sunnudagur, apríl 25, 2004

Jæja.. maður bloggar bara einu sinni í viku.. en ég hlýt að vera löglega afsökuð, allur minn tími þessa dagana fer í lokaverkefnið... ekki að ég ætli eitthvað að væla um það.. var bent á það af Svenna frænda að eina sem væri að gerast hjá mér væru verkefni og aftur verkefni, reyndar heilmikið til í því en í þetta skiptið ætla ég ekki að tala neitt um það..
Samt.. það er semsagt búið að vera mikið að gera.. sit og forrita eins og vindurinn alla daga.. gaman að segja frá því.. en stalst nú reyndar til að skreppa norður í land í brúðkaup hjá Svenna frænda og Sif.. Ekkert smá gaman.. fórum á miðvikudagskvöld eftir vinnu og vorum komin norður um hálf 1... vorum í samfloti með Bjössa, Hrafnhildi, Gísla Tjörva og Sunnu Kristínu.. Gistum á heimavistinni í Hafrarlækjarskóla þar sem brúðhjónin eiga heima.. svo á sumardaginn fyrsta (Já gleðilegt sumar btw.. ) byrjuðu strákarnir á því að fara í sund með Samma, Önnu og Óðni á meðan við fullorðna fólkið fengum okkur kaffi og Te.. svo var giftingin kl 2 og tókst hún bara rosa vel.. svo var veisla í Ídölum á eftir, kaffihlaðborð að hætti kvenfélagsins.. þar voru öll systkini pabba samankomin og slatti af þeirra afkomendum.. ekkert smá gaman að hitta alla.. svo þegar veislan var búin renndum við í bæinn aftur.. reyndar var svo mikil þoka á Holtavörðuheiðinni að maður sá ekki á milli stika.. ekki skemmtilegt.. keyrðum bara á 30-40 .. og ég dó næstum því úr hræðslu..
en núna þýðir ekkert að slá slöku við.. nú er lokaverkefnið mál málanna.. en ómg..hvað ég þrái að eyða, þó ekki væri nema einum skitnum sunnudegi, heima hjá mér.... ... jájá.. ég veit .. þetta er að verða búið.. ég skal hætta að kvarta....

sunnudagur, apríl 18, 2004

Jæja .. þá er maður orðin 33ja ára og einum degi betur.. gaman að segja frá því.. hehe
Átti alveg hreint yndislegan afmælisdag í gær.. bakaði afmælisköku, fékk fólk í heimsókn og fékk meira að segja líka pakka :o)..
Sunna Kristín kom með tígó í afmælið.. algjör dúlla.. Svo kom Guðrún líka, hún fékk sér meira að segja blund í rúminu mínu.. híhí..
Svo um kvöldið fórum við familían og fengum okkur pylsu.. sat svo og horfði á sjónvarpið og las til skiptis þar til ég fór að sofa..
Svo núna sit ég í skeljungi.. varla búin að jafna mig eftir ævintýrið sem ég lenti í í morgun með þjófavarnarkerfið sem vældi endalaust á mig og á meðan titraði ég svo mikið að ég gat varla hringt í securitas.. allt útaf því að ég setti óvart 4 í staðinn fyrir 5...:S
Í kvöld ætlum við að hafa afmælismat... Gúllas að hætti ömmu .. sljúrb
Og núna forrita ég bara eins og vindurinn.. gaman að segja frá því..

