mánudagur, janúar 31, 2005

Jább.. komin mánudagur og fín helgi að baki, Laugardagurinn fór að mestu í afmælistiltekt og bakstur og svo var haldin þessi líka fína átta ára afmælisveisla á Sunnudaginn.. alveg ótrúlega mikið fjör, 13 strákar, fengu sér afmælisköku og snúða og fóru svo út að skylmast og ekkert smá ótrúlega gaman. Skipt var í lið og svo var bara bardagi að hætti LOTR og menn lágu í valnum til skiptis :)
Svo endaði dagurinn á dobbúl 24.. og nú þarf maður að bíða í viku..

En að öðru.. fyrir rúmu ári síðan keypti ég mér árskort í Sporthúsið/Baðhúsið á litlar 16 þúsund krónur sem ég setti á Visa kortið mitt og hef verið að borga um 1400 kall á mánuði síðan.. nú ætti kortið útrunnið því það er meira en ár síðan ég keypti það.. árskort gilda jú bara í ár .. en þegar ég fékk Visareikninginn minn núna fyrir helgi.. þennan alræmda jólareikning (sem var svaðalega hár.. ).. þá stendur á honum færsla frá Sporthúsinu uppá 3400 krónur eða um 2000 krónum meira en ég keypti upphaflegt árskort á ( sem ætti að vera útrunnið ).. hmmm.. finnst engum þetta neitt dularfullt.. ætli ég hafi óvart keypt ævikort í staðinn fyrir árskort.. geta þeir bara haldið áfram að taka af kortinu mínu.. og meira að segja miklu hærri upphæð heldur en ég samdi um???? og ég sem hef ekkert mætt í ræktina af því að ég hélt að kortið mitt væri búið að vera útrunnið í mánuð.... jahh eða það hefði allavega getað verið ástæðan..
Mér finnst þetta frekar skítt sko.. og afgreiðslukonur í Sporthúsinu/Baðhúsinu, ég er bara að bíða eftir rétta mómentinu til þess að hella mér yfir ykkur.. er bara í of góðu skapi núna og ætla að bíða eftir að ég fari í vont skap.. þá ætla ég sko að hringja og kvarta Með HÁI..

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Litli stóri snúðurinn minn hann Birkir Tjörvi er hvorki meira né minna en 8 ára í dag..
Til hamingju með daginn sætastur :o)

mánudagur, janúar 24, 2005

loksins er komin rigning.. og það grenjandi rigning.. þetta líkar mér..
góð helgi að baki, mikið sofið.. fékk reyndar myndarfrunsu á efrivörina en það er bara sexý.. bara huggulegheit út í gegn.
Er búin að panta bústað helgina 18 - 21 feb.. það verður æði!!
hef samt frekar lítið að segja, nóg að gera í vinnunni bara og svona, sem er gott.. manni leiðist ekki á meðan, núna er ég samt að bíða eftir að palli sæki mig..
Stubburinn minn á afmæli á miðvikudaginn.. hann langar í skrifborð og gsm-síma í afmælisgjöf.. hann verður 8 ára..
Eiður var að spila á körfuboltamóti í gær.. rosa fjör.. ekkert smá duglegur og alveg ótúlega flottur í síðum körfuboltastuttbuxum, körfuboltabol og með hárið útum allt. ..
og í kvöld ætla ég að elda eitthvað gott... er nebbla svöng!!

