mánudagur, febrúar 07, 2005

hæbb..
jahhá.. nú eru heldur betur breyttir tímar, eftir að hafa blásið hérna á blogginu mínu um baðhúsið síðast þá vil ég bara láta alla vita af því að ég er núna stoltur eigandi að árskorti í baðhúsinu!! og ekki nóg með það þá fylgdi með þessu líka fína korti mp3 spilari, 10 tíma ljósakort - ég hef reyndar aldrei farið í ljós öll þau tæplega 34 ár sem ég hef lifað þannig að ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við það - , í bíó fyrir tvo, tímar hjá einkaþjálfara og ég veit ekki hvað og hvað .. þannig að núna er mín bara byrjuð á fullu í ræktinni aftur, fór á föstudaginn og svo líka í morgun.. ég veit ekki á hvað þetta veit( afhverju er þetta svona skrítið þegar maður skrifar þetta en meikar fullt sens þegar maður segir þetta.. ??), þetta varð náttúrulega til þess að ég var að deyja úr harðsperrum um helgina, komst varla úr haldaranum þegar ég var að fara að sofa og svona sem var nú ansi hreint hressandi..
Ekki það að ég sé orðin eitthvað heilsufrík.. bakaði t.d fulltfullt af bollum í gær, miklu fleiri en ég "þurfti".. en það er bara svo rosa gott að fara og hreyfa sig og skella sér svo í sturtu áður en maður mætir í vinnunna á morgnanna.. þá er maður bara sprækur eins og lækur það sem eftir er dagsins... jájá..
annars er nú ósköp lítið að frétta eitthvað..