miðvikudagur, júlí 13, 2005

Jæja.. fríið búið í bili, skelltum okkur í útilegu á Vestfirði, lögðum af stað á Laugardeginum og tjölduðum á Stykkishólmi í blíðskaparverðri, sól og allt.. vöknuðum svo spræk á Sunnudeginum, byrjuðum á því að skoða hólminn og svona að ákveða hvert skildi farið næst. Héldum fjölskyldufund í bensínsjoppu í hólminum og þar sem við sátum þar og átum pylsu, birtust Svenni frændi og Sif með alla fjölskylduna, þau voru á norðurleið eftir ættarmót, rosa gaman að sjá framan í þau.. fjölskyldufundinum lauk með því að við ákváðum að keyra fyrir Breiðafjörðinn í átt að Patreksfirði.. sem við og gerðum, í rigningu, roki og á malarvegi.. ansi hreint hressandi, Birkir gerði "númer tvö" á öllum sjoppum á leiðinni held ég bara.. þegar við vorum lennt á Patró vorum við ekki alveg í stuði til þess að tjalda í rokinu og rigningunni þannig að við skelltum okkur á bændagistingu í Breiðuvík sem er á hjara veraldar alveg við Látrabjarg.. þar næst ekki sjónvarp og bara hægt að hlusta á útvarp á langbylgju.. og náttúrulega ekkert gsm samband.. ekki netsamband nema í gegn úm 56k módem.. semsagt erfiður staður fyrir tölvunörda eins og okkur.. en alllllavega.. gistum þar og eyddum svo mánudeginum í það að skoða safnið á Hnjóti, þar sem amma hans Palla og Maggi pabbi hans,áttu heima (ekki í safninu hehe heldur á Hnjóti) og Palli var í sveit þegar hann var lítill.. Kíktum á Látrabjargið í svoleiðis hífandi roki að við héldum í strákana svo þeir fykju ekki frammaf.. Ákváðum svo að tjalda á Tálknafirði, þar er frábær aðstaða á tjaldstæðinu, hægt að þvo þvott, þurrka, aðgangur að eldhúsi og ég veit ekki hvað og hvað.. þar hittum við Söndru, frænku hans Palla, Bigga kærastann hennar og Hörpu dóttur Bigga.. rosa gaman að hitta þau, höfum ekki séð Söndru síðan sautjánhundruðogsúrkál.. Á þriðjudagsmorgun keyrðum við í rólegheitunum "vestur" á Ísafjörð, skoðuðum alla bæi á leiðinni, Bíldudal, Þingeyri og Flateyri, skoðuðum snjóflóðgarðana á Flateyri.. af þessum bæjum þótti mér fallegast á Tálknafirði og Flateyri.. hinir bæirnir voru í hálfgerðri niðurnýslu, æhj.. maður sá einhvernvegin að það ríkir hálfgert volæði þarna, en ekki á Tálknafirði og Flateyri... þar var búið að planta stjúpum og svona.. smá svona "gleði".. æhj það er í lagi að taka til þó að það sé allt í volli.. en allavega.. við komumst á Ísafjörð og tjölduðum þar á flottu tjaldstæði með læk og fossi og öllu tilheyrandi sem vakti að sjálfsögðu mikla lukku hjá strákunum.. um kvöldið kíktum við svo á Bolungarvík.. svo á Miðvikudag keyrðum við sem leið lá til Hólmavíkur, komum við í Súðavík, þar sem amma Rúna og Palli afi áttu heima og Edda amma fæddist, fundum staðinn sem Beggabær var og skoðuðum mjög fallegt minnismerki um þá sem dóu í snjóflóðinu, ég fékk náttúrulega kökk í hálsinn og tár í augun, alveg ótrúlega fallegt minnismerki.. þegar við komum svo til Hólmavíkur var alveg heil 6 stiga kuldi en við náttúrulega hraustmenni mikil og skelltum upp tjaldinu, tók ekki nema c.a. 20 mínútur að tjalda.. enda orðin annnsi sjóuð í þeim bransanum. Á Hólmavík hittum við Viktoríu Rán frænku Eydísar Eiriks.. kíktum á galdrasafnið sem okkur fannst frekar svona draugalegt og strákarnir mínir þrír fóru að veiða, skemmst er að segja frá því að þeir urðu ekki einu sinni varir við fisk, sem var kannski eins gott því ég var ekki alveg að sjá hvað við ættum að gera við aflann ef við myndum veiða eitthvað - ekki get ég "slægt" eða hvað þetta nú heitir, svona fiska.. fórum svo að sofa og ég vaknaði við brjálæðislegan hávaða um miðja nótt, var ekki alveg að fatta hvað þetta var enda ekki þekkt fyrir öflugan fattara, en eftir smá stund fattaði ég að þetta var rigning.. alveg heljarinnar demba, en tjaldið fína hélt okkur að sjálfsögðu þurrum. Svo um morguninn var vaknað snemma, tjaldið tekið niður, sundlaugin prófuð og svo var brunað heim á leið.. Svo á föstudagsmorgun vöknuðum við snemma og við Birkir skelltum okkur á fótboltamót.. sagan af því kemur kannski á morgun ef ég er í stuði..