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Jæja.. loksins bloggar maður..
Útskrift um helgina... hreint út sagt frábær dagur, byrjaði snemma eða um 11 með myndatökum af útskriftarnemum og svo generalprufu.. sat svo bara hjá strákunum og spjallaði og drakk kaffi þar til athöfnin byrjaði um kl 1. Þar talaði fullt af fólki, Gísli deildarstrjóri og viðskiptafræðideildarstjórinn og svo strákurinn úr VD sem flutti snilldarræðu.. svo fengu líka allir prófskírteinin sín og ég get nú ekki neitað því að það var ansi ljúf tilfinning.. svo söng Brynhildur "Piaf" og ekki var það nú minni snilld.. svo flutti Guðfinna eina af sínum "miklu" ræðum.. kannski svona pínu langdregið hjá henni en hún er nú svossem ágæt þannig séð..
Eftir að búið var að útskrifa og taka myndir af flottustu píunni á svæðinu (mér) þá var skautað heim og Lasannjanu (sem ég bjó til kvöldið áður) hennt inn í ofn og svo týndist fólkið inn smátt og smátt.. Svo borðuðu allir lasannja og Brauð (sem Björninn, hinn mikli snillingur, bakaði) og drukku rauðvín eða gos með.. mmm.. massa gott þó ég segi sjálf frá..
Eftir að hafa fyllt vömbina af mat og drykk, skundaði stórfjölskyldan í leikhúsið að sjá Edit Piaf og var það bara stórkosleg sýning.. og svo fórum við systurnar og strákarnir á Næsta bar þar sem við fengum okkur nokkra drykki.. og svo var farið heim.
Þetta var frábær dagur og takk allir sem komu.
Já og Takk fyrir allar gjafirnar.. ég er ekkert smá glöð..

miðvikudagur, janúar 12, 2005

hæbb.. fer eitthvað lítið fyrir bloggeríi þessa dagana.. er bara rosa bissí eitthvað.. brjálað í vinnunni og svo er útskrift á laugardag og ég er ekki enn búin að kaupa mér eitthvað flott til að útskrifast í.. svo er körfuboltamót hjá Eiði í Hveragerði um helgina.. hann þarf reyndar að ekki að mæta á laugardeginum en þarf að mæta kl. 10 á sunnudagsmorguninn.. og var ég búin að segja að mótið er í HVERAGERÐI.. þannig að ég þarf að vakna fyrir allar aldir bæði á laugardag og sunnudag..
Var í foreldraviðtali í gær og það kom mér ekkert á óvart að strákurinn minn er snillingur..
en nú held ég að ég verði bara að halda áfram að möndla þetta blessaða columnchart sem ég er að búa til.. vííí..

miðvikudagur, janúar 05, 2005

er fólk ekkert komið með leið á þessu ljóta veðri sem er búið að vera undanfarna daga, ég bara spyr, spurning um að allir sendi email á veðurguðina og biðji þá vinsamlegast að hætta þessu bulli..

Annars er sossem ekkert að frétta... komin heim frá Hornafirði og síðan eru fjölskyldumeðlimir búnir að liggja í einhverri "skíta"pest.. gubb og meððí.. rosa fjör... já eða allir nema ég ....

