fimmtudagur, ágúst 19, 2004

ómg.... þetta var bara æðislegur leikur..
fórum í gær og vorum komin í dalinn um kl 6 og plöntuðum okkur hægra megin aftan við markið þar sem ítalir byrjuðu... gat því horft á rassinn á Buffon lengi lengi.. rassinn var reyndar mjórri og pervisnari heldur en ég hefði kosið en samt.. allavega... þetta var ótrúlegt, ég þurfti alveg að klípa mig oft, bara til þess að trúa því að ég væri að horfa á þessa menn.. ítalska liðið hitaði upp akkúrat á því horni vallarins þar sem við stóðum og það var bara alls ekkert leiðinlegt að horfa á þá hita upp... ég verð bara að segja það... og EKKI AF ÞVÍ AÐ ÞEIR ERU SVO SÆTIR BJÖSSI !!!!
stemmingin á vellinum var frábær, við öskruðum, görguðum, klöppuðum og úhhhh'uðum...
íslenska liðið var æði.. ég var svo stolt að ég var að springa, það flaug í gegn um huga minn þegar ég var að garga ísland(klappklappklapp), ísland(klappklappklapp), hvort allir þeir 20000 íslendingar sem voru á vellinum liði eins og mér... æhj.. þúveist.. þetta var bara ólýsanlegt, eins og Ford Fairlane sagði: unfuckinbelivable ehhh... !!!
Nú á ég bara eftir að fara á U2 tónleika og þá get ég dáið hamingjusöm!!!!!