mánudagur, desember 29, 2003

Það er snjór úti .. og þá meina ég snjór.. blindbylur.. jahh ekki kanski núna en allavega í dag.. ég ætlaði upp í skóla að læra og dl en fór ekki það var ófært.. en er búin að liggja yfir fjárhagsbókhaldinu hérna heima.. búin að massa sjóðstreymið.. sem var 20% spurning á prófinu.. og vonandi verður það bara 30% næst.. ;o)
segi annars ekki baun í bala.. jú eitt.. það er rosa gott að læra í nýju tölvunni... heheh..

laugardagur, desember 27, 2003

Hæbb.. sorrí hvað ég er löt að blogga.. en það er nú jólafrí svoleiðis að ég býst nú ekki við að margir lesi þetta bull í mér.. enda er þetta meira gert mér til ánægju...
annars er ekkert að frétta.. er bara í gúddí fíling.. fór í brúðkaup í dag.. sem aupair.. var að passa hálfsársgamla dóttur brúðhjónanna svo ættingjar og vinir gætu notið athafnarinnar... ekkert smá frábært brúðkaup.. stelpan var bara stillt og prúð.. fannst greinilega bara gaman að sjá mömmu og pabba gifta sig.. og var alveg sama þó ókunnug kona héldi á sér..
Mamma og pabbi og allir koma í bæinn á morgun .. og Heiða og Pétur og Hrafnhildur og co .. þau eru búin að vera fyrir austan um jólin.. get ekki beðið með að fá þau .. erfitt að vera "alein" í bænum.. Ég vil hafa fólkið mitt hjá mér en ekki einhversstaðar langt í burtu... og svo jafnast nú auðvitað ekkert á við knúsið hans pabba míns ...

fimmtudagur, desember 25, 2003

Gleðileg jól allir saman...
Ef ég hef ekki sagt það áður þá segi ég það núna Ég á besta mann í öllum heiminum, haldiði ekki að hann hafi gefið mér nýja tölvu í jólagjöf.. ég er ekki að plata... og þetta er semsagt fyrsta færslan sem ég blogga á nýju tölvuna... veitti nú svosem ekki af að fá nýja tölvu, gamla tölvan var orðin ansi mikið skran.. en það er bannað að tala illa um gamalt fólk og gamlar tölvur .. hún hefur nú samt staðið vel fyrir sínu og rúmlega það.
Jólin er æðisleg.. maður liggur bara á meltunni og borðar konfekt þess á milli og leikur sér í nýju tölvunni.. ómg.. er hægt að hafa það betra.. ég bara spyr???

föstudagur, desember 19, 2003

Hellú..
Ég veit .. kominn föstudagur.. það er bara nóg að gera í jólaundirbúningi.. ekki það að ég sé endilega á fullu í honum.. Harry Potter er ástæðan fyrir því að mér gengur ekkert að undirbúa jólin, ég á um 80 bls eftir og barasta get ekki hætt.. verð líklega að klára hana í kvöld svo það verði einhver jól hjá mér..
Samt er ég búin að baka piparkökur og súkkulaðibitakökur, kaupa nokkrar jólagjafir, þrífa bakarofninn og eldavélina já og svo skrifaði ég jólakort í gær þannig að kanski er þetta ekki svo slæmt, verð bara að muna að senda jólakortin, það er víst ekki nóg að skrifa þau.. og veit ég þetta af fenginni reynslu..
Er að bíða eftir síðustu einkuninni minni.. markaðsfræði.. þeir ætla víst ekkert að drulla henni inn..
ójá..
Best að þrífa smá meira..

