fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Fimmtudagur til fjár... hagsbókhalds.. eða ekki..
Fallin í fjárhagsbókhaldi !!!
Ekki það að það komi eitthvað á óvart sko.. ekkert smá mikið efni og enginn tími til að grúska í þessu.. verður bara að hafa það, massa þetta bara í endurtektinni í janúar.. 4 tíma próf og mér var nú bara farið að leiðast, æfði mig í að skrifa kennitöluna mína í binary.. sá þá að það var bara tímabært að koma sér út !!!
Fór í fyrsta tímann í aðventunámskeiðinu í morgun, virðist ætla að vera bara þægilegt, engin stór verkefni og EKKERT PRÓF þannig að ég held að ég sé búin í skólanum 16. des sem er ekki leiðinlegt,.. nógur tími þá til að læra þetta fjárhagsbókhald ...
Annars er bara allt fínt að frétta, erum líklegast komnar með lokaverkefni, hanna tjóna og kvartanakerfi fyrir Shell... samt erum við að spá í að kíkja á fund hjá öðru fyrirtæki á morgun, láta bjóða svolítið í okkur..
En núna er ég að spá í að fara heim og gera AKKÚRAT EKKI NEITT... kominn tími til.. jahh nema ég vaski upp uppvaskið síðan á ... uu... mánudag, aldrei að vita...