þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Jahh... haldiðekki að stelpan sé búin að græja kommentadótið...
Annars er lífið bara ísígóinng... var að passa Guðrúnu skvísu, hún svaf reyndar mest allan í rokinu á svölunum hjá mér..
Palli er búinn að vera heima eftir hádegi í dag og í gær.... sem er bara frábært.. mér langar ótrúlega í myndavél.. Heiða var að fá sér myndavél og ég er ótrúlega abbó..
Svo er bara komið myrkur á daginn.. eða allavega miðað við það sem hefur verið, maður er bara í kerta og kakó stemmingu, mér finnst það reyndar einum of snemmt, september ekki einu sinni byrjaður..
Svo átti Tómas Orri afmæli í gær.. orðinn eins árs .. enginn smá töffari og við hér á kleppsveginum óskum honum og Möttu og Hjálmari að sjálfsögðu til hamingju með það..
Annars er ég bara hress sko.. allt komið á fullt í skólanum hjá strákunum og Eiður var ótrúlega hress þegar hann kom heim.. hann átti sko að læra heima í ensku... jessssss....
Birkir er búinn að gleyma peysunni sinni einu sinni í skólanum síðan skólinn byrjaði og allt að verða hefðbundið bara.. eina sem vantar núna er VINNA HANDA MÉR og ég skil ekkert eftir hverju vinnuveitendur þarna úti eru eiginlega að bíða.. ha .. EFTIR HVERJU ERUÐI EIGINLEGA AÐ BÍÐA.. fyrstur kemur, fyrstur fær.. komaso.... einntveirognúhhhh.....

Haloscan commenting and trackback have been added to this blog.

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Jæja.. ekki veit ég á hvað þetta veit.. (!! eitthvað er þetta nú skrítið)...
ekki nóg með það að ég hafi heimsótt hana Ingunni áðan heldur gerðust þau undur og stórmerki í morgun að ég fór í RÆKTINA!!!!.. Ég legg nú ekki meira á ykkur..
er svo að fara að passa sunnu sætu á eftir ..
og svo á morgun, löns með Stellu og skólinn !! glúbb....
og á föstudag.. skólinn kl 8 og HR stelpna hittingur um kvöldið .. og jafnvel vísó...
brjálað að gera bara...

mánudagur, ágúst 23, 2004

Jæja þá er skólinn byrjaður..
fór með strákana á skólasetningu í morgun, Eiður átti að mæta kl 10 og Birkir kl 11.. og ég þurfti að vekja liðið..
ég sjálf er búin að fara mína hefðbundnu hringi með það hvað ég á að velja.. var búin að velja tvö fög en svo eru þau kennd á sama tíma þannig að ég þarf að velja eitthvað nýtt í staðin fyrir annað þeirra.. og ég er bara ekki að geta valið.. endar örugglega með því að .. jahh ég bara veit ekki hvernig en ég verð að fara að ákveða mig, skólinn er nebbla byrjaður! og ég þarf að velja til að vita hvenær ég á að mæta.. það er nú hálf glatað að vera bara í tveimur fögum, ekkert að vinna og mæta neitt nema í þessi tvö fög....og mæta svo ekki ..
en ómg.. hvað ég verð HIMINLIFANDI þegar ég er búin með þessa blessuðu tölvunarfræði og get farið að snúa mér að einhverju öðru.. ekki að tölvunarfræði sé neitt leiðinleg, bara....

