þriðjudagur, maí 31, 2005

Jæja þá er maður mættur í vinnuna eina ferðina enn..
búið að vera ansi erilsamt þessa undanfarna daga, Gísli og Sunna eru búin að vera hjá mér síðan á miðvikudag og ég get ekki neitað því að það örlar aðeins fyrir stressi á morgnanna þegar ég er að hafa allt liðið til í skóla og leikskóla en við erum komin með ágætis rútínu á þetta, hún ætti að vera orðin vel smurð þegar Hrafnhildur og Bjössi koma heim..
Ég er alveg farin að þrá það að komast í smá frí.. þó það væri ekki nema bara til þess að klára bókina mína og þrífa bílinn minn að innan.. í bara smá frí.. kannski útilegu og gott veður og göngutúra.. liggja í sólinni... ahh það væri næs..
En það sem ég ætlaði að segja en ekki þegja..
Hann Elías Tjörvi, stóri litli bróðir minn, sem er fyrir löngu vaxinn mér yfir höfuð, er hvorki meira né minna en 15 ára í dag.. Til hamingju með það sæti, sendi þér kossa og knús heim í fjörðinn fagra..