miðvikudagur, október 29, 2003

Jæja Miðvikudagur.. omg hvað tíminn líður hratt á gervihnattaöld...
Er að fara í tíma í markaðsfræði núna eftir hálftíma .. á eftir að gera eitt stædæmi .. og eitt forritunarverkefni í þessari viku... við María ætlum að massa þetta á morgun hmhm..
Bandamannadagur á morgun og lokaverkefni kynnt.. vonandi að maður detti niður á spennandi lokaverkefni..
Annars er ekkert að frétta.. kannski fer ég austur um helgina.. það verður fjör... ef ég þori að vera það kærulaus að fara tveim vikum fyrir próf.. en hvahhh... ekki fyrr en hinn daginn..
Ég er ánægð með lífið þessa dagana.. veit ekki af hverju samt.. gaman í skólanum.. samt mikið að gera .. maður er orðinn svo kærulaus eitthvað.. ekkert að vera stressa sig of mikið þá fær maður bara vöðvabólgu og hausverk þannig að maður tekur þetta bara á kæruleysinu.. svona eins og ég er vön, gengur ekkert betur ef maður stressar sig of mikið, allveg búin að sjá það eftir allt saman.. mér líður vel.. áfram KR.. íha..

þriðjudagur, október 28, 2003

Er á fullu að gera heimadæmi... bara svo þið vitið það.. þori ekki að byrja á forritunarmálsverkefninu.. langar austur um helgina.. annars ekkert..

mánudagur, október 27, 2003

Langaði bara að sýna ykkur hvað ég á flotta frænku...
Hellúúú..
Góð helgi liðin, er samt hálf þreytt eftir hana... ég veit, ég ætlaði að slappa af en á laugardaginn tók ég til, bauð Hrafnhildi, Gísla Tjörva, Sunnu Kristínu og Heiðu í bollur, gerði nokkur heimadæmi og horfði á crossroads..(sem var btw leiðinleg og ótrúlega fyrirsjáanleg, meira að segja eiður var búinn að sjá út að hún myndi kyssa gaurinn)
Svo á sunnudaginn mætti mín í skólann kl hálf 11 að hitta hópinn minn í "dresstokill" verkefninu í markaðsfræði. Svo um hálf 3 fór ég upp á skaga með Hrafnhildi og Sunnu Kristínu að heimsækja Döddu og Binna og Guðrúnu. Hún er bara æðisleg þessi dama.. horfir bara á mann eins og hún sé að rannsaka mann, samt er hún bara rétt að verða 3ja vikna.. mer finnst það ótrúlegt .. Hún er líka komin með heimasíðu og ég er búin að linka á hana þannig að endilega kíkiði á hana, hún er allveg ótrúlega yndisleg...
Annars þá er það bara verkefni og svona... ekkert nýtt..

föstudagur, október 24, 2003

Föstudagskvöld og ég var að skila reikniritaverkefninu.. var nú ekkert að rokka í þessu verkefni en samt .. gerði eins og ég gat miðað við allt og allt enda ekki nema 10% verkefni.. búin að vera slöpp í dag.. er ekki allveg orðin góð af þessari flensu held ég..
Loksins komin helgi og ég ætla að slaka á og slappa af alla helgina, kannski reyna að gera heimadæmi fyrir fimmtudag því svo er erfitt forritunarverkefni næsta föstudag.. en ég ætla samt að slappa af..!!!
ps. ég er ekki búin að velja :$

fimmtudagur, október 23, 2003

Hellú... fyrst að það var miðvikudagur í gær þá hlýtur að vera fimmtudagur í dag....
Er á fullu í verkefnavinnu, ekkert að frétta nema það að Eiður sæti fékk góminn sinn í dag. Núna er hann með fullan munn af vírum og plasti og ég þarf að skrúfa/tjakka góminn út 2svar á dag í 14 daga með þartilgerðri græju sem ég vil kalla tjakk... virkar svipað sko... Hann stóð sig náttúrulega eins og hetja þessi elska..algjör hetja...
ég er gjörsamlega tóm í hausnum núna.. er orðin hálf Excel steikt því ég er að gera verkefni í excel og kann bara ekki baun á það .. gaman að segja frá því.. Í sambandi við valið þá er ég að verða búin að ákveða mig.. ráðfærði mig við föður minn í gær og við í sameiningu komumst að niðurstöðu.. jahh eða þannig.. ég er samt ekki búin að velja.. best ég drífi í því svo ég hætti að velta mér upp úr þessu... velti velt..

