þriðjudagur, desember 28, 2004

Hæbb..
ohh, vildi að það væri í lögum að allir ættu rétt á jólafríi alveg frá Þorláksmessu til 3. jan.. þá væru alveg margir dagar sem maður gæti haft það næs...
Annars var ég að fatta eitt.. Janúar verður frekar bissí svona.. útskrift 15. jan og svo verður stubburinn minn 8 ára þann 26. jan.. hann er búinn að tilkynna mér það að hann ætli að halda tvær afmælisveislur, eina fyrir vinina og eina fyrir fjölskylduna.. ég var nú eitthvað að malda í móinn og vildi hafa báðar veislurnar á sama degi, en hann vildi það sko ekki.. tvær veislur, tvo daga, ein veisla á dag.. æhj..þetta fer einhvernveginn..
ég verð nú samt bara hálfþreytt við tilhugsunina um allan þennan undirbúning sem fylgir alltaf þessum veislum..

En.. er að hugsa um að skella mér bara til mömmu og pabba um áramótin.. loksins, loksins því eftir að hafa eytt síðustu tveimur áramótum hér í Reykjavíkinni þá er ég búin að komast að því að það er hvergi betra að vera en í Hraunhólnum á áramótunum, kveikja í brennunni, borða slummu og ohh.. hvað það verður bara æði.. Dadda og Binni verða meira að segja fyrir austan svo maður fær kannski áramótavindlakoss frá Ásmundi eins og í gamla daga...