laugardagur, nóvember 08, 2003

Laugardagur til lukku ..
Það er óhætt að segja að þvottavélar eru ekki alveg að gera sig í þessari fjölskyldu.. allavega ekki þeim parti sem býr hér á suðvesturhorninu.. heiða segir eina skrautlega þvottavélasögu á blogginu sínu og eins og hægt er að lesa þar þá lánaði ég henni þvottavélina mína sem ég er ekki að nota því ég bý í blokk þar sem er svona þvottahúsasystem og risastór þvottavél sem ég ætlaði að skella í í morgun.. nema þvottavélin er biluð.. allur þvotturinn blotnaði en þvoðist ekkert.. þannig að ég hringdi náttúrulega í heiðu og fékk að setja í þvottavélina mína hjá henni... sem var bara gaman.. fékk köku og gerfirjóma (úr sprautu sem var bragðlaus en samt var kakan miklu betri af því það var rjómi með henni) og kaffi og jarðarber namminamm.. toggsterinn kom því hann var að fá lánaðann bílinn hennar heiðu til að ná í chloie út á flugvöll.. hún er loksins að koma til hans... þannig að nú hefur fjölskyldan stækkað um einn..eða eina.. bara gaman af því .. við erum að hugsa um að borða saman systkynin( eru tvö uffsilon í systkyni???) til þess að við stóru systurnar getum fengið að kynnast henni aðeins áður en þau fara austur.. aumingja grey stelpan.. hitta þrjár stórusystur í einu sem mæla hana út til að tékka hvort hún er nógu góð fyrir litla bróður.. kannski bara best að ljúka því af og hitta okkur allar í einu.. við verðum örugglega bara góðar við hana.. erum svossem ekki vanar öðru.. ekki það að við séum oft í þessari aðstöðu.. hefur eiginlega bara gerst tvisvar áður sko ...
Farin að kaupa kvöldmat .. leiter...