þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Jæja.. Helgin var massa fín, Föstudagurinn endaði á kaffi brennslunni þar sem ég og strákarnir í vinnunni skáluðum fyrir nýju release-i, gaman að segja frá því.. fór svo bara heim um kvöldmatarleitið og horði á Idolið með köllunum mínum, rosa stuð..
Laugardagurinn hófst snemma, Ég, Palli, Heiða og Pétur komum dótinu hans Toggster út á Flytjanda.. þannig að nú ætti hann bráðum að geta sofið í síns eigins rúmi .. Svo strax eftir hádegi skelltum við okkur á körfuboltamót í Seljaskóla þar sem Ármann/Þróttur með Eið Tjörva innanborðs, gerði sér lítið fyrir og RÚSTAÐI mótinu, unnu alla leikina sína með ca 30 stiga mun og geri aðrir betur... vorum þar alveg til hálf 5 og þá var brunað í Smáralindina og verslaðir appelsínugulir eyrnalokkar, armband og slæða fyrir partýið hjá vigdísi sem ég fór svo í um kvöldið... þar var rosa fjör, appelsínugult þema, þannig að maður drakk bara appelsínugula drykki.. rosa fjör.. spilað á gítar og sungið til um 3 og svo var skellt sér í bæinn, á 22 og dansað helling svo stóð ég endalaust í leigubílaröð.. kom heim hálf 6 ... ótrúlega skemmtilegt djamm, fyrir utan að standa í leigubílaröð og krókna úr kulda..
Sunnudagurinn, soooldið þreytt svona .. en hef svossem oft verið meira þreytt.. horfði á sjónvarpið og dottaði þangað til ég fór að sofa..
Nú er ég bara í vinnunni.. skellti mér á Búlluna með Heiðu í hádeginu, það var fínt..
Og næsta helgi.. bústaður .. víííí...