miðvikudagur, október 22, 2003

man ekki hvaða dagur er í dag...
Mikið að gera, skila verkefni í dag í markaðsfræði, heimadæmi á morgun og skilaverkefni í reikniritum á föstudag.. þannig að það hlýtur að vera miðvikudagur...
Ekkert að frétta, er ekki í góðu skapi, erfitt að vera jákvæður... allavega í dag, er aftur komin í þá klemmu um það hvaða kúrsa ég á að velja..held að þetta sé hringur númer 39 eða eitthvað.. viðskiptafræði val er ekki kúl ef maður ætlar í master og núna langar mig í master en veit samt ekki en vil ekki útiloka möguleikann með að taka viðskiptafræðival, samt léttara að taka viðskiptaval, ég er komin með nett ógeð á að vera alltaf á kafi, en samt bara ein önn eftir en þá geri ég líka lokaverkefni og það verður ekki piknikk, langar samt í hreina B.Sc gráðu í tölvunarfræði, samt verður það miklu erfiðara.. ég verð að fara að ákveða mig.... hjálp.. vill einhver ákveða þetta fyrir mig plííííís...
Eitt er þó í fréttum. Ég eða við fórum í foreldraviðtal í gær hjá kennurum strákana og þeir eru náttúrulega langflottastir og bestir... rosa duglegir.. og við erum montnustu foreldrar í heimi...

mánudagur, október 20, 2003

Mánudagur
Mín er mætt í skólann....
er í endalausum tímum í dag er td að fara í tíma á eftir kl hálf 2 sem verður til korter yfir fjögur... úff ég er bara strax orðin syfjuð við tilhugsunina að fara í tíma og hlusta á blaður um svona og hinsegin tré.... en það er bara gaman af því
Fór á Erling í gær. Pottþétt sýning svo ekki sé meira sagt. Heiða og Pétur klikkuðu á síðustu stundu þannig að kl tímínútur í átta átti ég tvo miða auka á sýningu klukkan átta... frekar glatað.. en við palli sæti fórum og græddum rosa fínt og rómó leikhúskvöld og pylsu á bæjarins bestu og kók á eftir þannig að ég saknað heiðu og péturs bara ekkert.. hehe
Annars er allt í fína.. núna er maður bara kominn á fullt í skólanum aftur, skilaverkefnin allveg að drekkja manni, Kári sleppti mér við smalltalk verkefnið, hann er nú bara frábær hann kári ... og svo fékk ég 9 fyrir skilaverkefnið í fjárhagsbókhaldi og ég, talnablinda manneskjan sem týni 400 köllum allveg hægri vinstri, get nú ekki verið annað en bara ánægð með það...
Birkir er að fara í afmæli á eftir og svo eru það foreldraviðtöl á morgun og það þýðir frí í skólanum hjá þeim.. svo er vetrarfrí í lok mánaðarins... Það er bara alltaf frí í þessum skóla... ekki allveg nógu gott.. allt systemið fer úr skorðum og bara vikan ónýt.... Svo fær Eiður góminn á fimmtudag og ég má ná í nýja VISA kortið á miðvikudag svo ég geti nú borgað fyrir góminn... þannig að ÞAÐ ER ALLT AÐ GERAST... vvvvvíííííííí

sunnudagur, október 19, 2003

Hafðið pælt í því hvað U2 er hrikalega gott band??? Ég sit hérna í skólanum og er að rembast við eitthvað verkefni, alein og hundleiðist, dett þá í hug að hlusta á einhverja góða tónlist og eins og oftast verður U2 fyrir valinu. Og hvað gerist... Elevation í botni og maður verður bara að stökkva upp á borð og dansa og syngja... maður er bara næstum að missa sig, aleinn og fúll í skólanum.. Þeir eru geggjaðir.... sko stones hvað????

