mánudagur, júní 06, 2005

jæja.. er ekki kominn tími á smá blogg.. tjahh þaðheldég..
Massa fín helgi að baki, föstudagurinn leið í miklum rólegheitum, svo kom laugardagurinn með sól og blíðu og ég dreif mig út að þrífa bílinn, alveg kominn tími á það fyrir löngu, pússaði og bónaði og allur pakkinn.. og er bíllinn alveg spikkogspan eftir með(í)ferðina.. eftir það rennt í breiðholtið í afmæliskaffi hjá Heiðu litlu systur.. fengum súkkulaðiköku, rjóma og jarðarber og ostaköku (sljúrb).. Hún varð 28 ára þesselska.. til hamingju með það dúllan mín... eftir allt átið var bara lagst í leti og mín sofnuð í sófanum um 9 leitið, alveg búin áðí eftir allt bónið..
Á sunnudaginn skelltum við familían okkur á Þingvelli, hlupum upp og niður Almannagjá og borðuðum nesti, sáum mink og hlustuðum á fiðluleik.. fórum svo á Selfoss, keyptum í matinn og brunuðum heim, bökuðum pizzu og átum á okkur gat!!
svo í morgun fór ég í ræktina.. legg nú ekki meira á ykkur.. þvílíkur dugggggggnaðurmaður..
Svo er elli skrítni kominn til að fara á Járnfrúartónleikana.. verði honum að góðu..
svo er komin rigning.. sem er gott..
þangað til næst..