fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Fimmtudagur til fjár... hagsbókhalds.. eða ekki..
Fallin í fjárhagsbókhaldi !!!
Ekki það að það komi eitthvað á óvart sko.. ekkert smá mikið efni og enginn tími til að grúska í þessu.. verður bara að hafa það, massa þetta bara í endurtektinni í janúar.. 4 tíma próf og mér var nú bara farið að leiðast, æfði mig í að skrifa kennitöluna mína í binary.. sá þá að það var bara tímabært að koma sér út !!!
Fór í fyrsta tímann í aðventunámskeiðinu í morgun, virðist ætla að vera bara þægilegt, engin stór verkefni og EKKERT PRÓF þannig að ég held að ég sé búin í skólanum 16. des sem er ekki leiðinlegt,.. nógur tími þá til að læra þetta fjárhagsbókhald ...
Annars er bara allt fínt að frétta, erum líklegast komnar með lokaverkefni, hanna tjóna og kvartanakerfi fyrir Shell... samt erum við að spá í að kíkja á fund hjá öðru fyrirtæki á morgun, láta bjóða svolítið í okkur..
En núna er ég að spá í að fara heim og gera AKKÚRAT EKKI NEITT... kominn tími til.. jahh nema ég vaski upp uppvaskið síðan á ... uu... mánudag, aldrei að vita...

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Verð nú bara að segja að þetta gleður mitt litla hjarta... held að sumir (*hóst Pabbi hóst*) verði nú að fara að taka til baka það sem þeir sögðu fyrir um c.a. 17 árum síðan...

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Merkilegt með suma daga.. alveg allt kreisí en samt einhvernveginn gerist ekki baun...
Var mætt upp í skóla með barbietec bara um hálf níu í morgun, ætluðum að massa fjáransbókhaldið en bara einhvern vegin tókst okkur að eyða deginum í ekki neitt.. byrjuðum á að taka daglegan rúnt á netinu, dánlóda og svoleiðis, svo þurftum við að prenta út (allir vita að maður getur ekki byrjað að læra fyrr en maður er búinn að prenta út nokkur blöð !!) en reyndar þurfti ég að sækja pappír og svo var tónerinn búinn í prentaranum og svona.. , svo komu skúrurnar og þurftu að þrífa stofuna því það átti að vera próf í stofunni klukkan eitt, .. svo gátum við lært smá í stund, alveg í svona hálftímaþrjúkorter.. en svo, fyrst að það var að byrja próf í stofunni og við þurftum að finna nýja stofu... þá ákváðum við að fara í kringlunna og kaupa okkur að borða, kaffi og svona.. tyggjó .. og svo bara þegar við vorum loksins komnar í skólann aftur.. þá var klukkan orðin alveg að verða hálf tvö og ég átti að mæta á lokaverkefnisfund hjá Shell klukkan hálf tvö.. sem ég gerði.. hellti yfir mig kaffinu í bílnum á leiðinni og takið eftir.. það er ekki gott að skafa snjó af bíl og drekka kaffi túgó í einu.. mætti semsagt á fundinn.. við ætlum að negla þetta verkefni.. var þar til hálf 3 .. þurfti að bíða á beygjuljósum endalaust meðan ljósin fóru 10 hringi eða eitthvað þannig að ég var ekki komin í skólann fyrr en að verða þrjú.. settist niður .. engin nettenging í stofunni þannig að ég hljóp (takið eftir hljóp) upp á fimmtuhæð og náði í tölvukall sem græjaði einhvern frosinn svitch.. gerði svo eitt dæmi.. náði í Birki sæta fyrir 4, hjálpaði Eiði að læra .. bauð þeim á KFC því Palli er að vinna til allavega 10 í kvöld.. kom þeim í rúmið og er núna búin að vera að blogga þetta lengi lengi... En á morgun.. jahhá .. á morgun verður sko tekið áðí ....

mánudagur, nóvember 24, 2003

Mánudagur...
Forritunarmál í dag, gekk bara betur en ég þorði að vona.. reyndar vonaði ég ekki baun, var eiginlega viss um að ég væri að fara í endurtekt.. en mér gekk betur en ég hélt og núna vona ég að ég skríði og fái frí frá Smalltalk, scheme, SML og Prolog um jólin...ójá...
Annars svossem ekkert að frétta.. Eiður massaði samræmdu prófin, hann er snillingur þessi elska... fékk 10 fyrir rúmfræðihlutann í stærðfræðinni, ætlar að verða klár í henni eins og mamma hans...
Næst er það bara fjárhagsbókhald.. debit og kredit.. er hægt að hafa það betra .. hmhm óje...

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Til hamingju með afmælið elsku pabbi minn, vildi að ég væri hjá þér, knús og kossar....

föstudagur, nóvember 21, 2003

Jæja.. long time no see...
Dresstokill gekk rosa vel, við mössuðum þetta og fengum 9 fyrir .. fór ekki í flugfreyjuskónum samt...
Reiknirit gekk svona lala.. er örugglega búin að ná en veit ekki með hversu vel ég náði...
Tölvan mín er búin að vera biluð síðan á mánudag en palli snilli gat lagað hana.. hann er bara snillingur þessi maður.. enda er hann maðurinn minn hehe..
Forritunarmál á mánudag ..úfffffff...

