mánudagur, febrúar 21, 2005

ahh.. notarleg helgi að baki, bústaðurinn stóð svo sannarlega fyrir sínu, fórum í pottinn, í göngutúr, grilluðum, spiluðum og höfðum það æðislegt í alla staði..
og nú er ég komin í vinnuna og farin að hanna eitthvað sem ég á að búa til alveg sjálf frá grunni.. (glúbb).. en ég fer vonandi bara létt með það eins og annað, merkilegt hvað maður fer alltaf létt með hlutina.. svona mislétt bara.. en alltaf létt.. allavega þegar maður er búinn með þá..
fór í ræktina í morgun, ekkert merkilegt með það nema það að ég fékk lánaðan mp3 spilarann hans Eiðs og þvílíkur munur maður.. þetta var svona skyndiákvörðun hjá mér að fá hann lánaðann þannig að það var bara tónlist sem hann sonur minn hafði smellt inná hann.. miklu auðveldara að lyfta þegar maður hlustar á ,.. crazy.. you're fucking crazy.. með Guns'n'Roses.. og ég var nú bara drullustolt af honum syni mínum þegar ég sá ..eða öllu heldur heyrði.. hvaða lög hann var með á spilaranum, Guns'n'Roses, U2, Quarazi, Mugison.. er hægt að biðja um eitthvað betra..
já og ef þið eruð að spá í afhverju ég nota ekki mp3 spilarann sem ég fékk þegar ég keypti árskortið hérna um daginn þá er skemmst frá því að segja að þessir drulluhalar sem sjá um þetta (lesist: Expert) eru ekki enn búinir að koma þessu drasli inn í búðina hjá sér.. síðast þegar ég vissi (seinnipartinn á föstudag, þá hringdi ég .. nennti sko ekki að fara alla þessa leið til einskis í 4 skiptið.. hehe), þá var þetta komið til landsins en ekki inn í búð.. spurning að tékka á þessu á eftir, þá get ég kannski hlaðið hann með einhverjum ótrúlega lyfthvetjandi og kraftaukandi lögum, já ég má ekki gleyma þeim sem eru þolaukandi.. þá get ég kannski hætt að hjóla í hills og farið að hjóla í mountain..