miðvikudagur, júní 08, 2005

Ég held ég sé eitthvað skrítin. Suma daga vakna ég, alveg hreint að springa úr tilhlökkun yfir jahh.. bara öllu, að það sé komið sumar, að þetta eða hitt sé að fara að gerast og svona.. og svo aðra daga vakna ég með hnút í maganum yfir hreinlega öllu.. er þetta eðlilegt?? maður spyr sig..
Strákarnir mínir fengu vitnisburðinn sinn í gær og er skemmst frá því að segja að börnin mín eru hreinlega snillingar! Birkir var með "mjög gott" (sem er best) í næstum því öllu og "gott" (sem er næstbest) í hinu og Eiður var með einkunnir á bilinu 7.5 og upp í 10, fékk reyndar 6,5 í stafsetningu .. ég man nú þegar ég var í MR og Jón Gúmm las upp stafsetningarverkefnin "ýmsu væri að kynja þótt ýmsum hyggnum og lífsreyndum mönnum,sem ólust upp við nýtni og hagsýni, brygði í brún .. " osfrv.. ég get ekki enn skrifað þetta villulaust, þá var gefið í mínusstigum ef villurnar voru fleiri en 20 og ég man hamingjuna þegar maður fékk 0 en ekki -10 eða eitthvað.. en semsagt strákarnir eru snillingar og ég er ótrúlega montin af þeim!!!
Elli skrítni fór á Iron Maiden tónleikan í gær og hann var svo ánægður þegar hann kom heim af tónleikunum að hann skoppaði um allt eins og skopparakringla.. þetta var víst BARA FRÁBÆRT!!
En núna er ég að fara í löns með stelpunum úr HR.. íha..