Átti smá líf í dag, hitti Döddu og Guðrúnu í Kringlunni í dag.. fengum okkur kaffi á kaffitár og Guðrún fékk sér brjóstamjólk.. hún er ótrúlega æðisleg..., fór heim, bakaði pönnsur, eldaði mat, hringdi í mömmu og nú er ég bara að fara að græja Laugardagsnammið sem er oftast á föstudögum og ætla svo að fara snemma að sofa...

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Stærðfræðileg greining búin og hún gekk svona og svona.. 3ja tíma próf og ég hefði getað verið í tvo tíma í viðbót.. það er alveg merkilegt hvað stærðfræðikennarar (flestir sko ekki sumir ...(ekki pabbi ;) ).. hafa prófin alltaf löng.. Það er alltaf eins og maður þurfi að hlaupa hundraðmetrana í þessum prófum, maður þarf svo að flýta sér.. og kemur í stresskasti út!!! En ég vona bara að ég nái, náði ekki að klára ein 30% en vona að það hafi verið eitthvað vit í þeim 70% sem ég svaraði...

Núna er dresstokill á morgun.. (víííííí ... get ekki beðið eftir að ljúka því af ) og svo næsta próf á dagskrá er Reiknirit á föstudaginn..
Þar sem þetta er svo einkar áhugavert og spennandi fyrir utanaðkomandi þá dúndra ég fréttum af prófum og gengi eins oft og ég get..
Þangað til næst...

sunnudagur, nóvember 16, 2003

ótrúlegt hvað tíminn líður .. eitt ár liðið frá því að ég varð svo ótrúlega heppin að eignast flottustu frænku í heimi...
Til hamingju með daginn Kollustelpa... luvja..

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Ok... ég er gjörsamlega að farast úr stressi og pirringi.. dresstokill verkefnið er að fara með mig.. prófin að byrja.. stærðfræði á þriðjudag, dresstokill á miðvikudag og reiknirit á föstudag.. núna er fjáransbókhaldsverkefni á borðinu.. Hef ekki tíma til að pissa einu sinni hvað þá blogga svo sorrí... þið eruð æðisleg..

ps... bara svo þið vitið það þá eru þetta LOKAPRÓF og ég þarf að taka fimmmmm stykki...

mánudagur, nóvember 10, 2003

Jæja.... Maður er alveg að missa sig hérna yfir skólabókunum.. eða ekki...
Ekkert smá hvað maður er í mikilli lægð þessa dagana, prófin byrja eftir viku og ég er einhvern vegin ekki að massa þetta núna.. er td. búin að sitja hérna í skólanum síðan ellefu eða eitthvað í morgun og er alls ekki búin að gera neitt af viti.. vona bara að þessi lægð líði hjá sem fyrst ...
Borðuðum öll hjá Hrafnhildi í gær, ég og mín fjölskylda.. Heiða og Pétur og svo auðvitað Toggi og Chloie.. rosa gaman borðuðum taco sem Toggsterinn eldaði og það var bara rosa fínt.. langt síðan við höfum hittst öll systkinin ( hehhe) vantaði nú samt Elías .. já og ma&pa.. frekar fúlt.. en samt gaman.. en læralæralæra (jeræt)...

laugardagur, nóvember 08, 2003

Laugardagur til lukku ..
Það er óhætt að segja að þvottavélar eru ekki alveg að gera sig í þessari fjölskyldu.. allavega ekki þeim parti sem býr hér á suðvesturhorninu.. heiða segir eina skrautlega þvottavélasögu á blogginu sínu og eins og hægt er að lesa þar þá lánaði ég henni þvottavélina mína sem ég er ekki að nota því ég bý í blokk þar sem er svona þvottahúsasystem og risastór þvottavél sem ég ætlaði að skella í í morgun.. nema þvottavélin er biluð.. allur þvotturinn blotnaði en þvoðist ekkert.. þannig að ég hringdi náttúrulega í heiðu og fékk að setja í þvottavélina mína hjá henni... sem var bara gaman.. fékk köku og gerfirjóma (úr sprautu sem var bragðlaus en samt var kakan miklu betri af því það var rjómi með henni) og kaffi og jarðarber namminamm.. toggsterinn kom því hann var að fá lánaðann bílinn hennar heiðu til að ná í chloie út á flugvöll.. hún er loksins að koma til hans... þannig að nú hefur fjölskyldan stækkað um einn..eða eina.. bara gaman af því .. við erum að hugsa um að borða saman systkynin( eru tvö uffsilon í systkyni???) til þess að við stóru systurnar getum fengið að kynnast henni aðeins áður en þau fara austur.. aumingja grey stelpan.. hitta þrjár stórusystur í einu sem mæla hana út til að tékka hvort hún er nógu góð fyrir litla bróður.. kannski bara best að ljúka því af og hitta okkur allar í einu.. við verðum örugglega bara góðar við hana.. erum svossem ekki vanar öðru.. ekki það að við séum oft í þessari aðstöðu.. hefur eiginlega bara gerst tvisvar áður sko ...
Farin að kaupa kvöldmat .. leiter...

