föstudagur, febrúar 27, 2004

Jæja það er bara kominn föstudagur..
Verkefnaskoðunin tókst bara svona líka ótrúlega vel.. þeir voru hrikalega ánægðir með okkur.. hvernig er annað hægt þegar hópurinn inniheldur svona kjarnakvenmann eins og mig.. híhíhí..
Ég er búin að vera ótrúlega dugleg í dag.. tók til og þreif og þvoði sængurfötin og bara allan pakkan.. svo kom palli sæti heim úr vinnunni og bakaði handa mér massa pizzu eins og honum einum er lagið og á meðan sat ég eins og fín frú í hreinni og fínni stofu og las Eystrahorn og sötraði á ísköldum öllara.. og þetta er bara byrjunin á frábærri helgi því á morgun ætlum við að koma strákunum í pössun og fara svo út að borða.. og sofa svo út og hafa það huggulegt allan sunnudaginn... ohhh ég er búin að hlakka til alla vikuna...
En á morgun ætlar skvísan að koma til mín og við ætlum að gera verkefni.. til svona fjögur eða eitthvað.. palli verður hvort sem er að vinna örugglega til 5 ...
spáið í það hvað lífið er æðislegt.. bara æðislegt.. ómg.. ég er svo happí eitthvað..

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Hæbb.. er að bíða eftir að ég komist heim, er að dl smá ;o)... fullt að gera í kvöld.. á að græja framvinduskýrsluna í lokaverkefninu.. það er 1. verkefnaskoðun með verkefnakennara og prófdómara á morgun kl 10 sharp.. rosa fjör... wish me luck..
Hef annars lítið að segja.. strákarnir eru hjá HH að borða saltkjöt og baunir túkall..
ok, dl er búið.. ég er farin..

laugardagur, febrúar 21, 2004

Eiður Tjörvi snillingur er kominn með þessa ótrúlega flottu massasíðu og þið finnið hana hér....
Hæbb..
Er þessa stundina að rembast við að forrita A* .... þokkalega spennandi.. .. er þá ekki alveg upplagt að blogga smá..

Loksins eftir heils árs bið er bolludagurinn að koma.. mér finnst þetta vera einn skemmtilegasti dagur ársins fyrir utan afmælið mitt og jólin og svona.. ég hlakka alltaf rosa mikið til þegar hann er að koma því þá get ég bakað og borðað vatnsdeigsbollur með rjóma og sultu í tugatali og það án þess að líða illa yfir því.. ekki það að mér líði einhverntíman illa yfir því hvað ég læt ofan í mig.. Verst að það er svo mikið að gera núna í skólanum að bakstrinum er stefnt í voða en ég skal baka .. þó ég þurfi að gera það í nótt !!! og margar bollur....
Eiður snillingur tók sig til áðan og tók til og ryksugaði alla íbúðina.. ekkert smá ótrúlega duglegur.. og Birkir er úti að leika sér í lordoftheringsleik.. með sverð og öxi og boga og aðrar nauðsynlegar græjur til þess að geta verið Aragorn, Legolas, Gimli eða Gandalf.. reyndar fær eiginlega aldrei neinn að leika Gandalf ..hann er svona ósnertanlegur og svo miklu betri en allir hinir að leikurinn yrði ekkert skemmtilegur.
Heiða og Pétur eru komin með nýtt lén og síðu og allan pakkannn .. kurbitur.net.. tjékkitt..

Annars er bara allt gott að frétta.. bara skóli og aftur skóli.. þannig að það er eins gott að halda áfram með A* til þess að 12 júni 2004 verði einhver merkisdagur í mínu lífi...

Já og Pési minn.. ég skal reyna að vera duglegri að uppfæra.. ebbarasomikiðagera...

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Jæja.. maður er alltaf jafn öflugur í blogginu..
Þurftum að bæta við lokaverkefnið aðeins og erum búnar að vera að vinna í því að fá það samþykkt.. og það tókst.. þannig að nú erum við á grænni grein..jahh eða eitthvað..
Annars er allt gott að frétta af okkur þannig.. allt á fullu í þessum blessaða skóla, á að skila 3mur verkefnum um helgina.. og svo er fyrsta verkefnaskoðun í lokaverkefninu á þriðjudaginn eftir viku þannig að ef ég er ekki að hringja í ykkur til að kjafta eða hitta ykkur þá bara verður að hafa það :D
Strákarnir eru byrjaðir í handbolta alveg á fullu, ekkert smá spennandi .. þeir ætla sko báðir í landsliðið..
Annars er akkúrat ekkert að frétta.. ég fer í baðhúsið á morgnanna, geri hringinn minn.. mæti í sjellið.. mæti í tíma (stundum), vinn í lokaverkefninu og geri skilaverkefni inn á milli þegar ég get.. svo kaupi ég í matinn .. elda.. læri.. og sofi... fjör ekki satt??...

