föstudagur, apríl 29, 2005

vá... vorum að fá nýjar tölvur hérna í vinnunni, massa 3.6 GHz IBM vél með 1.5GB RAM minni... svo öflug að maður þarf bara að hugsa hvað maður ætlar að gera og vélin gerir það .. þarf bara ekki að bíða neitt.. enginn smá munur.. og nú sit ég bara eins og fín frú, blogga á gömlu vélinni og set hina upp á meðan.. ég veit að allir tölvunördar geta verið sammála um það að það er fátt skemmtilegra en að fá nýtt tölvudót í hendurnar, fá alveg hreina vél og dunda við það að keyra inn öll forritin og allt dótið sitt.. það er bara gaman.. og þó maður geti verið pirraður stundum, eins og þegar maður er búinn að vera stökk í sömu helv.. villunni í marga klukkutíma, þá held ég að ég hefði ekki getað valið mér skemmtilegra starf.. allavega þegar maður fær að vinna í svona skemmtilegu fyrirtæki, með svona skemmtilegu fólki og að vera partur af því að forrita fyrir framtíðina.. þetta er BARA gaman!!!!

þriðjudagur, apríl 26, 2005


Þetta er fallegasta og skemmtilegasta frænka í heimi hún Sunna Kristín. Ég er ekkert smá ótrúlega montin af henni!!!

sunnudagur, apríl 24, 2005

Snilldar árshátíð að baki....
Byrjuðum daginn á því að mæta niður á bryggju fyrir neðan slippinn og þar var öllum smalað upp í rútu sem brunaði með okkur í paintball... ótrúlega skemmtilegt, ja allt nema það að palli snéri sig á hnénu í einu "slædinu" og getur ekki stigið í fótinn.. það voru líka einhverjir tveir kanar sem fengu að vera með okkur og þeir voru með eihverjar hrikalegar byssur og rosa græjur... ég fékk eina kúlu í hendina og er með þennan líka fína marblett..
þegar við vorum búin að svitna hressilega í paintball fórum við aftur niður á höfn og um borð í hafsúluna sem sigldi með okkur um sundin í alveg hreint geggjuðu veðri, sól og blíðu... fengum flottar og góðar veitingar og svo var bara spjallað á dekkinu..
þegar við komum í land var brunað á Loftleiði og farið í pottinn, ekkert smá næs, allir sjænuðu sig til og svo var brunað á nýja hótelið í ingólfsstræti, man nú ekkert hvað það heitir samt.. fengum góðan fordrykk, góðan forrétt, vondan aðalrétt og geggjaðan eftirrétt..
Svo fórum við skötuhjúin bara heim um 12 leytið, palli að drepast í löppinni og mín orðin hálf þreytt eftir frábæran dag... geggjað!!

föstudagur, apríl 22, 2005

Gleðilegt sumar allir saman.. og takk fyrir veturinn
Er í vinnunni, allir að verða vitlausir hérna útaf árshátíðinni sem verður haldin á morgun, er nokkurskonar óvissuárshátíð þannig að fólk veit ekki neitt.. nema ég, Helga og Haukur sem erum í nefndinni.. híhí.. mæting kl 13.13 á morgun ..
en já.. lentum í aksjóni í gær.. segi frá því betur seinna.. er nebbla að vinna sko..

þriðjudagur, apríl 19, 2005

úff.. hvað maður á flottan pabba!!!
Ákvað að sýna ykkur mitt nánasta umhverfi, svona þegar ég er í vinnunni...

Hér er tússtaflan mín.. hún er beint fyrir aftan stólinn minn sem er þarna líka..
vek samt athygli á því að flugvélin er eftir hann Jökul Mána frænda minn sem heimsótti mig í vinnuna fyrir nokkrum vikum síðan og svo eru páskaungarnir og blómið eftir hana Ernu Rún sem er dóttir hans Óla sem ég vinn með..
Þetta er borðið mitt og tölvurnar mínar í vinnunni, eins og þið sjáið eru bara heilsusamlegir drykkir á borðinu eins og vatn og trópí..

mánudagur, apríl 18, 2005

ákvað aðeins að hressa þetta við.. var orðin svo assgoti leið á þessu bleika.. nú er það bara sól og grænt gras ssem er málið.. enda alveg að koma sumar..
Hæbb.. ég fékk svo flottan síma í ammælisgjöf.. varð því að sjálfsögðu að fá mér svona flott myndablogg hjá Hexia.net..
og.. þessi ungi myndarlegi maður, sem fær þess heiðurs aðnjótandi að vera á fystu mynd sem birtist, er að sjálfsögðu nafni minn hann Kolbeinn.. )og reyndar túttan á mér en þið verðið bara að horfa fram hjá henni... )



Myndina sendi ég

Powered by Hexia

sunnudagur, apríl 17, 2005

jább.. ég á afmæli í dag.... 34 ára..
Nonni hefði líka orðið 34 í dag, af því tilefni langar mig að biðja ykkur um að kíkja hingað, á bloggið hennar Möttu.

