mánudagur, október 25, 2004

jáhhá.. helgin var fín, fórum í bíó, eftir miklar vangaveltur og samningaviðræður fram og til baka var ákveðið að fara á shark tale og var hún bara nokkuð skemmtileg.. sáum hana reyndar á ástkæra ylhýra(ilhýra, ylhíra..jahh.. hvar er siggi bjöss þegar maður þarfnast hans??) , er örugglega betri á enskunni en þetta slapp samt alveg og mér og tjörvunum mínum fannst bara gaman. Þegar við komum úr bíóinu komu Hrafnhildur, Gísli Tjörvi og Sunna Kristín í heimsókn á meðan Björn nokkur Görn var í fótbolta (hehe) ..
Svo á Sunnudaginn gerði ég ekkert nema að lesa blöðin, horfa á formúluna og hafa það gott, skruppum reyndar í göngutúr og það var fínt... Palli bakaði svo Pizzu af stakri snilld...
og nú er komið mánudagskvöld, OTH er búið og líka Survivor.. og ÓMG.. Duran Duran er hjá Leno.. garagó..

föstudagur, október 22, 2004

vá.. var að lesa færsluna yfir, ég verð greinilega að slaka á í kaffinu.. bið alla afsökunar á þessu með dóra..
Já góðan daginn alle sammen..
er í vinnunni... rosa dugleg í morgun og fór í skólan, já dugleg segi ég því eftir upplifunina í tímanum í gær er bara stórafrek útaf fyrir sig að láta sig hafa það að mæta í skólann aftur. Þetta krefst kannski skýringa.. en málið er það að það var svo HRIKALEGA leiðinlegt í tímanum að ég hef nú bara ekki upplifað annað eins á minni löööööööngu skólagöngu!! Ég hef nú bara aldrei nokkurntíman á æfinni verið í eins leiðinlegum kúrs og nú meina ég það!!!
Annars er bara mest lítið að frétta, er að verða alveg brjáluð út af þessu F*****GS verkfalli, ætti nú bara að skrifa frekar FOKKINGS því nú er það sko alvaran.... djöfull er ég orðin þreytt á þessu, að ég tali nú ekki um strákana mína.. þeir eru hundleiðir og bara allt í volli... ekki það að ég ætli eitthvað að tjá mig um þessar samningaviðræður, vildi bara láta ykkur vita það að ég er orðin alveg bandsjóðandibrjáluð yfir þessu!!!!
ahhh.. þetta var gott, aðeins að blása.. verst að það fór allt á ykkur greyjin mín c'',
jájá .. annars er bara ekkert merkilegt planað um helgina, jújú hvað er að mér, ég ætla að bjóða Tjörvunum mínum í bíó, þeir eru ekki búnir að ákveða hvaða mynd þeir vilja sjá en ég persónulega vona að það verði ekki white chicks, er til í flest annað held ég bara..
Palli er svo örugglega að vinna á morgun, ekki að ég hafi búist við einhverju öðru.. og svo bara ætla ég að vera "í rólegheitum" eins og Sunna sæta segir..
En ætla að halda áfram að vinna svo ég geti tekið mér almennilega pásu á eftir, Óli ætlar nebbla að kaupa köku eða eitthvað með kaffinu.. maður er bara eins og dóri "heppinn".. ok.. þetta var kannski ekki fyndið..
allavega overendát..
kv. kolla forritari.. AHAHAHAHAAH.... þetta var fyndið!!!

mánudagur, október 18, 2004

Jessssssss... ég á miða á Nýdönsk og sinfó... hversu geggjað er það? maður spyr sig....

fimmtudagur, október 14, 2004

já.. sko mig.. bara að blogga.. ha.. heiða.. dugleg maður..
segi annars bara ekkert!! var í prófi.. gekk ekki vel, mér gengur aldrei vel í krossaprófum, fékk reyndar 6 í síðasta krossaprófi eftir .. jahh.. frekar lítinn lestur, og ekki var lesturinn meiri núna, skólinn er eiginlega bara fyrir mér núna, er engan vegin að nenna þessu og jájá.. ég veit, þetta er að verða búið.. blabla.. ... ég nenni þessu ekki samt!!
er í tíma og kennarinn var að segja brandara og allir hlógu.. nema ég, var ekki að hlusta og missti af brandaranum.. hlæ með næst..
annars er ósköp eitthvað lítið að frétta, veit ekki alveg hvort ég á eitthvað að tala um leikinn í gær... hef áður lýst því yfir hér á þessu bloggi að ég ÞOLI ekki svía og leikurinn í gær var sko ekki til þess að ég breytti skoðun minni.. ætla aldrei að kaupa volvo.. verst að það eru flott húsgögn í IKEA.. allavega.. reyndar var nú Joey Tempest rosa sætur á sínum tíma.. og Final Countdown nottla sígilt..
jájá..

