fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Jájá.. alltaf er maður nú jafn öflugur í blogginu.. en hvaða heilvita íslendingur situr fyrir framan tölvuna og bloggar þegar hann getur verið úti í þessu rosa góða veðri.. maður á njóta þess á meðan maður getur, það er ekki eins og þessi hiti sé daglegt brauð hérna á íslandi...

Við, þ.e. ég, Eiður Tjörvi, Birkir Tjörvi, Hrafnhildur, Gísli Tjörvi og Sunna Kristín, erum semsagt búin að hafa rosa gaman undanfarna viku. Á Mánudaginn fórum við og lékum okkur í Hljómskálagarðinum, á Þriðjudaginn lékum við okkur í Laugardalnum, í gær fórum við upp í Heiðmörk, í morgun fórum við í Nauthólsvíkina og fórum svo í bæinn seinnipartinn og svo á morgun er planað að fara í Húsdýragarðinn og svo í bæinn seinnipartinn.... þannig að það er búið að vera stanslaus dagskrá og við Hrafnhildur sannkallaðar supermoms...
Svo var ég að passa Guðrúnu í dag og hún skellti sér í bæinn með okkur.. og það var sko EKKI leiðinlegt!!!
Verst að Palli er bara í vinnunni og missir af öllu góða veðrinu.. en maður má víst ekki kvarta, einhver verður að vinna fyrir salti í grautinn, eitt er víst að ég er ekki að gera það þessa dagana... sem minnir mig á það..
MIG VANTAR VINNU... EINHVER.... EINHVER... halló... einhv....