laugardagur, febrúar 21, 2004

Hæbb..
Er þessa stundina að rembast við að forrita A* .... þokkalega spennandi.. .. er þá ekki alveg upplagt að blogga smá..

Loksins eftir heils árs bið er bolludagurinn að koma.. mér finnst þetta vera einn skemmtilegasti dagur ársins fyrir utan afmælið mitt og jólin og svona.. ég hlakka alltaf rosa mikið til þegar hann er að koma því þá get ég bakað og borðað vatnsdeigsbollur með rjóma og sultu í tugatali og það án þess að líða illa yfir því.. ekki það að mér líði einhverntíman illa yfir því hvað ég læt ofan í mig.. Verst að það er svo mikið að gera núna í skólanum að bakstrinum er stefnt í voða en ég skal baka .. þó ég þurfi að gera það í nótt !!! og margar bollur....
Eiður snillingur tók sig til áðan og tók til og ryksugaði alla íbúðina.. ekkert smá ótrúlega duglegur.. og Birkir er úti að leika sér í lordoftheringsleik.. með sverð og öxi og boga og aðrar nauðsynlegar græjur til þess að geta verið Aragorn, Legolas, Gimli eða Gandalf.. reyndar fær eiginlega aldrei neinn að leika Gandalf ..hann er svona ósnertanlegur og svo miklu betri en allir hinir að leikurinn yrði ekkert skemmtilegur.
Heiða og Pétur eru komin með nýtt lén og síðu og allan pakkannn .. kurbitur.net.. tjékkitt..

Annars er bara allt gott að frétta.. bara skóli og aftur skóli.. þannig að það er eins gott að halda áfram með A* til þess að 12 júni 2004 verði einhver merkisdagur í mínu lífi...

Já og Pési minn.. ég skal reyna að vera duglegri að uppfæra.. ebbarasomikiðagera...