fimmtudagur, júlí 28, 2005

ég hef nú ekki haft hátt um það endilega, frekar en svossem aðrar mínar skoðanir, en ég er á móti virkjunarframkvæmdunum við Kárahnjúka. Þessvegna fannst mér ótrúlega skemmtilegt að lesa þessa grein sem er á ogmundur.is.. það er Helgi Seljan yngri sem skrifar.. hvet ykkur til að lesa, þó þetta sé soldið löng lesning.. og segja mér svo hvað ykkur finnst..

miðvikudagur, júlí 27, 2005

sumir eru heppnari en aðrir þegar kemur að veðri í sumarfríi..
þegar við vorum að túra vestfirði um daginn var frekar svona leiðilegt veður þannig.. hitinn var svona á bilinu 7-9 stig, skýjað, allt að því þoka stundum og stundum rigning, skíta gola alltaf hreint, held að það hafi verið sól í svona sirka 10 mínútur.. og það allra súrasta var þegar við vorum á Hólmavík, 6 stiga hiti og svo leit maður út á fjörðinn, blasti þá ekki við BORGARÍSJAKI.. ekki neinn smá klaki.. ég meina, brrrr... ég get ekki neitað því að ég hafi hugsað: hvað er ég eiginlega að gera hérna.. og það var júlí.. ekki mars.. sjitt hvað það var eitthvað kalt og kuldalegt.. En svo núna.. þegar ég er að vinna og ekki í fríi.. er þá ekki bara sól og sumar upp á hvern einasta dag.. og maður neyðist til að vinna í hádeginu til þess að komast fyrr heim..
Og eins og þetta sé ekki nóg.. þá eru BÁÐAR systur mínar að fara á U2 tónleika á Parken á Sunnudaginn en ekki ég!!
er nema von að maður spyrji - finnstykkurettahægt..????

mánudagur, júlí 25, 2005

Minn heittelskaði á afmæli í dag.. Til hamingju ástin mín

þriðjudagur, júlí 19, 2005

úff.. ekkert smá gott veður úti,..
Hitti Ester, Gunna og Gizzur í löns áðan, fórum á vitabar og fengum okkur sveittan borgara.. sem var alveg þokkalegur bara.. gaman að hitta þau, þau eru öll svo ótrúlega biluð að það hálfa væri nóg..
Ætla að fara á Hornafjörð núna á eftir, er ekki að nenna að vinna þessa dagana.. loksins komið sumar í höfuðborginni og þá fer ég austur.. tek strákana meðmér og skil þá svo eftir í viku.. verður næs, pabbi ætlar að elda handa mér gúllassss.. fátt sem toppar það, nema kannski þá gúllasið hennar ömmu minnar..
kem aftur á laugardaginn...

