt alveg hvað tíminn líður hratt... Annars hitti ég aldrei neinn nema stelpurnar í skólanum og Hrafnhildi einstakasinnum.. þannig að það gerist nú ekki mikið í mínu lífi þessa dagana.. jahh ég get svossem sagt ykkur frá því að ég er líklega að fara að kaupa mér nýjan bíl.. er ekki alveg búin að ákveða hvernig .. og svo eru ma&pa að fara á flúðirflúðirflóttamannabúðir í sumarbústað um helgina og viðhengið þeirra verður með þeim og EF ég verð búin að fá mér nýjan bíl þá, þá ætla ég að kaupa mér kótilettur og skuttlast með þær memmér og skella þeim á grillið hjá þeim á meðan pabbi lætur renna í pottinn og sötra kannski einn öllara með.. djöfull hljómar það vel..

já og eitt enn.. Til hamingju með daginn á morgun Dísa mín..

já og Hrafnhildur og Heiða... EKKERT BÖGG...!!!