miðvikudagur, júlí 28, 2004

Jæja, þá er atvinnuleitin byrjuð fyrir alvöru....
þannig að... ef þið vitið um vinnu handa tölvunarfræðingi mínus 3 einingar þá endilega látiði mig vita, ég er ótrúlega skemmtileg, hörkudugleg og sannkallaður kvenskörungur....
samt veitir mér ekkert af peppi frá öllum þeim sem lesa þessa síðu, ég veit að kommentadruslan er leiðinleg en það er ekkert mál að kvitta fyrir .. komaso..

Annars er allt gott að frétta bara.. ætla ekki að fara neitt um helgina því öllum að óvörum þarf Palli magg að vinna um helgina... gætiðaverið..

laugardagur, júlí 24, 2004

I'M IN LOVE....

föstudagur, júlí 23, 2004

hæbb...
komst að því um daginn að samkvæmt mati atvinnuleysistryggingarsjóði eða hvað sem þetta nú heitir, að það að vera í skóla, að vera í FULLU NÁMI heilann vetur og marga vetur þar á undan er, skv atvinnuleysistryggingarsjóði eða hvað sem það nú heitir sem metur þetta drasl, og þá er ég að tala um FULLU námi sem er ógeðslega erfitt og tímafrekt og tók að meðaltali 16 tíma á sólarhring alla daga vikunnar.... já..ég semsagt komst að því að það að vera í fullu námi er metið á við að vera að vinna 100% vinnu, semsagt 8 tíma á dag 5 daga vikunar í 13 vikur!!!!!!
Semsagt!!! ef ég er í skóla á veturna og vinn 100% vinnu á sumrin... þá fæ ég eitthvað um 50- 60 % atvinnuleysisbætur sem gera ca 50þús á mánuði!!!!!!....  og er þar með talið framfærsla yfir þessum tveimur börnum sem ég á!!!
Finstykkurettahægt???? eins gott að maður á duglegann mann sem vinnur eins og MF.. og verður btw 35 ára á sunnudaginn......

mánudagur, júlí 19, 2004

Sorrí sorrí sorrí sorrí...  er bara einhvern vegin ekki í neinu blogg stuði..
Búið að vera geggjó veður.. sit bara á svölunum og prjóna eins og vindurinn.. ekkert smá gaman... þyrfti kannski að leita mér að vinnu fljótlega.. alveg hreint ótrúlegt kæruleysi í gangi, eins gott að palli vinnur eins og Motherf***er..   farin í IKEA.. ætla EKKI að eyða peningum !!

mánudagur, júlí 12, 2004

Ahhhh... komin heim!! Við Birkir renndum okkur heim í gær, hef aldrei lennt í annarri eins umferð.. bíll við bíl frá Hvolsvelli og í bæinn.. og ekkert smá mikið af jeppum með fellihýsi í eftirdragi, þessir kallar sem keyra þessa jeppa halda örugglega að þeir séu að keppa í formúlunni, enginn smá gassi á þeim.. Eiður varð eftir í sveitasælunni, ætlar að halda afa sínum og ömmu selskap í einhverja daga..
Annars segjum við allt í fína, gott að vera komin heim, búin að fá mér gott kaffi og lesa blöðin og svona.. palli er meira að segja í fríi eftir hádegi í dag og á morgun.. hversu næs er það.. ??
og bara .. lífið er æði...

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Hæbb.. er á Hornafirði, stakk af fyrir síðustu helgi.. búið að vera æðislegt, Humarhátið og bara rosa fjör, erum bara á pallinum hjá ma&pa í sólbaði daginn út og inn.. Heimför er áætluð um næstu helgi, kannski bara á sunnudag, jahh eða kannski mánudag.. allavega ekki fyrr en það kemur leiðinlegt veður... þangað til .. bleble!!

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Sól og blíða.. er hægt að hafa það betra...
Áttum alveg frábæran dag í gær, við Eiður fórum í bæinn, bara tvö.. það var frábært og allt um það má lesa hér, þessi sonur minn er algjör snillingur og ekki er hinn neitt síðri snillingur, hann er meira að segja kominn með blogg, skora á alla að kíkja á það.. voru eitthvað að (h)kvarta yfir því að enginn skrifaði í gestabókina þannig að ég skora á alla lesendur þessarar síðu að kvitta í gestabækurnar þeirra, nú eða kommenta á skrifin þeirra og skoða í leiðinni hvað ég á ótrúlega mikla snillinga fyrir syni..