mánudagur, nóvember 29, 2004

Hæbb.. bara aðeins að láta vita af mér...
Það er alltaf nóg að gera hjá manni, Toggi og Chloe eru búin að vera hjá mér næstum því í þrjár vikur .. jahh bara síðan ég sótti þau á flugvöllin hérna einhverntíman snemma í nóvember, þau eru reyndar að fá íbúðina sem þau eru að fara að leigja í kvöld, búið að vera næs að hafa þau samt..
Er á fullu í vinnunni alltaf.. er reyndar að fara í frí fram á hád á föstudag því ég er víst að fara í próf á miðvikudag og á föstudag.. skólinn er alltaf að flækjast fyrir manni, en nú skal þetta vera í síðasta skiptið sem ég fer í próf í þessum skóla.. ég veit ég hef sagt þetta áður en í þetta skiptið skal það takast, nú ef ekki þá er alltaf endurtekt í janúar(!) .. ekki það að ég ætli eitthvað í hana en bitur reynsla hefur kennt mér það að maður veit aldrei!!!!!
Já og svo er ég að fara á jólahlaðborð út í viðey á föstudagskvöld með vinnunni, það verður vonandi gaman bara.. ef ég hef orku í það að fara.. æhj. flehh..
strákarnir bjuggu til þennan líka rosa fína aðventukrans í gær, fórum í blómaval til að kaupa grenihring og þvílík og önnur eins mannmergð maður.. mætti halda að allir borgarbúar væru jafn seinir að taka við sér og ég.
jájá.. ég held ég ætti að fara að koma mér heim, litli stubburinn minn er einn heima, Eiður í afmæli og t+c einhversstaðar á einhverju randi..
og þar sem þetta er svo ótrúlega innihaldsrík og skemmtileg færsla þá vil ég fá komment frá öllum sem lesa þetta.. já í alvöru .. öllum!

föstudagur, nóvember 26, 2004

Það er hræðilegt til þess að hugsa að við skulum styðja þetta

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag,
hann á afmæli hann pabbi minn,
hann á afmæli í dag.

Hann er fimmtíu og tveggja ára í dag,
hann er fimmtíu og tveggja ára í dag,
hann er fimmtíu og tveggja ára hann pabbi minn,
hann er fimmtíu og tveggja ára í dag

Til hamingju með afmælið elsku pabbi minn, er hjá þér í huganum og sendi riiiiisa stórt knús og ennnnþá stærri koss..

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Já.. Ég veit eignlega ekki hvernig ég á að byrja þetta.. ég er eiginlega alveg orðlaus yfir allri þessari reiði sem ríkir í garð kennara þessa dagana. Ég er búin að vera að lesa blogg út um allt þar sem fólk er að tjá sig um þetta verkfall, lagasetninguna og svo gærdaginn og fólk er bara með þvílíkar svívirðngar út í kennara.
Hvað er eiginlega að????
og ég vil bara segja eitt!!
Kennarar til sjávar og sveita.. ég styð ykkur heilshugar.
Ég er foreldri og ég styð ykkur samt!! Mér finnst það vera mannréttindi að fá almennileg laun. Mér finnst ekki rétt að kenna bara kennurum um hvernig málin hafa þróast því það eru líka sveitarfélögin sem eru að semja og mér finnst að ef þeir hafa ekki efni að að borga kennurum það sem þeir fara fram á þá eiga sveitafélögin einfaldlega að annað hvort skila grunnskólunum aftur til ríkisins eða fara fram á meiri pening til þess að þeir geti borgað kennurunum almennilega...
Ég er svo skrítin.. ég bara skil ekki hvernig fólk getur bölvað kennurunum endalaust. Kannski er það af því að ég er kennaradóttir og þekki marga góða kennara sem allir eiga einhvern hlut í manni og áttu þátt í því að gera mann að þeim einstaklingi sem maður er í dag. Sem foreldri finnst mér ekkert eins mikilvægt fyrir mín börn að þeir hafi góða kennara sem hafa ánægju af því sem þeir eru að gera og það að borga þeim góð laun hlýtur bara að auka líkurnar á því að kennarinn sé ánægður og finnist gaman í vinnunni. Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að reikna það út.
Ég get alveg sagt það að ég er samt drullufegin að vera ekki kennari. Eftir þessa útreið sem þeir eru að fá frá foreldrum þessa lands þessa dagana. Las það einhversstaðar að foreldrar væru að senda kennurum barna sinna email með svívirðingum af versta toga. Þið vitið.. er ekki lagi með þetta lið, og miðað við það sem maður heyrir allsstaðar þá eru kennurum sko ekki vandaðar kveðjurnar. Auðvitað eru börnin að fara illa út úr þessu og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá fannst mér þetta soldið klúður þarna í gærmorgun, svossem í lagi að kennararnir mættu ekki, en skólastjórinn hefði alveg mátt vera þarna og taka á móti þeim krökkum sem komu í skólann án foreldra.. hefði alveg mátt vera með smá svona plan, því það var nú alveg vitað hvað myndi gerast.. allavega vissum við það heima hjá mér, og ég fór bara með mínum strákum í skólann og tékkaði á málunum. Mér finnst nú hálfgert ábyrgðarleysi af foreldrum að bara senda börnin í skólann án þess að athuga málið og bölsóttast svo bara út í kennarana af því að þau þurftu að redda börnunum sínum eitthvað!!!verð nú bara að segja það..
Varðandi lögsetninguna.. þá bara skil ég hreinlega ekki hvurslags nasistaríki þetta er að verða .. menn lýsa yfir stuðningi við stríð, óska bu**sh** til hamingju áður en hann er orðinn sigurvegari, samráð olíufélagana stendur yfir í 10 ár án þess að nokkur hreyfi litlaputta og svo meiga kennarar ekki berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum eins og mannsæmandi launum.
Ekki það að ég ætli eitthvað að fara að tjá mig um þetta.. en í hreinskilni sagt þá bara er ég skíthrædd við þetta allt saman. og ÁFRAM KENNARAR!!!