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Til hamingju með afmælið elsku Sigrún mín....

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Jæja.. það er bara allt á fullu í lokaverkefninu, erum að skila Þarfagreiningunni á morgun og allt að verða vitlaust.. og ég vona að ég þurfi ekki að gera fleiri notkunartilvik í dáldið langan tíma því þá geng ég af göflunum.. word er ekki að spila gott mót þessa dagana, ég get sko alveg sagt ykkur það.. ég er samt klár í word sko..
Er að fara í vísó á morgun í landsbankann.. vona að þeir gefi okkur fullt að borða og drekka, ég á það sko alveg skilið eftir alla skítaþjónustuna sem ég hef fengið í þessum banka í gegn um tíðina..
Eitt verð ég líka að segja.. mér finnst 200000 naglbítar pottþéttir..
Já og Elli bró er kominn með nýtt blogg..sprellapleis.. allir að kíkja þangað..
Já og eitt enn.. ég á langbestu mömmu í öllum heiminum..

sunnudagur, febrúar 08, 2004

föstudagur, febrúar 06, 2004

Ok.. ég kemst ekki í Bárðardalinn .. er ótrúlega svekkt.. og þetta er ástæðan.. er nú samt drullufegin að við lögðum ekki af stað í dag.. hefði ekkert endilega viljað vera föst í skafli upp á heiði núna.. En ég fæ kannski að sjá alla fljótlega samt því ég var að fá gleðifréttir .. segi frá þeim seinna..
Þannig að það er bara handboltamót eftir nokkra klukkutíma.. þetta er bara eins og þegar maður er að fara til útlanda og þarf að vakna fyrir allar aldir.. svipuð stemming.. svo er það bara sjellið og notkunartilvikin og svona..
Ég er nú samt að vona að fyrst að helgin fór svona .. að ég komst ekki norður.. að mér takist þá í staðinn að prófa nýja fína fimmtánhundruðkróna bónusvöfflujárnið sem ég keypti mér í gær, gamla vöfflujárnið hennar Halldóru langömmu er eiginlega alveg dáið.. hitnar bara niðri en ekki uppi... svo bara bakar maður bónus vöfflur á bónus vöfflujárni og hefur bónussultu og bónusgerfirjóma með.. eða ekki.. að sjálfsögðu er allt ekta hjá mér.. ekkert bónussull...

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Hæbb..
ég er stíbbluð í nefinu.. er á fullu í lokaverkefninu, er að búa til notkunartilvikalýsingar hægri vinstri .. rosa gaman (!) er búin að vera rosa slöpp og þarfafleiðandi ekki búin að nýta mér þetta fína æfingaplan sem einkaþjálfarinn lét mig fá á mánudaginn.. en ég ætla á morgun.. ég skal.. mér hlýtur að fara að batnaaf þessu ljóta kvefi.. samt þá var ég nú næstum köfnuð úr hóstakasti í dag.. var í stödd í Fjölbrautarskólanum við Ármúla að njósna um nemendur.. þegar mér varð á að geyspa.. og fékk þetta líka þokkalega hóstakastið.. þurfti að fara út úr tíma .. eldrauð og blaut í framan og ég var næstum því dáin bara.. Bestla og Dísa geta staðfest það.. var eldrauð í framan og í augunum og tárin runnu út um allt.. frekar óskemmtilegt..
En svo að við tökum upp léttara hjal.. jahh eða léttara .. það er frekar leiðinleg færð norður í bárðardal og veðurspáin ekki til að hrópa húrra fyrir .. ég verð nú að segja það.. þannig að útlitið er nú ekkert rosa bjart sko.. en þrátt fyrir það verður nóg að gera um helgina ef ég fer ekki þangað, allt á fullu í þarfagreiningunni í lokaverkefninu, heimadæmi, verkefnaskil og bara allt og ef þa er ekki nóg þá á Eiður að mæta á fyrsta handboltamótið sitt á laugardagsmorgun upp í (gottabúí) Kópavogi kl HÁLF ÁTTA... finnstykkurettahægt???

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Hæbb..
Hafiði spáð í það afhverju það er ekki til heilsurækt fyrir karla eins og konur.. á brúsanum sem ég fékk í baðhúsinu stendur heilsurækt fyrir konur.. ef það hefði verið stofnuð heilsurækt fyrir karla á sínum tíma.. hefði þá ekki allt orðið vitlaust.. þ.e. allir þessir feministar yrðu örugglega fjólubláir í framan.. ekki það að ég ætli eitthvað að fara að ræða þetta hérna.. datt þetta bara í hug um daginn..

Annars er Birkir að verða hress.. mætti í skólann í morgun, ég er búin að vera drulluslöpp og er þeygjandi hás.. en bara gaman að því .. viskivoice er nú alltaf svo sexí (!) hehe

Mikið djöfull langar mig á Norðurlandið um helgina .. ha... !!!