föstudagur, september 24, 2004

Jæja Salomon.. ef það er ekki tilefni til þess að skála núna.. ha..

já góðir hálsar.. ég er komin með vinnu !!!!
Extrada heitir fyrirtækið sem verður þess heiðurs aðnjótandi að njóta starfskrafta minna næstu mánuði og ár. og já ég veit .. ég er langflottust ;)
Til hamingju ég!!

fimmtudagur, september 23, 2004

Kolbrún...... allt sem hún segir og gerir er þaulskipulagt.
Þetta sannaðist heldur betur í dag, eða ekki, þegar ég rauk til og ákvað að drífa mig austur á Hornafjörð, tók mig 1 og 1/2 tíma að pakka, sækja dót fyrir Gísla Tjörva (sem ég bauð með), kyssa palla bless, taka bensín, skipta um peru í framljósinu og kaupa nammi... ákvörðunin tekin um 3 og komin út úr bænum um hálf 5 og í nesjalykt, fagran fjörð og í fangið á ma&pa 5 tímum síðar..
og hér ligg ég, í rúminu hans Togga, sem ég sakna btw ótrúlega, í gamla herberginu mínu, á þráðlausa netinu hans pabba og blogga!! ..
Ótrúlega gott að geta stungið af bara.. þökk sé atvinnuleysinu og verkfallinu..
Er samt búin að fara aftur í viðtal hjá listamönnunum og var svo í öðru viðtali í dag, allt gengur þetta ljómandi vel og ég bara bíð eftir að verða ráðin einhversstaðar.. reyndar fékk ég stöðumælasekt í dag.. er nú langtfrá því að vera sátt við hana en hvað eru stöðumælasektir þegar maður fær nokkra hundraðþúsundkalla í laun .. maður verður nú að fórna sér..
Planið er að vera hér í sveitinni fram á sunnudag og bruna þá aftur í bæinn, þarf að skila einhverju smá verkefni og svona á mánudaginn.... bara brjálað að gera .. ha..
sakna samt hans Palla sæta... alveg fulltfullt....

miðvikudagur, september 15, 2004

jahhá..
gerðist mikið og merkilegt í dag...
fór í atvinnuviðtal hjá ónefndu fyrirtæki hér í bæ, rosa fínt fyrirtæki og allt það, fínir gaurar og allt það... nema hvað.. þeir létu mig forrita fyrir sig linkaðann lista!!!! í viðtalinu.. ha.. !!! .. ómg hvað mér leið eins og ég væri í munlegu prófi eða eitthvað.. þeir gjörsamlega grilluðu mig.. ég sem hef ekki litið svona kóða augum í rúmlega 2 ár.. en AÐ SJÁLFSÖGÐU hristi ég þetta fram úr erminni.. jahh.. eða svona allavega miðað við það að vera drullustressaður í atvinnuviðtali, hafandi ekki séð linkaðan lista í rúmlega tvö ár, hvað þá pointera ... ég var allavega fegin þegar þetta var búið.. var meiraaðsegja soldið skemmtilegt svona eftirá..
Segiði svo að maður geti ekki lent í því að forrita linkaðan lista.. ha.. ég vissi alltaf að ég gæti lennt í því..
Svo er bara að bíða og sjá.. bíða og sjá.. jájá.. ég er pollróleg yfir þessu .. enda alltaf hressandi að skella fram linkuðum lista "on the fly"..
Annars er víst próf hjá okkur Bjössa á morgun.. og ég á nottla að vera að læra fyrir það núna en ekki að vera að blogga.. en allir vita að próflestur hefst með bloggi og á því að prenta út nokkrar glærur eða eitthvað.... og nú er ég búin að blogga og þá er bara eftir að prenta.. eins gott að prentarinn sé ekki bilaður því annars verður örugglega ekkert lært.. en prófið er nú ekki fyrr en á morgun klukkan fjögur þannig að það er sko nógur tími.. krossapróf og svona.. .
kvahhh.. ekki fyrr en hinn daginn ..