laugardagur, janúar 01, 2005

Renndi yfir árið í fjótheitum..
janúar
Keypti mér mitt fyrsta árskort í Baðhúsinu.. reyndist mikið notað
framan af ári en fór eitthvað minna fyrir notkuninni seinnipart ársins...
Byjuðum á lokaverkefninu...
Birkir varð 7 ára.. og fékk svo einhverja pest í kjölfarið..
febrúar
Amma varð sjötug, ætluðum í bárðardalinn en því var frestað vegna
veðurs...
Eiður fór á fyrsta handboltamótið sitt...
Skiluðum þarfagreiningarskýrslunni fyrir lokaverkefnið.. fjúhhh..
Fór í "eftirminnilega" vísó í landsbankann..
1. verkefnaskoðun í lokaverkefninu.. sem við mössuðum að sjálfsögðu..
Fór út að borða með Palla á Ítalíu.. sjúrb..
mars
Keypti mér loksins nýjan bíl, Toyota Avensis.. ohh.. hann er ennþá æði..
Hrafnhildur átti afmæli..
Gerði endalausar helvíts klasalýsingar sem var svo á endanum hent út úr skýrslunni !!!
Skiluðum hönnunarskýrslu uppá einar 140 bls...
Gæsaði örnu ásamt öðrum frábærum stúlkum..
apríl
fór í próf í stærðfræðilegum reikniritum.. úff.. fæ ennþá hroll..
Arna og Boggi giftu sig og það var skemmtilegasta brúðkaup sem ég hef farið í...
Fór á Hornafjörð um páskana...
Keyrði Togga og chloe út á flugvöll, þau voru að fara til belgíu þar sem þau voru næstu sex mánuði...
Ég átti afmæli..
Fór í brúðkaupið hans Svenna frænda og Sifjar, meiriháttar ferð fyrir utan þokuna á heimleiðinni..
Maí
Alveg að brenna út .. lokaverkefnið er að ganga af mér dauðri..
Toggi minn varð tvítugur..
Lokaskoðun í lokaverkefninu..
Gísli Tjörvi varð eintugur...
Lokaverkefninu loksins SKILAÐ..
Keypti mér grill..
Lokaverkefnið kynnt ..
Endurtektarpróf í Stærðfræðilegum reikniritum.. sem ég náði ekki btw og missti því af útskriftinni..
Fór í húsdýragarðinn með strákunum, Gísla, Sunnu og Heiðu og var geggjuð rigning en ótrúlega gaman..
Fór á hornafjörð og fermdi Elías.. sem átti einnig afmæli á fermingardaginn .. 14 ára..
Júní
Heiða átti afmæli...
Sá Harry Potter og the prisoner of azkaban..
Vorum í sumarbústað í viku í Miðhúsaskógi... skoðuðum allt sem hægt var að skoða þar.. .
EM í fótbolta byrjaði.. Áfram Ítalía..
Mamma átti afmæli..
ítalía datt út.. ég hata svía..
mamma, pabbi,elli, hrafnhildur, bjössi, gísli og sunna komu frá portugal
Júlí
Grikkland vann EM...
Fór í bæjarferð með Eiði mínum...
Fórum á Hornafjörð á humarhátið...
Var í sólbaði..
Palli minn varð 35 ára..
Fór út að borða á Tapas...
Byrjaði atvinnuleit "fyrir alvöru"
Ágúst
Eiður Tjörvi varð eintugur...
Við Hrafnhildur og krakkarnir höfðum það æðislegt í hitabylgjunni..
Fór á Ísland - Ítalía og ómg .. það var æði..
Skólinn byrjaði.. hjá strákunum og mér..
Fór í vísó og stelpnapartí..
Áfram í atvinnuleit.. ekkert að gerast ..
September
Rólegheitalíf...
horfði endalaust mikið á vídeó..
komst að því að stjórnun 1 er leiðinlegasta fag í heimi..
fór á fótasápukremadúllerískynningu hjá döddu og keypti eitthvað "alveg bráðnauðsynlegt"
dót..er búin að komast að því núna að það var ekki bráðnauðsynlegt..
Kennaraverkfall!!!
Fór í atvinnuviðtal og var látin forrita linkaðan lista..
Skrapp á hornafjörð í verkfallsheimsókn..
fékk símtal þar sem mér var boðin vinna og komst þar með að því að ég er snillingur í að forrita linkaða lsta on the fly .. langflottust, ég vei!!
Október
Byrjaði í nýju vinnunni..
fékk kvef..
við Palli urðum 11 ára..
fór á námskeið í ASP.NET forritun.. hressandi...
Fór á shark tail með strákunum...
Nóvember
Verkfallið hætti...
verkfallið byrjaði aftur...
gaurinn í liverpool fótbrotnaði..
fór í klippingu.. í fyrsta skipti síðan í apríl..
fórum á nýdönsk og sinfó.. geggjað..
og út að borða á rossopommodoru.. glatað..
Toggi og Chloé komu heim.. looooksins..
kennarar neyddust til að hætta í verkfalli..
Pabbi minn átti afmæli..
Nýji U2 diskurinn kom út..
Desember
fór í síðustu prófin mín..
Fór á jólahlaðborð í viðey með vinnunni..
bakaði piparkökur með systrum mínum og krökkunum..
var með U2 þráhyggju..
keypti nýjan bakarofn..
keypti nýtt vöfflujárn..
NÁÐI PRÓFUNUM og útskrifast í janúar...finally...
komst að því að þeir vilja fastráða mig í vinnunni..
Jólin.. frábær jól..
Fór á hornafjörð..
borðaði kalkún að hætti tjörva og tjörva.. GEGGJAÐ..
skaut upp fullll fulllt af dóti..

Gleðilegt ár allir saman.. vonandi verður 2005 jafn notarlegt og ánægjuríkt og 2004..
þess óska ég ykkur héðan úr nýjárssólinni og logninu hérna í nesjunum..