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

jáh.. og ég gleymdi því nottla..
við unnum líka slóvena í gær, úff... þokkalega glæsilegt, markið hans Guðjóns Vals þar sem hann snéri boltann framhjá markverðinum.. og markið hans Rúnars, ha.. flott maður, enda er Rúnar minn maður..
ómg.... þetta var bara æðislegur leikur..
fórum í gær og vorum komin í dalinn um kl 6 og plöntuðum okkur hægra megin aftan við markið þar sem ítalir byrjuðu... gat því horft á rassinn á Buffon lengi lengi.. rassinn var reyndar mjórri og pervisnari heldur en ég hefði kosið en samt.. allavega... þetta var ótrúlegt, ég þurfti alveg að klípa mig oft, bara til þess að trúa því að ég væri að horfa á þessa menn.. ítalska liðið hitaði upp akkúrat á því horni vallarins þar sem við stóðum og það var bara alls ekkert leiðinlegt að horfa á þá hita upp... ég verð bara að segja það... og EKKI AF ÞVÍ AÐ ÞEIR ERU SVO SÆTIR BJÖSSI !!!!
stemmingin á vellinum var frábær, við öskruðum, görguðum, klöppuðum og úhhhh'uðum...
íslenska liðið var æði.. ég var svo stolt að ég var að springa, það flaug í gegn um huga minn þegar ég var að garga ísland(klappklappklapp), ísland(klappklappklapp), hvort allir þeir 20000 íslendingar sem voru á vellinum liði eins og mér... æhj.. þúveist.. þetta var bara ólýsanlegt, eins og Ford Fairlane sagði: unfuckinbelivable ehhh... !!!
Nú á ég bara eftir að fara á U2 tónleika og þá get ég dáið hamingjusöm!!!!!

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

JESS.... ég á miða á Ísland - Ítalía...... fjögurstykki takk fyrir.....

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Jájá.. alltaf er maður nú jafn öflugur í blogginu.. en hvaða heilvita íslendingur situr fyrir framan tölvuna og bloggar þegar hann getur verið úti í þessu rosa góða veðri.. maður á njóta þess á meðan maður getur, það er ekki eins og þessi hiti sé daglegt brauð hérna á íslandi...

Við, þ.e. ég, Eiður Tjörvi, Birkir Tjörvi, Hrafnhildur, Gísli Tjörvi og Sunna Kristín, erum semsagt búin að hafa rosa gaman undanfarna viku. Á Mánudaginn fórum við og lékum okkur í Hljómskálagarðinum, á Þriðjudaginn lékum við okkur í Laugardalnum, í gær fórum við upp í Heiðmörk, í morgun fórum við í Nauthólsvíkina og fórum svo í bæinn seinnipartinn og svo á morgun er planað að fara í Húsdýragarðinn og svo í bæinn seinnipartinn.... þannig að það er búið að vera stanslaus dagskrá og við Hrafnhildur sannkallaðar supermoms...
Svo var ég að passa Guðrúnu í dag og hún skellti sér í bæinn með okkur.. og það var sko EKKI leiðinlegt!!!
Verst að Palli er bara í vinnunni og missir af öllu góða veðrinu.. en maður má víst ekki kvarta, einhver verður að vinna fyrir salti í grautinn, eitt er víst að ég er ekki að gera það þessa dagana... sem minnir mig á það..
MIG VANTAR VINNU... EINHVER.... EINHVER... halló... einhv....

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

jájá..
er búin að sitja fyrir framan tölvuna síðan á hádegi, sækja um vinnur og senda c.v. út um allar trissur.... endaði reyndar á því að lesa blogg hjá fólki sem ég þekki ekkert.. einhverjum smákrökkum sem kunna ekki íslensku.. skrifa bara mar og gegt og eitthvað sem ég "háöldruð" manneskjan skilur bara ekki..
er löt, ætla að setja upp VS.NET í tölvunni en nenni því ekki.. langar að fikta eitthvað í því, þarf að taka til því Eiður ætlar að halda upp á afmælið sitt á laugardaginn (mér sem langar svo á GayPride) en nenni því ekki.... er svöng og þarf að borða eitthvað en ég nenni því ekki..
Og svo að lokum þá ætlaði ég að fara að æsa mig yfir því hvað sumt fólk getur verið ótrúlega óþolandi eitthvað.. ég meina hvað er málið þegar fólk þarf að æsa sig yfir því og tuða yfir því að Dorrit hafi verið í íslenskum þjóðbúningi þarna um daginn... ó mæ god hvað þetta pirrar mig eitthvað .. ég meina .. dúkkur sem eru búnar til í tævan eða tælandi eða vottever eru klæddar í svona búning og enginn segir neitt við því.. og afhverju í ósköpunum má dorrit ekki vera í þessum búning, hún hefur gert meira fyrir íslenska menningu heldur en margur íslendingurinn...
næst vil ég bara sjá hana í KR búningi.. það væri kúl !!

mánudagur, ágúst 02, 2004

Eiður Tjörvi, sonur minn, snillingur og minniskubbur fjölskyldunnar er 10 ára í dag

TIL HAMINGJU SÆTI !!