mánudagur, febrúar 21, 2005

ahh.. notarleg helgi að baki, bústaðurinn stóð svo sannarlega fyrir sínu, fórum í pottinn, í göngutúr, grilluðum, spiluðum og höfðum það æðislegt í alla staði..
og nú er ég komin í vinnuna og farin að hanna eitthvað sem ég á að búa til alveg sjálf frá grunni.. (glúbb).. en ég fer vonandi bara létt með það eins og annað, merkilegt hvað maður fer alltaf létt með hlutina.. svona mislétt bara.. en alltaf létt.. allavega þegar maður er búinn með þá..
fór í ræktina í morgun, ekkert merkilegt með það nema það að ég fékk lánaðan mp3 spilarann hans Eiðs og þvílíkur munur maður.. þetta var svona skyndiákvörðun hjá mér að fá hann lánaðann þannig að það var bara tónlist sem hann sonur minn hafði smellt inná hann.. miklu auðveldara að lyfta þegar maður hlustar á ,.. crazy.. you're fucking crazy.. með Guns'n'Roses.. og ég var nú bara drullustolt af honum syni mínum þegar ég sá ..eða öllu heldur heyrði.. hvaða lög hann var með á spilaranum, Guns'n'Roses, U2, Quarazi, Mugison.. er hægt að biðja um eitthvað betra..
já og ef þið eruð að spá í afhverju ég nota ekki mp3 spilarann sem ég fékk þegar ég keypti árskortið hérna um daginn þá er skemmst frá því að segja að þessir drulluhalar sem sjá um þetta (lesist: Expert) eru ekki enn búinir að koma þessu drasli inn í búðina hjá sér.. síðast þegar ég vissi (seinnipartinn á föstudag, þá hringdi ég .. nennti sko ekki að fara alla þessa leið til einskis í 4 skiptið.. hehe), þá var þetta komið til landsins en ekki inn í búð.. spurning að tékka á þessu á eftir, þá get ég kannski hlaðið hann með einhverjum ótrúlega lyfthvetjandi og kraftaukandi lögum, já ég má ekki gleyma þeim sem eru þolaukandi.. þá get ég kannski hætt að hjóla í hills og farið að hjóla í mountain..

föstudagur, febrúar 18, 2005

Fór í ræktina og tók hrikalega áðí, með þessu áframhaldi verð ég orðin svo mössuð að ég get ekki talað í síma nema með hedsetti....
Núh! eftir vinnu er það bústaðurinn, ætlum að hafa það ótrúlega gott, liggja í pottinum, spila, horfa á Idolið, fara í göngutúra, kaupa ís í Eden og fikta í spilakössunum.. verður ekkert smá næs..
Er í vinnunni, er svöng, búin að fá mér Trópí og það slær ekkert á hungrið, verst að þegar maður tekur svona áðí í ræktinni, þá verður maður alltaf svo svangur ..
Núh! það er verið að velja kynþokkafyllstu konuna á Rás 2, reyndar geta þeir ekki ákveðið hvort þetta er kynþokkafyllsta konan, Fegursta konan eða bara kona ársins.. Gumma Jóns í Sálinni finnst Paris Hillton sexí.. ég verð nú bara að segja að ef hún er sexí þá er ég ljóshærð!!!

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Jæja.. Helgin var massa fín, Föstudagurinn endaði á kaffi brennslunni þar sem ég og strákarnir í vinnunni skáluðum fyrir nýju release-i, gaman að segja frá því.. fór svo bara heim um kvöldmatarleitið og horði á Idolið með köllunum mínum, rosa stuð..
Laugardagurinn hófst snemma, Ég, Palli, Heiða og Pétur komum dótinu hans Toggster út á Flytjanda.. þannig að nú ætti hann bráðum að geta sofið í síns eigins rúmi .. Svo strax eftir hádegi skelltum við okkur á körfuboltamót í Seljaskóla þar sem Ármann/Þróttur með Eið Tjörva innanborðs, gerði sér lítið fyrir og RÚSTAÐI mótinu, unnu alla leikina sína með ca 30 stiga mun og geri aðrir betur... vorum þar alveg til hálf 5 og þá var brunað í Smáralindina og verslaðir appelsínugulir eyrnalokkar, armband og slæða fyrir partýið hjá vigdísi sem ég fór svo í um kvöldið... þar var rosa fjör, appelsínugult þema, þannig að maður drakk bara appelsínugula drykki.. rosa fjör.. spilað á gítar og sungið til um 3 og svo var skellt sér í bæinn, á 22 og dansað helling svo stóð ég endalaust í leigubílaröð.. kom heim hálf 6 ... ótrúlega skemmtilegt djamm, fyrir utan að standa í leigubílaröð og krókna úr kulda..
Sunnudagurinn, soooldið þreytt svona .. en hef svossem oft verið meira þreytt.. horfði á sjónvarpið og dottaði þangað til ég fór að sofa..
Nú er ég bara í vinnunni.. skellti mér á Búlluna með Heiðu í hádeginu, það var fínt..
Og næsta helgi.. bústaður .. víííí...

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Ég hef bara eitt að segja.. HARÐSPERRUR!!! (hassperrur, harsperrur, hasssprerrur..hvernig sem þetta fjandans orð er skrifað.. strengir bara, það er fínt)..

mánudagur, febrúar 07, 2005

hæbb..
jahhá.. nú eru heldur betur breyttir tímar, eftir að hafa blásið hérna á blogginu mínu um baðhúsið síðast þá vil ég bara láta alla vita af því að ég er núna stoltur eigandi að árskorti í baðhúsinu!! og ekki nóg með það þá fylgdi með þessu líka fína korti mp3 spilari, 10 tíma ljósakort - ég hef reyndar aldrei farið í ljós öll þau tæplega 34 ár sem ég hef lifað þannig að ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við það - , í bíó fyrir tvo, tímar hjá einkaþjálfara og ég veit ekki hvað og hvað .. þannig að núna er mín bara byrjuð á fullu í ræktinni aftur, fór á föstudaginn og svo líka í morgun.. ég veit ekki á hvað þetta veit( afhverju er þetta svona skrítið þegar maður skrifar þetta en meikar fullt sens þegar maður segir þetta.. ??), þetta varð náttúrulega til þess að ég var að deyja úr harðsperrum um helgina, komst varla úr haldaranum þegar ég var að fara að sofa og svona sem var nú ansi hreint hressandi..
Ekki það að ég sé orðin eitthvað heilsufrík.. bakaði t.d fulltfullt af bollum í gær, miklu fleiri en ég "þurfti".. en það er bara svo rosa gott að fara og hreyfa sig og skella sér svo í sturtu áður en maður mætir í vinnunna á morgnanna.. þá er maður bara sprækur eins og lækur það sem eftir er dagsins... jájá..
annars er nú ósköp lítið að frétta eitthvað..