fimmtudagur, ágúst 25, 2005

ég vel íslenskt og þess vegna hef ég ákveðið að flytja bloggið mitt hingað tjékkitt

föstudagur, ágúst 19, 2005

jæja kannski spurning um að blogga smá, ekki að það gerist mikið, maður er bara í vinnunni og forritar eins og vindurinn, reyndar búið að vera hálfgert logn svona en það er allt í lagi svona einstöku sinnum...
Strákarnir bara búnir að vera heima, orðnir hálfleiðir á því að hanga svona og geta ekki beðið eftir því að skólinn byrji á mánudaginn..
Toggsterinn er væntanlegur heim á mánudag, verður ekkert smá gott að knúsa hann aðeins þessar fáu mínútur sem hann ætlar að stoppa hérna í hovedsteden.. skólinn víst líka að byrja hjá honum..
Palli er í vinnunni 16 tíma á sólarhring, svossem ekkert nýtt að frétta þar..
og nú að koma helgi, menningarnótt og spáð rigningu.. man sérstaklega vel eftir menningarnótt fyrir 4 árum, þegar Hrafnhildur og Bjössi giftu sig, við Heiða eins og útspítt hundskinn út um allan bæ, redda borðum, skreyta hótelherbergi og ég veit ekki hvað og hvað, "hálf" timbraðar eftir að hafa drukkið marga öllara kvöldið áður þegar við vorum að semja texta til að syngja í brúðkaupinu.. sérlega minnistæður þynnkuborgarinn sem við skelltum í okkur á methraða á meðan við horfðum á hlauparana í Reykjavíkurmaraþoninu hlaupa í rigningunni..
jámm.. þá var sko gaman..

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

There was an engineer, manager, and a programmer driving down a steep mountain road. The brakes failed and the car careened down the road out of control. Half way down the driver managed to stop the car by running it against the embankment narrowly avoiding careening off the cliff. They all got out, shaken by their narrow escape from death, but otherwise unharmed.
The manager said, "To fix this problem we need to organize a committee, have meetings, and through process of continuous improvement, develop a solution."
The engineer said, "No that would take too long, besides that method never worked before. I have my trusty pen knife here and will take apart the brake system, isolate the problem and correct it."
The programmer said, "I think your both wrong! I think we should all push the car back up the hill and see if it happens again."

eitthvað kannast maður nú við þetta ...

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

síðan ég byrjaði í vinnunni minni í október er ég búin að snúa borðinu mínu 3svar.. er semsagt búin að snúa tölvunni um 180° og borðinu og stólnum líka, sem er bara gott, það breytist alltaf smá útsýnið hjá manni þegar maður þarf að rótera.. núna sé ég út um gluggann, á skipin og smá í esjuna og svona..
Annars er nú mest lítið að frétta, bara vinna og svona... ma&pa&elli eru væntanleg í bæinn um helgina, þarf víst eitthvað að fata drenginn upp fyrir skólann.. ég þarf nú líklega líka að fata mína drengi eitthvað upp.. palli er alltaf í vinnunni langt fram á kvöld og strákarnir eru úti að leika sér öll kvöld.. það þýðir að ég sit ein og horfi á sjónvarpið.. mér finnst það skrítið.. ég kann ekki á þetta.. hef ekki verið svona ein á kvöldin síðan áður en ég kynntist palla og það eru að verða 12 ár síðan það var.. það er ekki nema von að maður sé ekki í æfingu..

mánudagur, ágúst 08, 2005

kominn mánudagur eftir alveg snilldar helgi..
Eiður hélt upp á afmælið sitt á Laugardaginn og mættu allir klæddir eins og rokkstjörnur, ég málaði strákinn í framan eins og Gene Simmons í Kiss og vakti það mikla lukku viðstaddra... flestir strákarnir mættu í þungarokksbolum með gaddaólar og ég veit ekki hvað og hvað.. rosa gaman
Sunnudagurinn fór svo í að klára Angels and Demons eftir Dan Brown.. alveg hreint massa bók..
Og í dag er það bara vinnan, ætla reyndar að hætta snemma og fara með strákana í klippingu, þeir eru orðinir eins og villimenn greyjin.. og elda svo jafnvel eitthvað gott.. svona ef ég nenni.. jájá..

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Bloggað úr símanum


Powered by Hexia
Hljómsveit "in the making.. "
Spenningurinn er gríðarlegur, þeir gátu ekki sofnað í gær, voru að ræða hvað bandið ætti að heita, held að það hafi ekki verið komin niðurstaða þegar þeir loks duttu útaf um hálf eitt í nótt.. en flottir eru þeir.. maður minn..

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Bloggað úr símanum


Fyrir nákvæmlega 11 árum kom hann Eiður Tjörvi í heiminn. Hér er hann med afmælisgjöfina, Fender bassa. Augljóslega sá flottasti í bransanum!
Til hamingju sæti...
Powered by Hexia