þriðjudagur, júní 29, 2004

Hæbb..
enginn bolti í dag..
Höfum það bara fínt, geri akkúrat ekki neitt þessa dagana nema bara að vera í mömmuleik og í "bú"leik, þ.e. að halda heimili, gott að rifja upp hvernig það gengur fyrir sig, en í því felst að þvo þvott, þrífa klósett, elda mat osfrv.. er búin að gera mikið af því.. samt ekkert of mikið, er nebbla soldið löt og það er hrikalega gott.. nema mér vantar eitthvað að lesa..
Skruppum í bíltúr suður með sjó í dag og "tókum á móti" M&P, ETH, BG, HH, GTB og SKB, þau voru að koma frá Portúgal, við rétt náðum að detta inn um dyrnar á leifsstöð áður en þau komu fram.. fórum svo á Meistaravellina og pöntuðum pizzu.. ekkert smá gott að sjá hana Sunnu mína.. fékk tösku og dúllur.. og FULLLLLLLLLLTTTT af nammi.. eins gott að maður fari að mæta í baðhúsið.. Ekkert smá gott að fá allt fólkið aftur á sinn stað, mér finnst ekkert smá erfitt að vera "alein" í Reykjavík...

sunnudagur, júní 27, 2004

Þetta er glatað kommentadæmi..
Maður þarf að skrá sig inn til að geta kommetað undir nafni..
Allir þeir sem ætlaða kommenta verða bara að gera það anonymous og kvitta bara..
fokk.. verð að fara að búa mér til míns eigins ...
Jæja.. mér datt í hug að breyta aðeins útlitinu á þessu bloggi mínu.. langaði að breyta aðeins til og þetta verður að duga þar til ég bý mér til mitt eigið lúkk.. er nú samt hálf fúl yfir því að hafa ekki öll kommentin inni.. en svona er þetta .. bloggerinn er ekki alveg að fílaða ..
kannski set ég gamla lúkkið á aftur.. ætla að athuga hvernig þetta venst..

Hvernig finnst ykkur.. ??

þriðjudagur, júní 22, 2004

Jæja...
Eitt er víst að ég kem ekki til með að halda með helvítis svíunum ....
Hörður Magnússon.. jæja.. .hann er vonandi betri en sá sem lýsti síðasta leik !!
Hjúkk .. ég var á vitlausum leik, var á Danmörk - Svíþjóð .. Ítalía - Búlgaría er á Sýn :o)
núna eru auglýsingar og ég bíð spennt hvort ég verði svo heppin að Arnar Björnsson eða Gaupi lýsi leiknum !!
HELV.. DJÖ..
Hvað er málið með Adolf Inga Erlingsson???... og Ríkharður Daðason meðonum... ég á ekki eitt einasta orð!!!
Það ætla ég að vona að einhver almennilegur íþróttafréttamaður verði að lýsa leiknum á eftir!!

laugardagur, júní 19, 2004

Sko.. ég verð að segja eitt!!
Ég var að horfa á Ítalía - Svíþjóð í gær og ég bara get ekki orða bundist!! Hvað heldur fréttamaðurinn að við konur séum!! Heldur hann virkilega að allar konur haldi með Ítalíu bara vegna þess að þeir eru svo "sætir".. Ég er brjáluð yfir því hvernig umræðan um þetta ítalska lið er.. afhverju geta þeir aldrei talað um þetta lið öðru vísi en hvað þeir séu nú sætir, hvað þeir séu góðir í að "leika" þegar það er brotið á þeim, hvað þeir spili leiðinlegan fótbolta, pakki bara í vörn osfrv..Þetta er gjörsamlega óþolandi, er maðurinn að segja mér það að hin liðin geri þetta ekki??? Hvað með Portúgal.. eða Spán.. er Figo ekki sætur.. eða Raul.. svo ekki sé minnst á
Beckham... hvað er eiginlega málið.. mér finnst þetta ítalska lið bara ekkert sætt .. nema kannski Buffon... og hvað er að því að pakka í vörn??? þeir gera það vel, þannig er þeirra leikur.. og með leikaraskapinn, COMMON.. gera hin liðin þetta ekki ??
Ég hélt að íþróttafréttamenn ættu vera óhlutdrægir.. og að halda því fram að konur horfi bara á fótbolta til að horfa á fallega karlmenn er ÓÞOLANDI.. Sumar konur gera það öruggega.. en ég meina hver nennir því.. maður sér þessa menn ekki í nærmynd nema bara brot af tímanum..
Á mínu heimili er það ÉG en ekki Palli sem verð að horfa á boltann og ÉG er búin að hlakka til í allan vetur eftir því að þessi keppni byrji.. Það er ÉG sem vil hafa SÝN til að geta horft á fótbolta..
Ég er brjáluð !!

Ef þið vitið það ekki þá held ég með Ítölum og hef gert í næstum 20 ár.. fór að halda með þeim aðþví að ég fílaði Walter Zenga .. og ekki var hann nú sætur..

