mánudagur, júní 20, 2005

löhhhöngu kominn tími á að henda einhverju hérna inn.. er búin að vera hálf slöpp eitthvað, með endalausann hausverk og tóm leiðindi.. hafði það nú samt bara gott um helgina, fór að sjálfsögðu niðrí bæ á sautjándajúní, verð nú bara að segja að þetta var ansi merkilegur sautjándijúní, var í fyrsta skipti í 10 ár ekki með risagasblöðru í hendinni, strákarnir orðnir svo stórir að þeir vildu ekki gasblöðru, þurfti heldur ekki að standa í neinni hoppukastalabiðröð, heldur gat bara sleikt sólina á meðan strákarnir stóðu í biðröð.. og já sólina.. það var sko sól og ég bara hreinlega man ekki eftir svona góðu veðri á sautjándajúní í mörgmörgmörg ár.. fór heldur ekki í skrúðgöngu.. semsagt mjög merkilegur sautjándijúní..
Fór svo í loftkastalann á Superstar á laugardaginn og það var geggjað, ótrúlega duglegir krakkar þar á ferð og pabbi minn náttúrulega langflottastur, það þarf nú varla að taka það fram...
Sunnudagurinn leið í leti, skoðuðum helluborð og fórum svo í kaffiboð á meistarvellina..
Strákarnir mínir þrír fóru á völlinn á fimmtudag og sáu Þrótt taka eyjamennina 4 - 0 .. og lýsi ég hér með ánægju minni með það .. vonandi að Þróttararnir séu nú komnir á sigurbraut og láti ekki staðar numið og vinni svo KR-ingana á fimmtudaginn (eins gott að segja þetta bara hljóðlega..)
Annars þá styttist óðum í DURAN DURAN tónleikana.. er bara orðin ansi spennt .. hitti einmitt Döddu, Eydísi S og Steina, öll í sitthvoru lagi, bara núna um helgina og allir orðnir rosa spenntir og ekki spillir fyrir að maður græðir kannski bara partý út úr þessu í kaupbæti.. það er ekki verra .. svo þegar tónleikarnir eru búnir tekur við sumarfrí til 11. júlí... sem minnir mig á það að ef einhver sem les þetta veit um tjald til sölu fyrir mig og mína fjölskyldu þá má hinn sami gefa sig fram.. er meira að segja til í að borga smá fyrir það.. en þá þarf það líka að vera flott!!!
LIFI ÞRÓTTUR...