föstudagur, febrúar 06, 2004

Ok.. ég kemst ekki í Bárðardalinn .. er ótrúlega svekkt.. og þetta er ástæðan.. er nú samt drullufegin að við lögðum ekki af stað í dag.. hefði ekkert endilega viljað vera föst í skafli upp á heiði núna.. En ég fæ kannski að sjá alla fljótlega samt því ég var að fá gleðifréttir .. segi frá þeim seinna..
Þannig að það er bara handboltamót eftir nokkra klukkutíma.. þetta er bara eins og þegar maður er að fara til útlanda og þarf að vakna fyrir allar aldir.. svipuð stemming.. svo er það bara sjellið og notkunartilvikin og svona..
Ég er nú samt að vona að fyrst að helgin fór svona .. að ég komst ekki norður.. að mér takist þá í staðinn að prófa nýja fína fimmtánhundruðkróna bónusvöfflujárnið sem ég keypti mér í gær, gamla vöfflujárnið hennar Halldóru langömmu er eiginlega alveg dáið.. hitnar bara niðri en ekki uppi... svo bara bakar maður bónus vöfflur á bónus vöfflujárni og hefur bónussultu og bónusgerfirjóma með.. eða ekki.. að sjálfsögðu er allt ekta hjá mér.. ekkert bónussull...