mánudagur, júlí 18, 2005

já.. fótboltamótið.. Við mættum niðrí Þrótt hálf níu á föstudagsmorgni. Veðrið var kalt, vindur og engin sól, ég svossem vissi það að það er aldrei gott veður þegar maður fer á skagann á fótboltamót og var því búin að fjárfesta í þessum fína pollagalla.. Við Birkir hittum liðið okkar, ég var fararstjóri í liðinu hans ásamt einum öðrum kalli sem reyndist svo vera giftur frænku minni þannig að það var bara svona líka skemmtilegt. Alls sendi Þróttur 6 átta stráka lið á þetta mót og við vorum semsagt ábyrg fyrir því liði sem Birkir spilaði með.Þegar við komum upp á Skaga fórum við í það að smala liðinu saman og öllum farangrinum, sem var smá maus því þessir litlu 7-8 ára guttar voru ekki allir alveg að ráða við það að halda á dýnu, svefnpoka og tösku inn í skólann sem við gistum í en að sjálfsögðu reddaðist þetta allt saman og allir fundu sitt. Svo röðuðum við okkur niður í skólastofunni sem Þróttur fékk og þekk það bara vel. Þá var klukkan orðin svona hálf ellefu og næst á dagskránni var að græja liðið í skrúðgöngu sem við áttum að vera mætt í klukkan 11. Þegar hér var komið við sögu var komið slagveður á skaganum þannig að allir skelltu sér í regnföt og húfur og aðra tilheyrandi fylgihluti, náðum okkur í stórann Þróttarafána, stilltum okkur upp í röð og örkuðum svo öll af stað þangað sem skrúðgangan átti að byrja.. reyndist það vera eitthversstaðar lengst inn í bæ (einhverjir sögðu að það hefði ekki verið hægt að fara lengra nema fara út fyrir þorpið..). Planið átti að vera þannig að einn af strákunum átti að halda á fánanum, sem hefði sjálfsagt verið í lagi ef það hefði verið betra veður, en strákarnir fuku bara með fánanum þannig að ég hékk bara í fánanum líka... Allavega.. skemmst er frá því að segja að við vorum eitthvað sein (sko öll Þróttaraliðin, ekki bara mitt..) þannig að við mættum skrúðgöngunni og bara tróðum okkur inn í hana.. ótrúlega snjöll.. síðan arkaði skrúðgangan niður á völl og þar var víst haldin einhver ræða sem við heyrðum ekkert í og þarna stóðum við í brjáluðu roki og enn meiri rigningu að reyna að útskýra fyrir strákagreyjunum afhverju við mættum ekki fara inn.. en loks tók þetta enda eftir hálftíma stand og við flúðum inn í skólann... Okkar lið átti ekki að spila fyrr en klukkan 4 þannig að við biðum bara "róleg", horfðum á vídeo, lásum í Syrpunum okkar og svona.. svo varð klukkan loks 4 og við spiluðum þá 3 leiki .. sem töpuðust.. svo skelltum við okkur bara í kvöldmat og strákarnir allir komnir í pokana sína um 9 leitið.Á laugardagsmorguninn voru strákarnir ræstir kl 7 því fyrsti leikurinn átti að vera kl 9.. þá spiluðum við 4 leiki, töpuðum fystu tveimur, næst var jafntefli og svo unnum við þann síðasta og það reddaði mótinu algjörlega.. mínir menn voru ekkert smá sælir með sig.. svo drifum við okkur í hádegismat og þaðan í sund. Svo var bara kvöldmatur kl 5 og kvöldvaka kl 7 þar sem ávaxtakarfan var, einhver jójómeistari, reipitogskeppni sem Birkir tók þátt í ásamt öðrum 4 sterkum Þrótturum og komust þeir í undanúrslit.. allir svo sofnaðir um 9Á Sunnudaginn var líka ræst kl 7 og leikur kl 9 við víking sem við unnum JIBBÍ .. svo mótslok, verðlaunaafhending, við fengum bæði medalíur (fyrsta fótboltamedalían mín.. hehe). Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt fótboltaferðalag, drulluerfitt en rosalega gaman.. Birkir minn stóð sig eins og hetja, spilaði bæði í marki og úti, stóð sig alveg sérstaklega vel í markinu, varði hvert skotið á fætur öðru, enda með rosa góða markmannshanska og í flottri þróttara-markmannstreyju.. hehe.. hann var ekkert smá sæll með þetta alltsaman.. og ég.. ekkert smá sæl með að vera orðin fótboltamamma.. það á nú vel við mína hehehe..
LIFI ÞRÓTTUR

