fimmtudagur, ágúst 05, 2004

jájá..
er búin að sitja fyrir framan tölvuna síðan á hádegi, sækja um vinnur og senda c.v. út um allar trissur.... endaði reyndar á því að lesa blogg hjá fólki sem ég þekki ekkert.. einhverjum smákrökkum sem kunna ekki íslensku.. skrifa bara mar og gegt og eitthvað sem ég "háöldruð" manneskjan skilur bara ekki..
er löt, ætla að setja upp VS.NET í tölvunni en nenni því ekki.. langar að fikta eitthvað í því, þarf að taka til því Eiður ætlar að halda upp á afmælið sitt á laugardaginn (mér sem langar svo á GayPride) en nenni því ekki.... er svöng og þarf að borða eitthvað en ég nenni því ekki..
Og svo að lokum þá ætlaði ég að fara að æsa mig yfir því hvað sumt fólk getur verið ótrúlega óþolandi eitthvað.. ég meina hvað er málið þegar fólk þarf að æsa sig yfir því og tuða yfir því að Dorrit hafi verið í íslenskum þjóðbúningi þarna um daginn... ó mæ god hvað þetta pirrar mig eitthvað .. ég meina .. dúkkur sem eru búnar til í tævan eða tælandi eða vottever eru klæddar í svona búning og enginn segir neitt við því.. og afhverju í ósköpunum má dorrit ekki vera í þessum búning, hún hefur gert meira fyrir íslenska menningu heldur en margur íslendingurinn...
næst vil ég bara sjá hana í KR búningi.. það væri kúl !!