fimmtudagur, september 09, 2004

Jahhá..
sit hérna í leiðinlegasta tíma ever.. það er ógó heitt og ég er sveitt og svo kom frímó og þá lét hann okkur fá verkefni til þess að lesa yfir kaffibollanum og svo á að ræða það á eftir.. ég meina í FRÍmínútur..FRÍ.. þá er sko frí.. maður á ekki að vera að lesa einhverjar greinar.. þokkalega ekki.. .. ég er svoddan sauður að þegar ég fékk bunkan með verkefnablöðunum sem hann dreifði þá gleymdi ég að taka blað fyrir mig og sendi bara bunkan áfram.. þannig að nú sit ég í miðjum salnum og fólk vinstra megin við mig og líka hægra megin þannig að ég kemmst ekki til þess að sækja mér verkefnablað nema einhver standi upp.. og ég er ekki að nenna því.. ekki það að ég myndi nenna því þó svo enginn þyrfti að standa uppp.. blahhhhhhhhh..
þetta er semsagt alveg ótrúlega leiðinlegur tími og athyglin í sögulegu lágmarki.. hefði alveg eins getað verið heima hjá mér ef út í það er farið.. þannig að við skulum bara ekki fara út í það.. held að Bjössi skuldi mér allavega nokkra bjóra fyrir það eitt að sitja hérna og "glósa".. hann er nebbla líka í þessu fagi og hefur aldrei mætt.. ég hef alltaf mætt og glósað og sent honum.. ´mér finnst að ég eigi að fá eitthvað að launum.. þokkalega.. Eins gott að ég er að fara til döddu á eftir á einhverja fótasápukremadúllerískynningu .. hjúkkitt.. !!!!!

þriðjudagur, september 07, 2004

jahhá..
kominn þriðjudagur (reyndar alveg að verða búinn... )
mest lítið að frétta af manni svossem, er búin að vera í algjöru vídeosukki í dag og í gær, er held ég að vinna upp tapað áhorf, ef maður getur sagt svoleiðis... Búin að horfa á Dodgeball sem var bara hrein snilld, Collateral sem var líka snilld, Tom Cruise ætti alltaf að vera vondi kallinn, ekkert smá flottur, næstum eins flottur og í Magnolia .. Líka búin að horfa á Eternal Sunset of a spotless mind, ótrúlega spes mynd þar sem Jim Carrey sýnir að hann er snilldar leikari og Kate Winslet sem hefur eiginlega alltaf farið í taugarnar á mér, fór ekki í taugarnar á mér, var bara rosa flott .. og svo horfði ég á Super size me .. mjög athyglisverð mynd og hafi einhverjar líkur verið á því að ég borði McNNuggets, þá eru engar líkur til þess í dag.. ég get alveg sagt ykkur það.. GUBB!!!!! .. ekki má gleyma því að ég horfði á seriu 2 í 24.. tók nokkra daga í það..
Rosalega er geggjað gaman að horfa á vídeo...
Af öðrum fréttum er það helst að ég er búin að eyða 15 þús krónum í úlpur og vindjakka handa strákunum mínum, þokkalega vel sloppið... og allir ánægðir!!
jájá.. þetta er nú skemmtileg lesning finstykkurekki.. ???

föstudagur, september 03, 2004

jahhá.. djös harka maður.. mín bara mætti í tíma kl 8:15 í morgun.. ekkert smá ótrúlega dugleg, búin að hitta Gunna, Gissur og Stellu þannig að manni finnst maður bara vera kominn í skólann aftur.. fer bara óvart í verkefnastressgírinn og tjúnast öll upp, verst að það eru engin verkefni og ég bara í tveimur fögum..
Þetta er ótrúlega skrítið að vera bara í tveimur fögum, maður er svo vanur því að hafa engan tíma til að lesa eða gera neitt nema verkefni að maður ósjálfrátt lokar bara tölvunni og bókinni og hugsar.. djöfull þarf ég að lesa þetta maður.. en gerir svo bara ekki neitt, er bara einhvernvegin á hold og bíður eftir þvi að allt verði kreisí til þess að maður afkasti einhverju....

Annars er svossem ekkert planað þannig.. ætla bara hafa það gott í kvöld, ætla passa hana Guðrúnu mína í dag á meðan mamma hennar er í sólanum.. (skrítið, ég að passa fyrir einhvern sem er í skólanum, yfirleitt var ég út um allan bæ að redda pössun fyrir mín börn á meðan ég var í skólanum).. og svo ætla ég bara að horfa á Billie Elliot í kvöld.. og borða nammi .. næs..

miðvikudagur, september 01, 2004

Mikið búið að gerast í dag..
fór til Ingu og vesenaðist aðeins i tölvunni hennar..
fór til Heiðu og prófaði að leggjast í nýja, ótrúlega fína sófann hennar... hann er ótrúlega góður..
fór og rúntinn með palle for tre..
keypti lása á hjólin hjá strákunum.. það er víst ekki hægt að fara í hjólaferðalag upp í árbæjarlaug án þess að hafa lás(!)....
var svo bara í tölvunni...
og er enn í tölvunni....
merkilegt hvað maður getur endalaust hangið á netinu...
Annars langar mig ótrúlega í kór.. veit einhver um kór handa mér??
Og bara eitt enn.... Elsku Toggi minn.. ef þú lest þetta.. ég sakna þín ótrúlega.. farðu nú að koma heim til kollu stærstu sys..