laugardagur, ágúst 30, 2003

Smá uppdeit...
Kallinn í útvarpinu var að segja mér( prívat og persónulega hehe ) að staðan væri 0-0 í hálfleik í leik Sindra og Fjölnis í 1. deild kvenna... mikið var að beljan bar..
ÁFRAM SINDRASTELPUR
LIFI ÞRÓTTUR
Góðan dag, Laugardagur og ég er uppi í skóla..
Er að læra, jahh eða reyna það, er nefninlega líka að hlusta beina útsendingu á leik íbv og ÞRÓTTAR í eyjum... er rosa spennt staðan er ennþá núllnúll
Svo eru Sindrastelpurnar líka að spila um það hvort þær komast í úrvalsdeild að ári en það er hvergi minnst á það í útvarpinu. Samt fær maður reglulega að vita hvað höttur í 3ju deild karla eru búnir að skora mörg mörk gegn vottever frá langtíburtistan... Hvað er málið með þetta lið... ??? Þeir drullast jú til að segja hver staðan er í leik úr úrvalsdeild kvenna en ekkert annað. Mér finnst allveg jafn merkilegt að vita hver staðan er í leik um sæti í úrvalsdeild kvenna eins og að vita hver staðan er í leik Hattar... jahhh ef ekki bara merkilegra...

Helv. þulurinn í útvarpinu er að dissa ÞRÓTTARA.. segir að þeir séu daufir.. Mér finnst það nú ekki skrítið... ég meina þeir eru í Vestmannaeyjum... það vill enginn heilvita maður vera í þar...meiraðsegja Keikó er farinn þaðann!! Neinei .. ég segi nú bara svona, þeir fáu vestmannaeyjingar sem ég þekki eru bara allveg ágætis fólk.....
Jæja, það er að koma hálfleikur... ég er að fara að passa Sunnu sætu og Gísla tísla í kvöld, Krumma og björninn eru að fara í brúðkaup til Gylfa... svo í annað brúðkaup til Steina og Gunnhildar.... Björgúlfur í færi.. ohh.. framhjá...komasoþróttur...
Ætla að reyna að læra eitthvað, ef Þróttur vinnur eru þeir búnir að tryggja sig í úrvalsdeild að ári....ohh ég verð að gera þessi dæmi...
LIFI ÞRÓTTUR

föstudagur, ágúst 29, 2003

Góðan dag, Föstudagur....... fyrsta skólavikan búin bílifittornott...
Sit hérna uppi í 401 við hliðina á Stellu. Hún er að gera skilaverkefni í linux ... gaman að því... Svo er skilaverkefni hjá okkur í Reikniritum á föstudaginn næsta... ennþámeira gaman að því... Annars eru allir að fara vísó í kvöld til Nýherja.. ég ætla ekki því palli er að fara að gera eitthvað með vinnunni í kvöld akkúrat á þeim tíma sem vísindaferðin er og svo ætla ég að mæta í skólann í fyrramálið og massa stærðfræðilega greiningu... Taka vel áði....

Fór með Eið til tannréttingakonunnar í gær og hún sagði að hann væri með "mjög svæsið krossbit" sem þyrfti að laga strax... hann fær góm með skrúfu límdann á jaxlana og svo á ég að skrúfa skrúfuna út.. svona eins og plankastrekkjari... þetta þarf hann að vera með í 6mán og fá svo góm í 6 - 12 mán. Þetta kostar "aðeins" 120000 kr og þá á eftir að rétta tennurnar!!! ... Enginn smá peningur í því.. enda var stofan flott hjá henni maður.. bara við stólinn sem Eiður var í er tölva með 2mur skjáum... og svo allar aðrar hefðbundnar tannréttingargræjur... biðstofan ekki af verri endanum, Harry potter legó og allt...
Ég er greinilega á rangri hillu...
Þarf að fara að eyða 31030kr í skólabækur .. yfir og út..!!

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Góðan dag, Fimmtudagur.
Jæja ég sit hérna í skólanum að skrópa....
Já, ég veit, ég bara verð því ég þarf að sækja Birki í skólann eftir uuu... ó vá korter... shit, verð að fara... later..

