föstudagur, apríl 08, 2005

merkilegt hvernig sumir dagar geta verið, í morgun vaknaði ég í algjörum blús, nennti ekki neinu.. en drullaði mér nú samt í vinnuna, setti Nick Cave-Nocturama á eyrun og snéri mér að verkefninu.. og datt svo gjörsamlega inn í tölvuna að ég rankaði ekki við mér fyrr en ég þurfti að fara á hádegisverðarárshátíðarnefndarfund á Sólon. Þar fékk alveg geggjað pasta og gott að drekka með og við skemmtum okkur vel við að skipuleggja árshátíð, sem, miðað við drög að dagskrá, á eftir að verða massa skemmtileg. Svo var bara brunað í vinnuna aftur og núna er ég að bíða og sjá hvort villan í kóðanum mínum hverfur ekki ef ég læt hana eiga sig í smá stund..
Svo var ég að fatta að það er föstudagur..sem er bara gaman..
Á morgun ætla ég svo að skella mér uppá skaga, það á að skíra litla gullmolann hennar Döddu og svo er bara aldrei að vita nema við skötuhjúin skellum okkur á tónleika með Eika Hauks á Nasa annað kvöld... rifjum upp sanna slagara eins og Gaggó vest og ástarbréf merkt X.. ahahah það var algjör snilld maður..
Svo er vert að minnast á það að þennan dag fyrir 20 árum, 8. apríl 1985 var ég tekin í kristinna manna tölu.. Vigdís og Siggi Eiríks, TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ..
og bara svona ef þið skilduð vilja vita það þá er þessi dagur búinn að vera mjög svo pottþéttur, þrátt fyrir slæma byrjun