fimmtudagur, maí 26, 2005

Þokkalega magnaður leikur í gær.. svei mér þá ef maður er ekki bara búinn að finna poolarann í sér, enda fer rauður litur mér alveg hreint sérlega vel.. fór reyndar um mig smá hamingja þegar minn maður Maldini skoraði á fyrstu mínútu en svo átti Liverpool hjarta mitt allar hinar 119 mínúturnar og svo ekki sé talað um vítaspyrnukeppnina... maður lifandi.. svona eiga fótboltaleikir að vera..
En þá að öðru.. núna er Toggster á leiðinni til Belgíu í faðm sinnar heittelskuðu og ætlar að vera þar í sumar, Mamma og Pabbi eru í Köben á einhverju kennaraveseni og Hrafnhildur og Bjössi eru á leiðinni til Ítalíu as we speak, Hrafnhildur var búin að plana þessa ferð án þess að eiginmaðurinn vissi neitt, hann fékk að vita í gær að hann væri að fara til útlanda en vissi ekki hvert og fékk ekkert að vita fyrr en hann þurfti að tékka sig í flugið í morgun.. þar ætla þau að vera í kærustuparaleik í heila viku og Gísli og Sunna hjá mér á meðan.. var soldið fjör í morgun að koma þeim og mínum strákum í skólann og leikskólann en það hafðist.. doldið fyndið að vera með helmingi fleiri börn.. t.d. bara heljarinnar uppvask eftir morgunmatinn hehe.. en þetta eru yndisleg börn og bara gaman að hafa þau.. maður getur ekki kvartað yfir lognmollu á meðan..
En nú er það vinnan..