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Góðan dag. Miðvikudagur og fyrsti skóladagurinn hans Birkis Tjörva!
Fór með hann í skólann í morgun kl. 8, eftir að hafa smurt nesti og sett í tvö nestisbox, eitt fyrir hvern nestistíma. Hann var rosa flottur í skólafötunum, skólaúlpunni og með nýju, fínu, rauðu skólatöskuna á bakinu. Kyssti hann bless með tár í augum og kökk í hálsinum.....
Svo sótti ég hann kl. 13.20 og þá var minn maður sko ekki tilbúinn að fara heim, grét og sagðist vilja vera lengur. Tók mig 40 mín til að koma honum út úr skólastofunni..... Og hann ætlar sko að fara snemma að sofa til að nóttin líði hratt svo hann þurfi ekki að bíða lengi eftir að komast aftur í skólann! Jæja, er á meðan er....
Ég fór líka í skólann í dag, missti nú reyndar smá úr út af skólastandinu hans Birkis en það var allt í lagi svossem, gaman að hitta alla krakkana og mér líst bara þokkalega á þessi fög sem ég er í, er reyndar ekki enn búin að hafa það af að fara í Viðskiptafræði kúrsana (Jámm ég valdi tvo svoleiðis) og reiknirit, jahh, hvað get ég sagt, Ágúst, vinur vors og blóma, er í USA ( hann er nú vel geymdur þar reyndar ) og dæmatímakennarinn, einhver fermingardrengur sem þorir ekki að líta framan í bekkinn, muldrar eða tautar og skrifar c eins og =. É vil fá nýjan. En Stellu kennari er fínn og hún ætlar bara að glósa vel og svo verður bara ljósritað!!!
Annars er ég bara í góðum gír, verkstæðiskallinn í vinnunni hjá Bjössa búinn að laga móbóið í tölvunni minni. Ég þarf bara að láta Palla sæta skrúa hana saman aftur og þá er ég reddí ..... Jahh, ég er nú reyndar ekki búin að kaupa mér skólabækurnar ( sem kosta bara 31.030 kr ) en þegar ég er búin að því þá verður sko þokkalega tekið áðí!!!!!

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Góðan dag, Þriðjudagur og ég hef bara tvennt að segja í dag!

NÚMER 1: AÐEINS 31030 krónur íslenskar þarf ég til að kaupa skólabækurnar mínar fyrir þessa önn og samt þarf ég ekki að kaupa bækur fyrir einn kúrs..... Hvers á maður eiginlega að gjalda..... !!!
NÚMER 2: Ég vil fá nýjan dæmatímakennara í reikniritum!!!!

og ekki orð um það meir !!!

mánudagur, ágúst 25, 2003

Góðan dag, mánudagur og einkennist hann aðallega af stundatöflum, bókalistum og fiðrildum í maganum.

Skólarnir eru semsagt byrjaðir og er það heilmikið mál þegar þrír af fjórum fjölskyldumeðlimum eru í skóla. Stundataflan mín er eitt stórt gatasigti... er tvo daga í viku til hálf 3 og tvo daga til hálf 4 en er samt bara að meðaltali þrjá tíma á dag í skólanum. Samt þarf ég að mæta þrjá daga kl 8!!! Mér finnst þetta nú soldið skítt... en maður ætti að geta nýtt tímann í þessum götum og lært. Og þetta skiptið skal það takast!!!
Annars höfum við bara haft það fínt, Strákarnir gistu hjá afa og ömmu í breiðholtinu á laugardag þannig að við palli höfðum það allveg rosa næs, horfðum á formúluna og HM í frjálsum á milli þess sem við kúrðum.. enda veitir manni nú ekki af að slaka á fyrir komandi vetur, sem verður örugglega rosa strembinn, í 5 fögum og einu aðventunámskeiði núna fyrir áramót, Palli aldrei heima eftir miðjan okt þannig að þetta verður gífurlega hressandi eins og stella segir stundum.

Hvað er eiginlega málið með þessa síðu, búin að vera niðri síðan í morgun, allt bara á hliðinni hjá þessum greyjum og það fyrsta skóladaginn. Ef það er ekki típiskt þá veit ég ekki hvað... en maður hefði nú haldið að það væri mannskapur þarna til að laga þetta......

Svo er það bara gúllasss í kvöld..

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Gott kvöld, kominn fimmtudagur og skólinn var settur í dag. Ég fór ekki.
Búið að vera rosa fínt veður í dag, eiginlega of gott því þegar við röltum í göngutúr með boðskortin í afmælisveisluna hans Eiðs (sem verður á morgun), fékk ég þennan fína hausverk og varð bara að taka pillur og kríu þegar ég kom heim. Var nú með smá samviskubit yfir því að sofa í blíðunni en who cares!!!