Annars ekkert að frétta.. fór í skólann í fyrsta skipti í 10 daga í dag... gaman að því...Svo er það bara leikhúsið í kvöld með Heiðu og Pétri í kvöld, erum að fara að sjá Erling í loftkastalanum, á að vera massa sýning.. vona það..

föstudagur, október 17, 2003

Föstudagur
Jæja, mér er nú svona smán saman að batna, er bara núna með kvef og hósta og er reyndar allveg drulluslöpp en það hlítur að lagast svona með tímanum.
Það á nú ekki af þessari fjölskyldu minni að ganga þessa dagana, það nýjasta er að Toggi bró velti bílinum sínum í nótt og gjöreyðilagði hann. Hann slapp sjálfur sem betur fer með skrámur, einhverja skurði á enninu og eyranu. Mér skilst að hann hafi verið að sveygja fram hjá rollu... hann hefði bara átt að strauja hana, nú situr hann eftir með ónýtan bíl og allt í veseni af því að það var rolla að þvælast á þjóðvegi númer eitt... !!! Þetta er til háborinnar skammar að það skuli vera látið viðgangast að rollur séu við þjóðveginn á Íslandi og ég vil segja að Austur Skaftafellssýsla, sem er besta og fallegasta sýslan á öllu landinu, er með brækurnar gjörsamlega á hælunum í þessum efnum. Þetta vita þeir sem keyra frá Reykjavík til Hornafjarðar, varla að sjá rolluskjátu á leiðinni en um leið og keyrt er inn fyrir sýslumörkin þá fyllist allt af rollum og er þetta til skammar, ég veit að þetta er löng sýsla og allt það en bændur ættu að sjá sóma sinn í því að reyna að drullast til að halda þessum búfénaði sínum innan girðingar... og það sem er svo ótrúlegt er að ef einhver verður fyrir því að keyra á rollu þá er hann skaðabótaskyldur gagnvart bóndanum sem á rolluna... þó svo að rollan hafi verið á miðjum þjóðvegi númer eitt... æ þetta er stórskrítið. Maður verður bara svo fúll þegar svona gerist, það er ekki nema ca eittoghálft ár síðan Fjóla keyrði á rollu á þessum sama bíl og hann var á verkstæði heillllllengi og kostaði fullt af pening...
Þannig að ég segi bara eitt... Bændur, hirðiði fjandans rollut***urnar af veginum ... og fyrst ég er í þessum ham þá skora ég líka á íbúa nesjahverfis að losa göturnar við hundaskít og hunda og gera nesjahverfið að hundafríu hverfi ... heheheheheh

miðvikudagur, október 15, 2003

ps. tókuði eftir því að ég minntist ekkert á skólann í síðustu færslu..
Miðvikudagur...
Influensan hefur gert innrás á mínu heimili. Ég er búin að liggja í flensu núna síðan á Sunnudag, búin að vera með háan hita, beinverki, kvef, hósta, hausverk og ógleði.. semsagt allann pakkann, en er vonandi að skríða saman aftur .. hitinn að lækka og beinverkirnir orðnir minni... Birkir er búinn að vera heima síðan á föstudag og nú er minn heittelskaði kominn með hita líka.. Þannig að það er erfitt að vera jákvæður þessa dagana.. og þó, ég er búin að fá að sofa út alla vikuna, það er jákvætt.. þannig að þið sjáið að það er alltaf hægt að finna jákvæða hliðar á öllum málum...
Annars gerðist nú hellingur um helgina.. ég fór upp á skaga og var viðstödd þegar litla krúttið hennar Döddu var skírð, allveg endalaust falleg stelpa, og fékk hún nafnið Guðrún. Daginn eftir( daginn sem flensan braust inn) var Möttustrákur skírður og fékk hann nafnið Tómas Orri ....
Síðan er ég búin að liggja í rúminu...

