fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Hæbb..
ég er stíbbluð í nefinu.. er á fullu í lokaverkefninu, er að búa til notkunartilvikalýsingar hægri vinstri .. rosa gaman (!) er búin að vera rosa slöpp og þarfafleiðandi ekki búin að nýta mér þetta fína æfingaplan sem einkaþjálfarinn lét mig fá á mánudaginn.. en ég ætla á morgun.. ég skal.. mér hlýtur að fara að batnaaf þessu ljóta kvefi.. samt þá var ég nú næstum köfnuð úr hóstakasti í dag.. var í stödd í Fjölbrautarskólanum við Ármúla að njósna um nemendur.. þegar mér varð á að geyspa.. og fékk þetta líka þokkalega hóstakastið.. þurfti að fara út úr tíma .. eldrauð og blaut í framan og ég var næstum því dáin bara.. Bestla og Dísa geta staðfest það.. var eldrauð í framan og í augunum og tárin runnu út um allt.. frekar óskemmtilegt..
En svo að við tökum upp léttara hjal.. jahh eða léttara .. það er frekar leiðinleg færð norður í bárðardal og veðurspáin ekki til að hrópa húrra fyrir .. ég verð nú að segja það.. þannig að útlitið er nú ekkert rosa bjart sko.. en þrátt fyrir það verður nóg að gera um helgina ef ég fer ekki þangað, allt á fullu í þarfagreiningunni í lokaverkefninu, heimadæmi, verkefnaskil og bara allt og ef þa er ekki nóg þá á Eiður að mæta á fyrsta handboltamótið sitt á laugardagsmorgun upp í (gottabúí) Kópavogi kl HÁLF ÁTTA... finnstykkurettahægt???