Jæja.. þá er maður komin heim úr bústaðnum, höfðum það bara æðislegt.
Svona var þetta í megin atriðum
Laugardagur: gerðum við mest lítið nema að keyra á selfoss og kaupa í matinn og undirbúa okkur andlega undir fyrsta leikinn á EM. Svo horfðum við á leikinn og grilluðum og svona fleira næs.
Sunnudagur: Heiða og Pétur fóru heim, Ma&Pa, Elli, Hrafnhidur, Bjössi, Gisli og Sunna komu í heimsókn og fengu vöflur og strákarnir fóru í pottinn. Svo var horft á fótbolta. Palli fékk hita og var hundslappur alla helgina, loksins þegar maðurinn tekur sér frí í meira en einn dag...
Mánudagur: Palli ennþá smá slappur en hitalaus, Skoðuðum Geysi og Strokk. Ég vorkenni aumingja Geysi greyjinu,alveg fullt af fólki þarna en ekki einn nennti að skoða hann. Hann var bara þarna einn og yfirgefinn. Við skoðuðum hann að sjálfsögðu og töluðum heillengi við hann og gáfum honum smá pepptalk... Horfðum svo á ÍTALÍU gera jafntefli við Dani...
Þriðjudagur: Fórum og skoðuðum Gullfoss og lékum okkur heillengi þar, Skoðuðum líka Skálholt, alveg rosalega gaman að koma þangað því fyrir utan að geyma fallegustu altaristöflu í heimi, er svo rosalega mikil saga þarna, saga sem spannar amk 1000 ár! Og þegar maður er þarna og horfir yfir og hugsar um alla gömlu biskupana... svo heldur maður, afþví að maður er á þessari jörð í skitin 80 ár ca, að þetta snúist allt um mann sjálfan!! þvílík eigingirni.. Horfðum svo á Fótboltann að sjálfsögðu..
Miðvikudagur: Fórum á Þingvelli. Birkir var nú ekki í neinu stuði, vildi bara finna peningagjánna og helst týna upp úr henni en við píndum hann samt til að taka góðan göngutúr með okkur þar, en það var erfitt!! Horfðum svo á fótbolta!
Fimmtudagur: Loksins kom sól!! Vorum heima og Edda, Maggi og Rúna komu í heimsókn. Horfðum á fótbolta :)
Föstudagur: Tókum til og skiluðum bústaðnum. Fórum í sund á Selfossi og brunuðum svo heim til að ná leiknum, og Horfðum að sjálfsögðu á Fótboltann ;)

fimmtudagur, júní 10, 2004

Til hamingju með afmælið elsku besta mamma mín, sjáumst á morgun :)

miðvikudagur, júní 09, 2004

AHHHHH.. hvað það er gott að vera í fríi..
Var samt rosa dugleg í gær og fór í ræktina, er að súpa seyðið af því núna, komst varla fram úr rúminu í morgun fyrir harðsperrum.. frekar svona vont. Fór líka í sund með strákunum í gær og sleikti sólin, fékk sundbolafar og allt, svo grilluðum við þessar fínu átilboðiíbónusgrillsneiðar.. þær voru massa góðar með frönskum sallati og fetaosti jummíjummí..
Svo veit ég ekkert hvað ég ætla að gera í dag, kannski bara klára bókina mína eða eitthvað...
Svo er það bara bústaður ekkjámorgunnheldurhinn.. og fyrst ég er EKKI að fara að útskrifast þá er ekkiútskriftarveisla um helgina.. (helvanskstærðfrlegreiknirit)..og ég ætla að hafa það æði og vona að sem flestir úr fjölskyldunni láti sjá sig.. annars verður dagskráin í bústaðnum á þennan hátt sirka:
9.00-10.00: Vakna, klæða, bursta og borða
10.00-15.30: Göngutúr, bíltúr, sólbað, frissbí, vottever júneimitt.. semsagt fjör
15.30-16.00: Undirbúniningur fyrir EM fótboltaleik ( þ.e. draga fyrir glugga, ná í bjór osfrv )
16.00-16.45: Horfa á fótbolta, fyrri hálfleikur
16.45-17.00: Hálfleikur, græja matinn á grillið
17.00-18.00: Horfa á fótbolta, seinni hálfleikur
18.00-20.00: Grilla, borða og undirbúa fyrir næsta leik
20.00-20.45: Horfa á fótbolta, fyrri hálfleikur
20.45-21.00: Hálfleikur, græja pottinn
21.00-22.00: Horfa á fótbolta, seinni hálfleikur
22.00-???: fara í pottinn, drekka pottasafa, RÖKRÆÐA fótboltaleikina....
?????-9.00: sama dagskrá og fyrir daginn á undan...
ÞETTA VERÐUR BARA FRÁBÆRT :)

mánudagur, júní 07, 2004

Jæja, helgin búin, reyndar mætti halda að það væri ennþá helgi hjá mér, ligg bara í leti og les og hef það huggó.
Helgin er búin að vera rosa næs, laugardagurinn fór í videogláp, tölvufikt og lestur og í gær fengum við gesti, Hanna og fj kíkti í pönnsur, svo fórum við í bíó eins og sjá má hér, Harry Potter og fanginn frá azkaban.. góð mynd!!
Eiður var að breyta blogginu sínu, get ekki annað en dáðst að drengnum, hann er pottþéttur...
Bústaður eftir 4 daga.. GETEKKIBIÐIÐ...

föstudagur, júní 04, 2004

Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag.
Hún á afmæli hún HEIÐA,
Hún á afmæli í dag.

Hún er (uuuu...) 27 ára í dag,
hún er 27 ára í dag.
hún er 27 ára hún HEIÐA,
hún er 27 ára í dag.

Til hamingju með afmælið elsku Heiða mín, sendum þér knús og kossa heim í Hraunhólinn...

fimmtudagur, júní 03, 2004

Hellú..
komin heim frá hornafirði, er búin að vera að þrífa hjá mér íbúðina, er greinilega enn í þrifgírnum eftir fermingarundirbúninginn, sem er gott.. ekki veitir af að þrífa smá.. hefur ekki verið gert almennilega síðan.. jahh.. ég bara man ekki hvenær það var..
Var að passa Sunnu Kristínu í dag.. það var gaman, skólaslit hjá Strákunum á morgun.. og maður er bara í afslöppun .. ágætis tilbreyting... ætla að halda því áfram og horfa á lethal weapon 1 á eftir.. næs bara..