mánudagur, apríl 11, 2005

Jahhá.. blogger er búinn að vera hundleiðinlegur þessa dagana og maður veit ekkert hvort færslan er inni eða úti eða hvað...
Allavega.. helgin leið með miklum rólegheitum, fór uppá skaga á laugardagnn með honum Birki mínum og var viðstödd skírnina hjá litla Döddu kút og fékk hann nafnið Kolbeinn. Ég get nú ekki verið annað en ánægð með nafnið hans enda er drengurinn eins nálægt því að vera nafni minn og karlmenn geta verið og, eins og Bjarni Fel myndi orða það, er það næsta víst að Kolla og Kolli eiga örugglega eftir að bralla margt skemmtilegt saman í framtíðinni..
Sunnudagurinn var svo sannarlega til sælu, fór í ísabíltúr, bakaði súkkulaðiköku og hafði það bara huggulegt.. sem var eins gott því um næstu helgi á ég afmæli, þarnæstu er árshátíð í vinnunni, svo ein helgi óplönuð og svo madrid 5 - 8 maí.. eins gott að maður náði að hvíla sig vel.. hefði nú samt verið til í að hafa helgina örlítið lengri.. en hvenær vill maður það ekki??

föstudagur, apríl 08, 2005

merkilegt hvernig sumir dagar geta verið, í morgun vaknaði ég í algjörum blús, nennti ekki neinu.. en drullaði mér nú samt í vinnuna, setti Nick Cave-Nocturama á eyrun og snéri mér að verkefninu.. og datt svo gjörsamlega inn í tölvuna að ég rankaði ekki við mér fyrr en ég þurfti að fara á hádegisverðarárshátíðarnefndarfund á Sólon. Þar fékk alveg geggjað pasta og gott að drekka með og við skemmtum okkur vel við að skipuleggja árshátíð, sem, miðað við drög að dagskrá, á eftir að verða massa skemmtileg. Svo var bara brunað í vinnuna aftur og núna er ég að bíða og sjá hvort villan í kóðanum mínum hverfur ekki ef ég læt hana eiga sig í smá stund..
Svo var ég að fatta að það er föstudagur..sem er bara gaman..
Á morgun ætla ég svo að skella mér uppá skaga, það á að skíra litla gullmolann hennar Döddu og svo er bara aldrei að vita nema við skötuhjúin skellum okkur á tónleika með Eika Hauks á Nasa annað kvöld... rifjum upp sanna slagara eins og Gaggó vest og ástarbréf merkt X.. ahahah það var algjör snilld maður..
Svo er vert að minnast á það að þennan dag fyrir 20 árum, 8. apríl 1985 var ég tekin í kristinna manna tölu.. Vigdís og Siggi Eiríks, TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ..
og bara svona ef þið skilduð vilja vita það þá er þessi dagur búinn að vera mjög svo pottþéttur, þrátt fyrir slæma byrjun

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Hún Dadda mín er búin að eignast lítinn son.. jahh eða lítinn.. veit nú ekki með það því pilturinn reyndist vera 18 merkur og 54 sentimetrar.
Hér er hann með Guðrúnu stóru systir
Innilega til hamingju, kæra fjölskylda, með þennan líka gullmola..

þriðjudagur, apríl 05, 2005

jæja.. ég leit út um gluggann áðan og það var stórhríð!!! hvað er eiginlega málið.. ég sem var að tala um sól og vor í síðustu færslu.. æhj.. nenni ekki að ergja mig á þessu..
Er að javast í vinnunni þessa dagana.. rifja upp gamla kunningja eins og .jar og ANT, svona líka ansi hreint hressandi.. alltaf gaman að breyta aðeins til..
hef svossem ekkert merkilegt að segja hér.. helgin fór að mestu í lestur og sjónvarpsgláp og er það vel, fór aðeins í kaffi til Hrafnhildar, Toggi og Chloé eru búin að vera hérna í bænum um helgina, Chloé er reyndar komin út til Belgíu núna.. er víst að fara að taka einhver próf.. eins gott að maður þarf ekki lengur að standa í svoleiðis standi.. já guðiséloffyrirþað..
jájá.. þetta er bara bull hérna hjá mér .. en hey!! eitt get ég sagt ykkur.. ég er búin að borga Madridarferðina þannig að það er nokkuð ljóst að ég er að fara þangað.. jíbbíííí..
er steikt í hausnum og ætla að koma mér heim..
Ekkert barn komið hjá henni Döddu minni svo ég viti..
María á afmæli á morgun.. Til hamingju snúllan mín :o)
blehh..

föstudagur, apríl 01, 2005

jæja.. kominn föstudagur enn eina ferðina.. ekki það að ég sé eitthvað að kvarta yfir því þó svo að fimmtudagar séu uppáhaldsdagarnir mínir..
er að fara á madridarkynningu í kvöld og svo er bara ekkert planað.. nema kannski að ég kíki til Döddu í kaffi og hjálpi henni að bíða eftir barninu sem átti að fæðast síðasta laugardag.. nema bara að það komi í kvöld eða á morgun.. merkilegt hvað þau láta alltaf bíða eftir sér, börnin hennar Döddu.. ég reyndi nú að tala aðeins við bumbuna áðan.. sagði barninu að drífa sig út, það væri sól, laugardagur á morgun, apríl kominn og það þyrfti ekkert að bíða eftir afmælisdeginum mínum,.. ég var sko bara að djóka.. ég á nefninlega ekki afmæli fyrr en 17. apríl.. kannski verður hann eða hún góð við frænku og kemur bara í dag... nei frekar eftir miðnætti.. held að það sé ekkert rosa gaman að eiga afmæli 1. apríl.. Birkir er búinn að hlakka til í marga daga, hann er svo spenntur yfir því að meiga gabba einhvern.. ekki laust við að hann sé líkur pabba sínum í þeim efnum..
ohh .. ég elska sól og vor og helgar.. og palla..