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Jæja góðir hálsar.. þá ætlar mín loksins að láta heyra aðeins í sér eftir margra daga fjarveru...
Síðan síðast hefur margt á daga mína drifið, strákarnir fóru austur á Hornafjörð og við Palli því ein í kotinu í heila 5 daga.. það er skemmst frá því að segja að það var æðislegt.. verst að palli þurfti að vinna og ég var á fullu í verkefninu þannig að við hittumst bara á kvöldin, hefði verið ennþá meira æðislegt ef við hefðum verið í fríi.. og ekki þurft að gera neitt annað en að horfa á hvort annað... :D...
Allavega.. við fórum í bíó á The passion of the christ (ekki annað viðeigandi á sjálfan skírdaginn), þetta er í einu orði sagt stórkosleg mynd.. en eitt pirraði mig geðveikt.. akkúrat þegar atriðið þar sem jesú var laminn í kjöthakk (og þá meina ég kjöthakk), kom HLÉ !! allir bara fram að kaupa sér meira popp.. ekkert smá glatað.. maður var þarna í sjokki yfir barsmíðunum á jesú..og átti bara að fara að fá sér meira kók.. Algjör óþarfi að eyðileggja dampinn í myndinni með HLÉI..
En allavega..
Svo á föstudaginn langa brunuðum við skötuhjúin á flotta kagganum austur á Hornafjörð.. fengum öll veður á leiðinni .. pabbi var búinn að búa til pizzu handa okkur þegar við komum ekkert smá ljúft..
Á laugardeginum var svo farið í göngutúr og lungun fyllt af hreinu nesjalofti (var að spá í að fylla nokkrar blöðrur og koma með í bæinn til þess að geta fengið mér slurk öðru hvoru..en hætti við því uppblásnar blöðrur taka allt of mikið pláss!! ), svo skruppum við í heimsókn til Hönnu og Adda, alltaf yndislegt að koma til þeirra.. svo um kvöldið elduðu pabbi og Toggsterinn gæsabringur af gæsum sem Toggi hafði skotið einhverntíman í haust.. þær voru stórfínar og allir átu á sig gat. Um kvöldið földum við svo páskaeggin handa strákunum og fórum svo að sofa..
Á Sunnudag, páskadag.. var vaknað snemma. Samt ekki eins snemma og maður hefur vanist undanfarin ár (kl. 6 - 7) og farið að leita að páskaeggjum. Allir fjölskyldumeðlimir 20 ára og yngri fengu Harry Potter páskaegg og sumir voru lengur að leita en aðrir hehehe..
Allavega.. svo grillaði yfirsnillinn handa okkur lambalæri um kvöldið og það var náttúrulega bara snilld...
Á mánudagsmorguninn var svo brunað í bæinn.. beint í hamborgarhrygg hjá tengdó.. namminamm...
og svo í gær.. fórum við í mat hjá Hrafnhildi og Bjössa, vorum öll systkinin fyrir utan ella sprella.. rosa næs..
Svo í morgun vaknaði ég kl 4:30 og keyrði togga og chloe út á flugvöll.. þau eru að fara til Belgíu og verða þar í allt sumar.. koma ekki heim fyrr en í ágúst eða september... rosalega var nú erfitt að skilja litla bróðir eftir þarna á flugvellinum.. en hann á eftir að hafa time of his life ef ég þekki hann rétt.. verst að þurfa að sakna hans í allan þennan tíma... vona bara að hann verði duglegur að blogga
Ójá.. svona er nú það.. en eftir þennan upplestur er best að snúa sér að verkefninu..

sunnudagur, apríl 04, 2004

Jæja..
Þá er prófið búið.. það gekk bara þokkalega.....
Svo var brúðkaupið þeirra Örnu og Bogga í gær. Það var ekkert smá skemmtilegt... við systurnar sungum til þeirra texta sem við sömdum við lagið nú liggur vel á mér... og það tókst bara þokkalega, allavega þetta var bara frábært brúðkaup og vonandi verður hjónabandið þeirra jafn frábært og brúðkaupið.
Svo fóru strákarnir austur með ma&pa í dag þannig að við erum bara tvö í kotinu í heila 5 daga .. :o)
ójá .. svo er bara að klára upss verkefnið og svo bara lokaverkefnið... og svo Hornafjörður á föstudaginn.. ómg.. hvað ég hlakka til að anda að mér nesjaloftinu ...