þriðjudagur, desember 16, 2003

Komin í jólafrí.. það er bara geggjað...
Vaknaði í morgun, kom strákunum á fætur, smurði nesti og ýtti þeim út í bíl með pabba sínum.. náði í Fréttablaðið og DV og las með morguntrópíinu,.. fór aftur upp í rúm með Harry Potter .. sofnaði aftur um hálf 10 og vaknaði við það að Hrafnhildur hringdi um hálf 12.. pottþéttur morgunn...
Fór svo með strákana, piparkökudeig og kökudalla til Hrafnhildar og við bökuðum piparkökur... Sunna var ekkert smá glöð að sjá mig.. (enda hvernig er annað hægt, er ég svo frábær) .. allir Tjörvarnir fengu sitt deig og sína plötu og svo vour bakaðir kallar og englar og stafir...samt aðallega Joð og eSS handa Sunnu.. (Joðið er reyndar svona jólasveinastafur en okkur fanst þetta allaf vera Joð).. ótrúlega gaman og stákarnir ekkert smá sælir með það allt saman...
Á morgun ætla ég að vakna snemma og fara að kaupa jólagjafir áður en allt fer á fullt, þetta er nú engin smá geðveiki þessi jólainnkaup og jólastress.. ekki ætla ég að stressa mig neitt.. bara kaupa í nokkra pakka og elda svo góðan mat handa þeim sem verða heima hjá mér.. veit reyndar ekki enn hvað við verðum mörg.. en það er allt í góðu lagi..
óJá svona er nú æðislegt að vera í jólafríi og þeir sem voru svo óheppnir að fara ekki í Notendamiðaða hugbúnaðargerð að hanna fjarstýringu eiga samúð mína alla....

sunnudagur, desember 14, 2003

gleymdi að senda Stellu baráttu kveðjur. Hún er í 3ju annar verkefni, að gera Igor.. stendur sig eins og hetja..
Stella, þú ert dugleg!!!
Jæja.. maður er ansi öflugur í þessu bloggi..
Frábær helgi að líða....
Fór á djammið á föstudaginn með Sigrúnu, rosa fjör, drukkum kokteila og fórum í próflokapartí..
Laugardagurinn.. fór að passa Sunnu Kristínu rosa krútt.. fór til hennar og Gísla Tjörva um 3 leitið og var hjá þeim allt kvöldið og alla nóttina og alveg til 3 í dag.. Meiriháttar, ég er ekkert smá ótrúlega heppin að eiga svona æðisleg systrabörn.. Sunna knúsaði mig endalaust og kyssti mig og gerði aaaaaahhhh.. ég vona bara að Hrafnhildur og Bjössi fari fljótlega aftur eitthvað og biðji mig um að passa..
svo bara fór ég í skólann og vann í verkefninu með hópnum mínum, rosa flott hjá okkur held ég bara.. og svo er bara síðasti dagurinn á morgun, jibbískibbí.. þarf að fara eitthvað aðeins á þriðjudag held ég og svo bara JÓLAFRÍ.....

miðvikudagur, desember 10, 2003

Ahhhhahahahahah þessi er ótrúlega fyndinn.. allavega ef maður er tölvunörd eins og ég....

Q: Hvað sagði array-ið við listann?
A: Hættu að benda!

Það var mikið að maður komst inn á þennan blessaða blogger.... maður þarf nú að fara að búa sér til almennilega heimasíðu og svona.. fyrst maður er nú tölvunörd, skella upp server og dunda eitthvað.. jahh.. kannski bráðum..
Annars er ekkert að frétta nema eitt...
Ég sett ótrúlega fína jólaseríu og greni á svalirnar okkar í gær.. og þetta er svo ótrúlega flott og ég er svo ótrúlega ánægð með þetta að ég gæti grátið.. Enginn smá munur að eiga loksins almennilega íbúð með flottum svölum og geta haldið jól án þess að taka niður hillur til að setja upp jólatréð.. ohh það er svo æðislegt... og ég er komin í þvílíkt jólaskap...
Og eitt annað.. ég verð líklega búin í skóalnum á mánudaginn.... hversu frábært er það eiginlega...ég bara spyr...???