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Góðan og blessaðan...
Það er fátt sem gerist í mínu lífi þessa dagana nema það að læra og læra og læra.. ég er alla daga í skólanum, skuttlast með strákana til Eddu þegar þeir eru búnir í skólanum eða þá að hún sækir þá.. sé þá svo eftir kvöldmat þegar annað hvort ég sæki þá eða Edda keyrir þá.. þetta er frekar eitthvað sorrí allt saman..
"Dresstokill" verkefnið gengur svona lala.. ég hringdi í hann Þorstein sem er aðstoðarframkvæmdastjóri á einhverju sviði þarna í Orkuveitunni og hann er til í að svara spurningum frá okkur.. gott hjá honum, ég hélt samt að við ættum að flytja fyrirlesturinn næsta miðvikudag en þá eigum við víst ekki að flytja hann fyrr en 19. nóv.. þannig að við græddum viku, en stærðfræðiprófið er 18. þannig að ég hefði nú verið sáttari við að ljúka þessu bara eftir viku ..
Þessa dagana er ég að vinna í 4 síðustu verkefnum þessarar annar (víííííí...) , í stærðfræði(heimadæmi), markaðsfræði(dresstokill), Fjárhagsbókhald(afstemming og eitthvað) og svo forritunarmál(forrita í prolog) og svo byrja ég í prófum 19. en síðasti kennsludagur er á miðvikudaginn (held ég allavega)... þannig að líf mitt er ekki mjög áhugavert þessa dagana...
Ohhhhh hvað ég hlakka til jólanna..l

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Hæbb.. kominn snjór eins og ég spáði í gær.. fór og verslaði vettlinga og húfur og snjóbuxur handa Tjörvunum mínum í gær.. sem betur fer .. massa snjór úti, Bjössa örugglega til mikillar ánægju og gleði..
Ég varð rosa glöð þegar ég sá að hún Tiffany var búin að kvitta í gestabókina mína og mættu aðrir gestir þessarar síðu taka hana til fyrirmyndar..gott að vita að hún er á lífi blessunin, ekkert smá sætt af henni að bjóða mér að kíkja á síðuna sína...
Annars er ekkert að frétta nema að Rúna tengdaAmma er áttræð í dag og veisla í Kötlufellinu af því tilefni.. jibbískibbí það er nú ekki leiðinlegt...
Fór í Kringluna í hádeginu og það mætti halda að aðfangadagur væri á morgun,, jólaskraut út um allt og ekkert smá mikið af fólki.. ómg.. mér finnst að það ætti að setja í lög að banna að setja upp jólaskraut fyrir 1. des...og hana nú....
blablabla....

mánudagur, nóvember 03, 2003

hæbb... komin í skólann.... verkefnavinna á fullu eins og vanalega...
Æðislegt fyrir austan, fór á markað, skoðaði nýja HP húsið, fór á árshátíð og drakk kaffi og kjaftaði við ma&pa og toggsterinn... bara hreint út sagt æðisleg ferð og batteríin bara troðfull.. á heimleiðinni sáum við flottustu norðurljós sem ég hef séð, gul og rauð og fjólublá.. á mýrdalssandinum allveg meiriháttar.. ekki rigning og myrkur og meinlegir skuggar í það skiptið..
Annars segi ég nú bara mest lítið, hlakka til að vera heima hjá mér í kvöld, elda mat og horfa á Survivor, kannski verður þessum leiðinlega Jon (eðahvaðhannnúheitir) hent út!! Okkur finnst hann öllum leiðinlegur..
Allavega, bið að heilsa í bili, þarf að kaupa vettlinga því það er spáð roki og snjókomu á morgun... veiiiiiii

laugardagur, nóvember 01, 2003

Hæbb.. kominn Laugardagur .. og ég er á Hornafirði í faðmi fjalla og jökla..
Ég og strákarnir brunuðum hingað í gærkvöldi með Heiðu og Pétri.. vorum komin til Mömmu og Pabba um miðnættið. Frábært ferðalag, norðurljós um allan himininn alla leiðina.. Heiða átti erfitt með að einbeita sér að akstrinum því ljósin voru svo falleg.. svo þegar við komum í Nesin mætti okkur þess eina sanna Nesjalykt .. ohhh það var æðislegt... Svo stendur mikið til í dag.. kíkja út á Höfn og skoða markaðinn og jafnvel fara á árshátíð HSSA (Heilbrigðisstofnun Suðausturlands) þar sem ég var að vinna í sumar.. maður veit ekki ... en allavega örugglega frábær dagur fram undan.. og núna ætla ég að losna við samviskubitið sem fylgir því að stinga af til Hornafjarðar tveim vikum fyrir lokapróf og gera stærðfræðidæmin mín..
Hafiði það jafn gott og ég um helgina dúllurnar mínar...