fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Góðan og blessaðan...
Það er fátt sem gerist í mínu lífi þessa dagana nema það að læra og læra og læra.. ég er alla daga í skólanum, skuttlast með strákana til Eddu þegar þeir eru búnir í skólanum eða þá að hún sækir þá.. sé þá svo eftir kvöldmat þegar annað hvort ég sæki þá eða Edda keyrir þá.. þetta er frekar eitthvað sorrí allt saman..
"Dresstokill" verkefnið gengur svona lala.. ég hringdi í hann Þorstein sem er aðstoðarframkvæmdastjóri á einhverju sviði þarna í Orkuveitunni og hann er til í að svara spurningum frá okkur.. gott hjá honum, ég hélt samt að við ættum að flytja fyrirlesturinn næsta miðvikudag en þá eigum við víst ekki að flytja hann fyrr en 19. nóv.. þannig að við græddum viku, en stærðfræðiprófið er 18. þannig að ég hefði nú verið sáttari við að ljúka þessu bara eftir viku ..
Þessa dagana er ég að vinna í 4 síðustu verkefnum þessarar annar (víííííí...) , í stærðfræði(heimadæmi), markaðsfræði(dresstokill), Fjárhagsbókhald(afstemming og eitthvað) og svo forritunarmál(forrita í prolog) og svo byrja ég í prófum 19. en síðasti kennsludagur er á miðvikudaginn (held ég allavega)... þannig að líf mitt er ekki mjög áhugavert þessa dagana...
Ohhhhh hvað ég hlakka til jólanna..l