mánudagur, október 11, 2004

jæja.. komið að bloggi vikunnar.. eða eitthvað þannig..
en fyrst....
HEIÐA .. HÆTTU ÞESSU KVABBI.... svabbi.. ahahahahahah
nei, ég er ekki búin að missa vitið.. er bara svona stundum...
Búið að vera mikið að gera hjá manni.. maður er nú í vinnu ;o) .. já.. gengur bara þokkalega þar, á föstudaginn vorum við með litla kynningu á fyrirtækinu fyrir hina sem vinna á hæðinni og voru boðnar léttar veitingar (lesist: bjór og hvítvín) og var það bara rosa næs.. komin heim um kvöldmatarleitið og fórum við pallefortre, eiður og birkir bara á stælarann og fengum okkur borgara.. mjög gott.. játs .. og ekki má gleyma að ég tók 50% próf í viðskiptalögfræði um morguninn... og massaði það bara vonandi..
Svo á Laugardaginn fórum við mæðginin í kringluna og ég keypti föt á strákana fyrir um 15 þús kall!!! ok.. mér finnst kannski ekki neitt geðveikt mikið að kaupa gallabuxur fyrir 3000, þó svo ég myndi alveg þola að borga minna.. EN að borga 1000 krónur íslenskar fyrir nærbuxur handa sjö ára gömlum strák finnst mér bara ÓGEÐSLEGA MIKIÐ!!!! .. allavega, svo um 3 leitið fórum við í eins árs afmælisveislu hjá henni Guðrúnu guðdóttur minni og átum hreinlega á okkur gat!!
Sunnudagurinn leið bara í rólegheitunum, ég þvoði heil reiðinarbýsn af þvotti... var eitthvað farið að safnast soldið mikill þvottur svona.. er greinilega ekki alveg komin í rútínuna að vinna frá til 5 á daginn 5 daga vikunnar.. þarf t.d núna að vaska upp strax eftir matinn.. get ekki gert það í rólegheitunum þegar ég vakna..
Og svo í dag fór ég á námskeið hjá honum Dino í ASP.NET forritun, alveg hreint rosa hressandi, borðaði með fótboltalandsliðinu og svona í hádeginu.. jahh eða allt að því..
á morgun fer ég aftur á námskeið.. og þá fær maður að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér í sambandi við ASP.NET .. rosa spennó....
Svo er víst próf í stjórnun á .. uuu.. fimmtudaginn... þarf víst að lesa eitthvað fyrir það.. og svo er bara helgi aftur .. og ég er að hugsa um að fá mér bara bjór um helgina .. eða eitthvað..

þriðjudagur, október 05, 2004

Hæbb..
er í vinnunni.. gengur bara þokkalega held ég.. sooooollldið mikið samt svona sem maður þarf að komast inní.. er bara í því núna og verð örugglega næstu daga og vikur.. líður samt vel hérna fyrir utan helv.. kvefið sem ég náði mér í um helgina.. lág bara uppi í rúmi með 39 stiga hita á sunnudaginn.. en þar sem ég er svoddan nagli þá fór ég í vinnuna samt í gær og er hérna í dag, drekk bara Treo og kaffi til skiptis og þá reddast þetta... massa gott kaffi hérna í vinnunni maður.. og fullur ísskápur af PEPSI... jibbí .. fólkið er greinilega með almennilegan smekk sem vinnur hérna..
Jájá.. þið segið það.. jú og svo er líka 50% próf í viðskiptalögfræði á föstudaginn.. er víst heimapróf sem maður fær 3 tíma til að taka.. erfitt að læra fyrir þannig próf, .. enda er ég varla byrjuð, ætlaði að massa þetta um helgina en lagðist í bælið í staðinn..
játs og svo á guðdóttir mín hún Guðrún sæta afmæli á laugardaginn og auðvitað fer maður í partíið.. sem minnir mig á að þegar hún fæddist fyrir ári síðan .. stuttu eftir það fékk ég influensu og lá fárveik í marga daga.. gaman að segja frá því ..
jájá.. annars er hádegi.. ég ætla að skella í mig Treoinu sem ég var að hræra og svo fá mér eitthvað í gogginn..

sunnudagur, október 03, 2004

Hæbb..
sorrí hvað ég er búin að vera löt að blogga.. eyddi síðustu viku í það að stressa mig yfir því að ég væri að fara að vinna.. það gekk vægast sagt mjög vel, var orðin alveg drullustressuð á föstudaginn þegar fyrsti vinnudagurinn rann upp...
en eins og þið sjáið þá lifði ég hann af og vel það.... dagurinn var mjög góður og ég hlakka til að takast á við þetta .. það verður erfitt örugglega en ég hlýt að massa það bara..
Annars er ég lasin í dag.. er með höfuðið gjörsamlega stútfullt af hor.. jább er að drukkna úr kvefi og er það frekar ömurlegt, hausverkurinn með þessu ætlar allt að drepa og ekki einu sinni Treo vinnur á honum...
Við palli erum 11 ára í dag... það er ekkert smá skemmtilegt.. ég er búin að vera með honum þriðjung af æfinni, enda ekkert skrítið, maðurinn er bara æðislegur... og ég svona líka deadsexy með horið út á kinn.. hehe... er það nú kannski ekki alltaf en allavega í dag, ómg..