þriðjudagur, september 07, 2004

jahhá..
kominn þriðjudagur (reyndar alveg að verða búinn... )
mest lítið að frétta af manni svossem, er búin að vera í algjöru vídeosukki í dag og í gær, er held ég að vinna upp tapað áhorf, ef maður getur sagt svoleiðis... Búin að horfa á Dodgeball sem var bara hrein snilld, Collateral sem var líka snilld, Tom Cruise ætti alltaf að vera vondi kallinn, ekkert smá flottur, næstum eins flottur og í Magnolia .. Líka búin að horfa á Eternal Sunset of a spotless mind, ótrúlega spes mynd þar sem Jim Carrey sýnir að hann er snilldar leikari og Kate Winslet sem hefur eiginlega alltaf farið í taugarnar á mér, fór ekki í taugarnar á mér, var bara rosa flott .. og svo horfði ég á Super size me .. mjög athyglisverð mynd og hafi einhverjar líkur verið á því að ég borði McNNuggets, þá eru engar líkur til þess í dag.. ég get alveg sagt ykkur það.. GUBB!!!!! .. ekki má gleyma því að ég horfði á seriu 2 í 24.. tók nokkra daga í það..
Rosalega er geggjað gaman að horfa á vídeo...
Af öðrum fréttum er það helst að ég er búin að eyða 15 þús krónum í úlpur og vindjakka handa strákunum mínum, þokkalega vel sloppið... og allir ánægðir!!
jájá.. þetta er nú skemmtileg lesning finstykkurekki.. ???