þriðjudagur, desember 28, 2004

Hæbb..
ohh, vildi að það væri í lögum að allir ættu rétt á jólafríi alveg frá Þorláksmessu til 3. jan.. þá væru alveg margir dagar sem maður gæti haft það næs...
Annars var ég að fatta eitt.. Janúar verður frekar bissí svona.. útskrift 15. jan og svo verður stubburinn minn 8 ára þann 26. jan.. hann er búinn að tilkynna mér það að hann ætli að halda tvær afmælisveislur, eina fyrir vinina og eina fyrir fjölskylduna.. ég var nú eitthvað að malda í móinn og vildi hafa báðar veislurnar á sama degi, en hann vildi það sko ekki.. tvær veislur, tvo daga, ein veisla á dag.. æhj..þetta fer einhvernveginn..
ég verð nú samt bara hálfþreytt við tilhugsunina um allan þennan undirbúning sem fylgir alltaf þessum veislum..

En.. er að hugsa um að skella mér bara til mömmu og pabba um áramótin.. loksins, loksins því eftir að hafa eytt síðustu tveimur áramótum hér í Reykjavíkinni þá er ég búin að komast að því að það er hvergi betra að vera en í Hraunhólnum á áramótunum, kveikja í brennunni, borða slummu og ohh.. hvað það verður bara æði.. Dadda og Binni verða meira að segja fyrir austan svo maður fær kannski áramótavindlakoss frá Ásmundi eins og í gamla daga...

föstudagur, desember 24, 2004

Etið, drekk og ver glaðr....
Gleðileg jól allir saman...
kveðja
Kolbrún Halldórsdóttir.. fokkings tölvunarfræðingur !!!! óje..

mánudagur, desember 20, 2004

Góða kvöldið..
það er Kolbrún Halldórsdóttir TÖLVUNARFRÆÐINGUR sem talar..
loksins..
loksins..

fimmtudagur, desember 16, 2004

ómg.. bara vika til jóla.. og ég á eftir að gera ALLT!!
en mér er nú bara alveg nokksama.. hlusta bara á U2 og þá verður allt í lagi.. jólin koma hvort sem ég er búin að gera ALLT eða ekki.. svo er líka alveg spurning hvað þetta ALLT sé.. er það ekki bara eitthvað sem hver ákveður fyrir sig.. ég ætla allavega að hafa það þannig..
er í vinnunni.. er svona að spá hvort villan í kóðanum mínum hverfi ef ég læt hana bíða nógu lengi, hvort hún gefist ekki bara upp og hverfi.. mikið væri það nú ansi þægilegt....

miðvikudagur, desember 15, 2004

Búin að fá 2 jólagjafir.... keyptum okkur nýjan bakarofn í jólagjöf.. gamli ofninn( sem btw er búinn að vera í notkun síðan 1966) var orðinn að svona Express ofni, hitnaði endalaust þannig að það var bara hægt að hraðsteikja í honum..... og svo gaf ég sjálfri mér Rattle and Hum á DVD í gær.. ég er svo undirlögð af U2 þessa dagana að ég veit ekki hvað.. og ef mér tekst að gleyma U2 þá tekur Ný dönsk við......... það er holur innan hausinn á mér nú....

þriðjudagur, desember 14, 2004

Jess.. Náði viðskiptalögfræði..

mánudagur, desember 13, 2004

Held ég sé komin með þráhyggju.. U2 þráhyggju.. ég er gjörsamlega með U2 á heilanum, hlusta á U2, horfi á U2 og hugsa U2 allan liðlangan daginn... spurning hvort ég get haldið jól fyrir þessu..

laugardagur, desember 11, 2004

ómg.. sjáiði þetta.. verðið að hafa itunes samt .. held ég.. Heiða.... Larry maður.. ómg..

föstudagur, desember 10, 2004

Vá.. þegar maður er búinn að hlusta á heilar 5 mínútur af Smoke on the water og More than words þar á undan án þess að taka eftir því.. þá hlýtur að vera gaman í vinnunni!!!

þriðjudagur, desember 07, 2004

Hæbb..
datt í hug að blogga smá.. kominn þriðjudagur og vikan að verða búin... mér finnst alltaf bara mánudagur vera vikan... hitt er alltaf einhvernvegin restin af vikunni.. sem er bara gott því að þegar er kominn þriðjudagur þá fer alllveg að koma helgi, eða svona næstum því..
Síðasta helgi var með eindæmum fín...jahh ég ætti kannski fyrst að tala um vikuna þar á undan.. hún fór bara í huuundleiðinlegan próflestur og svo próf á miðvikudag og föstudag og maður bara krossar puttana og vonar það besta.. ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar, bitur reynsla hefur kennt mér að það er svo sannarlega ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið... hvernig er annars hægt að súpa kál?.. er ekki frá því að nýji U2 diskurinn hafi bjargað geðheilsu minni í þessum próflestri, í hvert skipti sem ég var alveg að missaða og það að missaða var orðið rosa þægileg tilhusun bara, þá setti ég bara U2 á eyrun og um leið sá fann ég mikilvægi þess að missaða ekki heldur haldaðí þó það væri ekki nema til þess að geta hlustað áfram á U2 af viti.. Allavega.. tók seinna prófið á föstudaginn, fór svo með Gunna á jahh.. ef þetta væru ekki síðustu prófin okkar beggja í þessum skóla þá mundi ég segja í hefðbundinn próflokakaffibolla í kringlunni og það var rosa fínt, svo fór ég bara í vinnuna.. rétt svona til þess að fara heim aftur því mæting í kokteilboð hjá Hauki kl 6 og svo Viðey kl 8.. þetta hafðist allt saman og við komum heim um 1 leytið með stútfulla vömbina af jólamat og rauðvíni og ekki var það neitt slæmt skal ég segja ykkur!!! Á laugardaginn var svo skellt í piparkökudeig.. reyndar tvö því fyrra misheppnaðist aðeins.. og haldið til Hrafnhildar og co að baka.. það var rosa gaman og Sunna sæta fílaði sig í botn með kökukeflið. Sunnudagurinn fór í árlegt systkinaaðventusúkkulaði og bollur sem að þessu sinni voru vöfflur því bakarofninn minn er með einhver leiðindi... en það var ekkert verra, ég nefninlega í staðinn fyrir að kaupa nýjann ofn, skellti mér að þetta fína Melissa exclusive vöfflujárn og það er svo hrikalega öflugt að degið bakast næstum því í skálinni áður en maður setur það í vöfflujárnið.. ótrúlega magnað vöfflujárn.. allir mættu nema Björninn, hann er í aðventunámskeiði í skólanum.. greyjið..
Gærdagurinn fór svo bara í það að vinna og þvo.. já reyndar var gærdagurin svolítið merkilegur fyrir þær sakir að eldri sonur minn fór á sitt fyrsta diskótek!! takk fyrir kærlega.. ómg hvað ég man vel eftir mínu fyrsta diskóteki.. og þegar allir fóru að vanga í lokinn.. ómg.. ómg.. og Eiður bara farinn að fara á diskótek.. andvarp..
Og nú er þriðjudagur og "bara alveg að koma helgi aftur "..