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Jæja.. fríið búið í bili, skelltum okkur í útilegu á Vestfirði, lögðum af stað á Laugardeginum og tjölduðum á Stykkishólmi í blíðskaparverðri, sól og allt.. vöknuðum svo spræk á Sunnudeginum, byrjuðum á því að skoða hólminn og svona að ákveða hvert skildi farið næst. Héldum fjölskyldufund í bensínsjoppu í hólminum og þar sem við sátum þar og átum pylsu, birtust Svenni frændi og Sif með alla fjölskylduna, þau voru á norðurleið eftir ættarmót, rosa gaman að sjá framan í þau.. fjölskyldufundinum lauk með því að við ákváðum að keyra fyrir Breiðafjörðinn í átt að Patreksfirði.. sem við og gerðum, í rigningu, roki og á malarvegi.. ansi hreint hressandi, Birkir gerði "númer tvö" á öllum sjoppum á leiðinni held ég bara.. þegar við vorum lennt á Patró vorum við ekki alveg í stuði til þess að tjalda í rokinu og rigningunni þannig að við skelltum okkur á bændagistingu í Breiðuvík sem er á hjara veraldar alveg við Látrabjarg.. þar næst ekki sjónvarp og bara hægt að hlusta á útvarp á langbylgju.. og náttúrulega ekkert gsm samband.. ekki netsamband nema í gegn úm 56k módem.. semsagt erfiður staður fyrir tölvunörda eins og okkur.. en alllllavega.. gistum þar og eyddum svo mánudeginum í það að skoða safnið á Hnjóti, þar sem amma hans Palla og Maggi pabbi hans,áttu heima (ekki í safninu hehe heldur á Hnjóti) og Palli var í sveit þegar hann var lítill.. Kíktum á Látrabjargið í svoleiðis hífandi roki að við héldum í strákana svo þeir fykju ekki frammaf.. Ákváðum svo að tjalda á Tálknafirði, þar er frábær aðstaða á tjaldstæðinu, hægt að þvo þvott, þurrka, aðgangur að eldhúsi og ég veit ekki hvað og hvað.. þar hittum við Söndru, frænku hans Palla, Bigga kærastann hennar og Hörpu dóttur Bigga.. rosa gaman að hitta þau, höfum ekki séð Söndru síðan sautjánhundruðogsúrkál.. Á þriðjudagsmorgun keyrðum við í rólegheitunum "vestur" á Ísafjörð, skoðuðum alla bæi á leiðinni, Bíldudal, Þingeyri og Flateyri, skoðuðum snjóflóðgarðana á Flateyri.. af þessum bæjum þótti mér fallegast á Tálknafirði og Flateyri.. hinir bæirnir voru í hálfgerðri niðurnýslu, æhj.. maður sá einhvernvegin að það ríkir hálfgert volæði þarna, en ekki á Tálknafirði og Flateyri... þar var búið að planta stjúpum og svona.. smá svona "gleði".. æhj það er í lagi að taka til þó að það sé allt í volli.. en allavega.. við komumst á Ísafjörð og tjölduðum þar á flottu tjaldstæði með læk og fossi og öllu tilheyrandi sem vakti að sjálfsögðu mikla lukku hjá strákunum.. um kvöldið kíktum við svo á Bolungarvík.. svo á Miðvikudag keyrðum við sem leið lá til Hólmavíkur, komum við í Súðavík, þar sem amma Rúna og Palli afi áttu heima og Edda amma fæddist, fundum staðinn sem Beggabær var og skoðuðum mjög fallegt minnismerki um þá sem dóu í snjóflóðinu, ég fékk náttúrulega kökk í hálsinn og tár í augun, alveg ótrúlega fallegt minnismerki.. þegar við komum svo til Hólmavíkur var alveg heil 6 stiga kuldi en við náttúrulega hraustmenni mikil og skelltum upp tjaldinu, tók ekki nema c.a. 20 mínútur að tjalda.. enda orðin annnsi sjóuð í þeim bransanum. Á Hólmavík hittum við Viktoríu Rán frænku Eydísar Eiriks.. kíktum á galdrasafnið sem okkur fannst frekar svona draugalegt og strákarnir mínir þrír fóru að veiða, skemmst er að segja frá því að þeir urðu ekki einu sinni varir við fisk, sem var kannski eins gott því ég var ekki alveg að sjá hvað við ættum að gera við aflann ef við myndum veiða eitthvað - ekki get ég "slægt" eða hvað þetta nú heitir, svona fiska.. fórum svo að sofa og ég vaknaði við brjálæðislegan hávaða um miðja nótt, var ekki alveg að fatta hvað þetta var enda ekki þekkt fyrir öflugan fattara, en eftir smá stund fattaði ég að þetta var rigning.. alveg heljarinnar demba, en tjaldið fína hélt okkur að sjálfsögðu þurrum. Svo um morguninn var vaknað snemma, tjaldið tekið niður, sundlaugin prófuð og svo var brunað heim á leið.. Svo á föstudagsmorgun vöknuðum við snemma og við Birkir skelltum okkur á fótboltamót.. sagan af því kemur kannski á morgun ef ég er í stuði..

sunnudagur, júlí 10, 2005

Bloggað úr símanum


Lifi ÞRÓTTUR!!!
Powered by Hexia

föstudagur, júlí 08, 2005

Bloggað úr símanum


Við birkir erum á skagamóti. Að venju er hér rok og rigning... Hér sitja þreyttir fótboltakappar og horfa á sjónvarpið eftir erfiðan dag.
Powered by Hexia

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Bloggað úr símanum


Flottir ferðalangar í fína tjaldinu okkar á Ísafirði.
Powered by Hexia