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Jæja.. margt búið að gerast síðan síðast...
Kennarar hættu í verkfalli og fóru í vinnuna, Tjörvunum mínum til mikillar ánægju, hættu svo við að hætta í verkfalli og fóru aftur í verkfall, Tjörvunum mínum til mikillar óánægju, Birkir Tjörvi sagði orðrétt þegar hann fékk fréttirnar.. "Djöfullinn, ég hata verkfall!!".. held að það segi allt sem segja þarf um það....
Ég fór í klippingu og skol og er ótrúlega fín..
Ég og Palli fórum á Nýdönsk og Sinfó og er skemmst frá því að segja að þetta var ólýsanlega æðislegt!! ég er enn með gæsahúð og tár í augunum..
Fórum út að borða á Rossopommodoro áður en tónleikarnir byrjuðu og er skemmst frá því að segja að það var GLATAÐ!! ömurleg þjónusta og maturinn bara lala.. eina sem var gott var hvítvínið og rauðvínið.. já og svo finnst mér nafnið á staðnum líka töff.. en That is it!!!
Já og svo í gær sagði Þórólfur af sér.. held samt að það sé að bera í bakkafullan lækinn að ræða það eitthvað.. vona bara að hann verði ekki sá eini sem tekur ábyrgð á gerðum sínum...
Toggi og Chloé koma eftir 2 daga.. og ég get ekki biiiiðiiiðð..
Annars er ég í vinnunni... gengur svona þokkalega..var samt næstum því bara hætt í gær, mér gekk svo illa eitthvað.. en svo korteri seinna þá gekk allt vel og ég fór brosandi út í lok dags..
Auðvitað er ég ekki að hætta.. maður er nú ekki þekktur fyrir að gefast upp, enda er maður nú svo heppin að vera Nesjamaður, KR-ingur og hrútur... held að sú blanda geti bara alls ekki klikkað.. .. og svo er ég náttúrulega bara langflottust..

mánudagur, nóvember 01, 2004

Hellú evríboddí..
þetta fer að verða eins og með þá sem skrifa vikulega pistla í blöðin.. hehh eins og mér sé ekki sama, ég blogga bara þegar mér sýnist svo !!!
Allavega.. vikan sem leið var í sjálfu sér tíðindalítil, strákarnir voru að mestu hjá Eddu og Magga, Edda í síðbúnu sumarfríi sem kom sér mjög vel svona í síðust viku verkfalls, allavega í þessari lotu, mér segir svo hugur um að þessi tillaga verði felld, en allavega.. þeir voru þar já og Palli var bara í vinnunni langt, langt fram á kvöld sem þýddi það að ég var alein heima alveg heil 2 eða 3 kvöld.. hef ekki verið ein heima að kvöldi til síðan áður en ég varð mamma.. sem betur fer má segja því mér fannst þetta frekar einmanalegt.. og af því að maður er vanur því að vera ekkert að flækjast úti á kvöldin þá náttúrulega gerði ég ekkert svoleiðis.. lág bara uppí mínum sófa með mína sæng og horfði á það sem var í t.v.... jájá.. alltaf nóg um að vera hjá manni.. svo er ég bara búin að vera í vinnunni, sem er bara gaman, og vera heima hjá mér þess á milli..
svo á laugardaginn fórum ég og Eiður og Birkir til Heiðu og Péturs og fengum televisjonkeik.. nei sorrí það var á sunnudaginn.. á laugardaginn fór Birkir til Arons Andra og við Eiður fórum aðeins í skólann minn.. svo bakaði ég vöfflur og Ester kom og við horfðum á Liverpool leikinn þar sem gaurinn fótbrotnaði.. aumingja hann, löppin á honum var bara í tvennt..
jájá .. svona gengur nú lífið fyrir sig.. alltaf nóg að gera.. og nú sit ég í vinnunni, er að massaða og hlusta á jahh .. svona sitt lítið af hverju .. núna er Abba og áðan var Eyvör og þar á undan Coldplay.. stanslaust stuð .. alltaf .. !!!