föstudagur, október 10, 2003

Föstudagur víííí...
Jæja ég var passlega búin að sleppa hendinni af lyklaborðinu í gær þegar Hrafnhildur systir hringdi og sagði mér að Dadda væri búin að eignast litla stelpu ...Jibbí... hvað sagði ég ekki, ég vissi að þetta yrði stelpa.. Til hamingju elsku Dadda og Binni .. ég verð að drífa mig upp á skaga og skoða skvísuna, verst að Birkir minn er lasinn og ég kemst ekki einu sinni út í búð, hvað þá upp á skaga... En ég fer eins fljótt og ég get!!!!
Annars er bara frábært veður í höfuðborginni núna sól og blíða, Birkir er með hita og hálsbólgu og hundslappur.. eins og Heiða frænka hún er víst líka lasin..
Ég er að reyna að lesa fyrir fjárhagsbókhaldspróf sem verður á mánudaginn, en gengur ekki nógu vel þegar maður þarf að sinna sjúklingi..
Það gengur nokkuð vel að vera jákvæð, ég t.d. þarf rosa mikið að þvo þvott og hef hugsað mér að gera það í dag fyrst ég þarf nú að vera heima... og hvað er svona jákvætt við það?? Júbb.. þá þarf ég ekki að gera það um helgina... þetta kalla ég sko jákvæðini!!!

fimmtudagur, október 09, 2003

Fimmtudagur til fjár...meme
Neinei.. fínt veður úti og svona, smá rok.. fór með Eið í tannréttingar í gær og ég, fátæki námsmaðurinn þurftir að reiða af hendi litlar 23700 krónur ... ég er búin að sækja um Visakort til að geta dreift þessu, djöfull er þetta ógeðslega dýrt... Þessir tannlæknar eru glæpamenn... já ég segi glæpamenn!!!!
Annars er fínt að frétta, fékk 7 í forritnarmálsprófinu sem ég ætlaði ekki einu sinni að mæta í því ég kunni ekkert... þannig að mín er nú bara sátt við 7 sko..
Dadda mín er ekki enn búin að fjölga mannkyninu, við fórum á kaffihús í gærmorgun eftir að ég var búin að skila Eiði í skólann aftur. Ég sagði barninu að drífa sig út, en það ætlar að verða líkt mömmu sinni, ekkert að vera gera það sem aðrir vilja heldur bara ég sjálf/ur.. Annars þá er ég viss um að þetta er stelpa.
Annars er mitt mottó núna AÐ VERA JÁKVÆÐ... ég hef ekki orku í alla þessa neikvæðni þannig að allt er gott, allt er gaman( sumt bara ekki eins gaman en samt gaman, allir eru skemmtilegir ( sumir bara ekki eins skemmtilegir en samt skemmtilegir).... osfrv.. LÍFIÐ ER YNDISLEGT.. alltaf

þriðjudagur, október 07, 2003

Jamm og jæja.. Þriðjudagur til þrautar..
Stærðfræðiprófið búið og það er skemmst frá því að segja að það gekk ekki vel. Þungt, laaaaannnnngggtttt og ömurlegt próf.!!!!! og ekki orð um það meir..!!
Annars er nú mest lítið að frétta nema þau undur og stórmerki að ég á ekki að skila neinu verkefni í þessari viku.. kennararnir eru bara góðir við okkur.. (jahh nema þessi stærðfræðikennari, hann var sko ekki góður í morgun) en hins vegar er próf í næstu viku, strax á mánudag kl 8:15 og svo tvö verkefni.. þar af eitt þar sem ég á að forrita gluggaforrit í Smalltalk.. Smalltalk er btw eldgamalt forritunarmál sem enginn,nema kannski einhverjir glataðir nördar, ( ekki svona töff tölvunördar eins og ég heldur svona glataðir) notar lengur.. og ef maður er að velta fyrir sér afhverju maður þarf að kunna að forrita í einhverju eldgömlu forritunarmáli til að verða tölvunarfræðingur, þá er ég ekki rétta manneskjan til að spyrja.. mér finnst þetta vera eins og ... jahh... æ hef ekki einu sinni hugmyndaflug í að finna upp hvað þetta er eins og ..
Vá hvað ég röfla..
Setti inn linka á tvo flotta töffara sem eru sko frændur mínir líka.. heh .. Óskar Örnu og Boggason og svo Möttu og Hjálmarsson.. sem á að fá nafn á Sunnudaginn á afmælisdaginn hennar Döddu sem er btw ekki enn búin að fjölga mannkyninu... ég dáist að þrautsegjunni í barninu .. átti að koma í heiminn 27.sept.. ... ójá..

