þriðjudagur, maí 17, 2005

hellú..
Þá er hvítasunnan að baki og engir skemmtilegir frídagar til að hlakka til nema náttúrulega 17.júní og það vill svo skemmtilega til að það er föstudagur þannig að maður græðir alveg langa helgi út úr því.. ég elska langar helgar..
Er enn að javast í vinnunni, vonandi er þetta samt bráðum búið.. ekki það að þetta er búið að vera smá tsjallens að rifja upp allt þetta java dót..
Ma&Pa komu óvænt í bæinn í morgun, pabbi fór á einhvern fund fram að hádegi og svo buðu þau mér á Sólon í hádeginu, fékk mér ógó gott pasta með parmaskinku og einhverju dóti .. geggjað..
og nú er ég bara í vinnunni og er að skrifa einhverja javascriptir.. sem er gott..
En hápunktur dagsins í dag er að sjálfsögðu sá að hann Björn Gíslason, mágur minn og kollegi var að kynna B.Sc verkefnið sitt í morgun og er námi hans í HR því lokið!!.. Til hamingju Bjössi minn, það veit Guð að ég samgleðst þér alveg innilega..