þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Merkilegt með suma daga.. alveg allt kreisí en samt einhvernveginn gerist ekki baun...
Var mætt upp í skóla með barbietec bara um hálf níu í morgun, ætluðum að massa fjáransbókhaldið en bara einhvern vegin tókst okkur að eyða deginum í ekki neitt.. byrjuðum á að taka daglegan rúnt á netinu, dánlóda og svoleiðis, svo þurftum við að prenta út (allir vita að maður getur ekki byrjað að læra fyrr en maður er búinn að prenta út nokkur blöð !!) en reyndar þurfti ég að sækja pappír og svo var tónerinn búinn í prentaranum og svona.. , svo komu skúrurnar og þurftu að þrífa stofuna því það átti að vera próf í stofunni klukkan eitt, .. svo gátum við lært smá í stund, alveg í svona hálftímaþrjúkorter.. en svo, fyrst að það var að byrja próf í stofunni og við þurftum að finna nýja stofu... þá ákváðum við að fara í kringlunna og kaupa okkur að borða, kaffi og svona.. tyggjó .. og svo bara þegar við vorum loksins komnar í skólann aftur.. þá var klukkan orðin alveg að verða hálf tvö og ég átti að mæta á lokaverkefnisfund hjá Shell klukkan hálf tvö.. sem ég gerði.. hellti yfir mig kaffinu í bílnum á leiðinni og takið eftir.. það er ekki gott að skafa snjó af bíl og drekka kaffi túgó í einu.. mætti semsagt á fundinn.. við ætlum að negla þetta verkefni.. var þar til hálf 3 .. þurfti að bíða á beygjuljósum endalaust meðan ljósin fóru 10 hringi eða eitthvað þannig að ég var ekki komin í skólann fyrr en að verða þrjú.. settist niður .. engin nettenging í stofunni þannig að ég hljóp (takið eftir hljóp) upp á fimmtuhæð og náði í tölvukall sem græjaði einhvern frosinn svitch.. gerði svo eitt dæmi.. náði í Birki sæta fyrir 4, hjálpaði Eiði að læra .. bauð þeim á KFC því Palli er að vinna til allavega 10 í kvöld.. kom þeim í rúmið og er núna búin að vera að blogga þetta lengi lengi... En á morgun.. jahhá .. á morgun verður sko tekið áðí ....