laugardagur, nóvember 01, 2003

Hæbb.. kominn Laugardagur .. og ég er á Hornafirði í faðmi fjalla og jökla..
Ég og strákarnir brunuðum hingað í gærkvöldi með Heiðu og Pétri.. vorum komin til Mömmu og Pabba um miðnættið. Frábært ferðalag, norðurljós um allan himininn alla leiðina.. Heiða átti erfitt með að einbeita sér að akstrinum því ljósin voru svo falleg.. svo þegar við komum í Nesin mætti okkur þess eina sanna Nesjalykt .. ohhh það var æðislegt... Svo stendur mikið til í dag.. kíkja út á Höfn og skoða markaðinn og jafnvel fara á árshátíð HSSA (Heilbrigðisstofnun Suðausturlands) þar sem ég var að vinna í sumar.. maður veit ekki ... en allavega örugglega frábær dagur fram undan.. og núna ætla ég að losna við samviskubitið sem fylgir því að stinga af til Hornafjarðar tveim vikum fyrir lokapróf og gera stærðfræðidæmin mín..
Hafiði það jafn gott og ég um helgina dúllurnar mínar...