mánudagur, desember 08, 2003

Hæbb..
Fór í síðasta prófið í dag... þarf reyndar aðeins að lesa um jólin en hvað eru jól ef maður er ekki að læra undir eins og eitt til tvö próf.. :)
Markaðsfræðin gekk einhvernvegin, erfitt að segja til um hvernig manni gengur í krossaprófi.. mér fannst öll svörin mín vera rétt því annars hefði ég náttúrulega ekki krossað í þau ...
Fór með strákana í klippingu til Dóra í dag þegar ég kom heim úr prófinu, þeir eru nú alveg frábærir, klippararnir þar.. Birkir fékk flotta klippingu og gel og allt og Eiður fékk snyrtingu og styttri topp, hann er nefninlega að safna hári drengurinn... Dóri lét mig nú bara borga 500 kall fyrir klippinguna hans, sagði að hann gæti "ekki tekið fullt gjald fyrir svona kropp", ekki neitt smá almennilegur og svo fengu strákarnir náttúrulega verðlaun.... Ég keypti líka spennur handa Sunnu Kristínu, rosa flottar með stelpu með tígó.. Fór svo til Hrafnhildar og gaf Sunnu spennurnar.. hún sagði "VÁÁÁ".. og þar með var tilgangnum náð .. Hrafnhildur tók svo myndir af strákunum sem eiga að fara á jólakort.. þurfti reyndar að taka c.a. 50 myndir.. gekk eitthvað illa að vera "almennilegur".. svo var eitt fyndið.. þegar ég var eitthvað að segja við þá að þeir ættu að vera almennilegir.. Vá.. mér fannst ég bara heyra í mömmu... þetta er eitthvað sem hún myndi örugglega segja líka...
Æ hvað ég sakna þín elsku mamma mín... og líka þín pabbi minn...

fimmtudagur, desember 04, 2003

Hæbb..
ég er ekki mjög dugleg að blogga þessa daganna og ástæðan er einföld - ég er í rosalegri lægð .. fjölskyldan er búin að vera með gubbumagapest og hita og allir eitthvað frekar domm...
allt á fullu í þessu aðventunámskeiði, rosa gaman...
Palli er alltaf í vinnunni,.. er ekki kominn heim og klukkan er að verða tíu..finnst það frekar fúlt.. en í staðinn verð ég rík (!).. já eða þannig.. vil nú samt frekar vera fátæk og hafa palla hjá mér á kvöldin.. en þetta líður hjá bráðum, þegar seríuóðir íslendingar eru búnir að kaupa nóg.. og ef það verður aldrei.. þá allavega þegar jólin eru búin .. vonandi.. núna eru reyndar komnar heilsársseríur..

miðvikudagur, desember 03, 2003

Ég náði líka reikniritum.....!!! víííííííí...

þriðjudagur, desember 02, 2003

Ég náði stærðfræðilegri greiningu...!!!!!!!
Til hamingju ég

mánudagur, desember 01, 2003

Hæbb...
Fín helgi liðin, föstudagurin hófst með því að við sváfum yfir okkur aðeins en með ótrúlegum dugnaði fjölskyldumeðlima tókst okkur að mæta bara 10 of seint.. fór með strákana í skólann, fór sjálf í skólann í Notendamiðaða hugbúnaðargerð (ekkert smá langt nafn).. fínn kúrs og skemmtilegur... fór svo og hitti Ester, Dísu og Siggu á Kaffi List og þaðan fórum við á fund hjá Biskupsstofu.. þeir lögðu inn beiðni um verkefni og okkur langaði að kynna okkur það.. svo þegar fundurinn var búinn fórum við á annað kaffihús, Tíu dropa, og ræddum fundinn.. við erum samt enn langheitastar fyrir shell verkefninu... fór svo heim, sofnaði í klukkutíma og fór svo með Eddie og strákunum í Blómaval að kaupa í aðventukrans.. Hitti Eydísi, Daða og Baldur.. Eydís komin með bumbu... fór heim bjó til pizzu og fór svo bara snemma að sofa...
Laugardagurinn... tók til !!!!
Sunnudagurinn... Bauð systrunum og fjölskyldum í heitt súkkulaði og bollur.. það var mjög notarlegt, Pétur sofnaði í sófanum og svona eins og þetta á allt að vera..
Eldaði begg og eikon í kvöldmatinn og endaði helgina á að pakka inn 48 pökkum og hengja þá upp á tvö jóladagatöl..
Og núna.. er ég heima því Birkir var með Gullfoss og Geysi í gær og smá hita meððí...