föstudagur, október 03, 2003

Föstudagur...fjúhh
Ókey.. ég hef sagt það áður.. en núna virkilega meina ég það.. ÞAÐ ER ALLT AÐ VERÐA KREISÍ...
fór í próf í morgun, var nú reyndar næstum hætt við að mæta en strákarnir skömmuðust svo mikið í mér að ég lét mig hafa það að mæta í prófið, fórum meira að segja yfir eitt smáræði af efninu á símafundi 20 mín fyrir próf, Snæbjörn var með gemsa með speaker þannig að við sendum vinnufélaga hans spurninguna í email, hringdum svo í hann, settum símann á speaker og fengum fjarkennslu í gegn um gemsann.. tæknin er æðisleg .. og spurningin kom á prófinu.. og við gátum hana held ég öll ... bara snilld..
Mér gekk miklu betur en ég hélt á þessu prófi, er allveg drullufegin að ég drullaðist.. drull drull..
Og nú sit ég sveitt yfir verkefni í fárhagsbókhaldi (sem sumir kalla fjandansbókhald), á að skila fyrir miðnætti... og þetta hefur kennt mér eitt!! ég verð aldrei góður bókhaldari. Það er bara staðreynd. Ég veit ekki hversu oft ég er búin að týna færslum í þessum fjanda.. og svo er ég svo talnarugluð að það hálfa væri nóg, en þetta er alls ekki leiðinlegt sko, ég bara verð svo rugluð í hausnum og sé ekkert nema dálka og tölur þegar ég loka augunum.. rosa fjör, allt köflótt ..
Annars er rosa gott veður og ma&pa á leiðinni í bæinn.. ótrúlega þægilegt, það vill nebblega svo skemmtilega til að ég er að fara í stærðfræði próf á þriðjudaginn.. og pabbi að koma í bæinnn... hmm... ekki slæmt..
Já og eitt lítilræði enn...
Palli og ég eigum 10 ára afmæli í dag.. og ég er ástfangin sem aldrei fyrr .. enda er hann líka langflottastur.. :o)

miðvikudagur, október 01, 2003

Miðvikudagur..
vikan hræðilega er hálfnuð.. ;o).. það er gott!!
Ég er ekki búin að ákveða hvort ég er í góðu skapi eða ekki.. held að netkortið í tölvunni minni sé ónýtt... allavega er það hætt að virka og ég nenni ekki að finna út úr því fyrr en ég kem heim í kvöld, núna er ég að skrifa þetta á kennaravélina í 301.. vélin sú er gömul og þreytt, jahh allavega miðað við þær vélar sem eru hérna í skólanum en hún dugar fínt í það að vera á netinu og blogga..
Annars ætti ég að vera að gera verkefni í fjárhagsbókhaldi, er komin smá áleiðis.. kannski svona hálfnuð en ég nenni ekki að byrja því að ég er að fara í tíma kl 16:15..
Strákarnir eru í í fríi í dag, starfsdagur í skólanum og ég veit ekki hvað.. þeir eru hjá Hrafnhildi þannig að þeir hafa það örugglega rosa fínt, Edda ætlaði svo að sækja þá á eftir.. Palli sæti er á námskeiði einhversstaðar úti á landi.. þ.e. í Iðnrekstrarstofnun.. sem er einhversstaðar lengst uppí Grafarvogi..allveg úti á landi...
Annars hefur ekkert gerst.. ég er að bíða eftir því að barnið hennar Döddu komi í heiminn, það er eitthvað að láta bíða eftir sér, ég get ekki beðiið eftir fá að sjá það... drífa sig..