Annars er ég bara búin að vera í mömmuleik og að sinna húsmóðurstörfum undanfarna daga, bara búin að hafa það fínt. Eitt er þó að brjótast um í mér og það er það hvort ég eigi að taka viðskiptaval í skólanum, en þá útskrifast ég með BSc í tölvunarfræði með viðskiptafræði sem undirgrein sem þýðir að ég tek 15 ein í viðskiptafræði... ég er búin að fara í svo marga hringi með þetta að ég er að verða geggjuð... Þannig að ef einhver hefur einhverja skoðun á málinu má sá hinn sami láta mig vita sem fyrst.
Talandi um skólann þá er allt að fara af stað, á að mæta í rekstrarbókhald (þ.e. ef ég tek viðskiptavalið (úfff)) kl 8.10 á mánudagsmorgun, Birkir á að mæta í viðtal hjá kennaranum sínum kl 9.10 og Eiður á að mæta kl 12.30 og svei mér þá ef hann á ekki líka að fara til tannréttingalæknisins einhverntíman þennan sama dag, ég þarf að tékka á því, þannig að það stefnir í ansi bissí mánudag.. svo ég tali nú ekki um það að fara að kaupa skóladót... púff... sem betur fer fer ég bara í vinnuna til palla í "rólegheitin" þar og versla draslið, það er miklu betra heldur en að fara í griffil eða offiss eða hvað þetta nú heitir og standa í biðröð fram á þriðjudag...

Jahérna það sem maður getur blaðrað um akkúrat ekki neitt....

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Góðan dag, Þriðjudagur og ég bloggaði ekkert í gær.
Var bara upptekin. Og nennti því ekki heldur.
En núna nenni ég því allveg. Samt er ekkert í fréttum, er bara að njóta þess að vera heima hjá mér, Palli er reyndar alltaf í vinnunni en þessi törn verður bráðum búin...
Fór með strákana í klippingu áðan, Birkir er rosa flottur, með gel í hárinu og allt, Eiður er að safna hári þannig að hann fékk snyrtingu, hann er samt hálf fúll yfir því að hárið skildi styttast, hann var nefninlega alveg að ná í tagl eins og Beckham en núna er það ekki allveg að gerast og það er sko bara fúlt... Fórum svo til Hrafnhildar, Gísla Tjörva og Sunnu Kristínar og tjilluðum..

Jú, reyndar hefur eitt gerst, Þróttarar gjörsamlega tóku fylkismenn gjörsamlega í r***gatið í gær 5-1.... Bara frábært hjá þeim, úrslitin góð fyrir bæði uppáhaldsliðin mín KR og Þrótt þannig að maður segir bara Áfram KR og LIFI ÞRÓTTUR.....

sunnudagur, ágúst 17, 2003

Gott kvöld, Sunnudagur að kveldi kominn og ég er komin heim og það er bara frábært...
Ég, Eiður, Birkir og Gísli skellum okkur heim með flugi í dag ásamt allveg hreint ótrúlega miklum farangri. Pabbi var að spá hvort það þyrfti ekki Hercules vél til að ferja allt þetta dót, Hercules vél er btw svona flugvél eins og kom með Keikó hérna um árið...
Flugferðin gekk mjög vél, strákrnir héldu mér uppi á spjalli allan tímann, voru mikið að velta því fyrir sér til hvers neyðarútgangurinn væri, afhverju maður mætti ekki hafa borðið niðri þegar maður var að fara upp, afhverju mætti ekki opna gluggana í vélinni og þá afhverju maður getur sogast út ef maður gerir það og síðast en ekki síst hvenær maður á eiginlega að toga í spottann á fallhlífinni þegar maður hrapar??? Þetta eru ansi erfiðar spurningar sem héldu mér uptekinni alla leiðina þannig að ég hafði ekki einu sinni tíma til þess að hugsa um það að ég væri innilokuð í pínulítilli flugvél lengst uppi í lofti....

Svo lenntum við og Palli sæti var kominn að sækja okkur... mikið rosalega var gott að knúsa hann.....
Svo löbbuðum við og keyptum okkur í pizzu, bökuðum hana, borðuðum hana og Birkir er kominn í bað og aðrir sitja á meltunni þar til að það er komið pláss fyrir ísinn og jarðarberin sem við keyptum í eftirmat...
Hversu dásamlegt getur þetta líf eiginlega verið.....

föstudagur, ágúst 15, 2003

Góðan dag, Föstudagur, síðasti dagurinn í vinnunni!!!!!!
Ekki það að það sé svo leiðinlegt að vinna hérna heldur bara... Ég vil bara komast heim til mín og nú neyðist ég til að setja stefnuna á flugvél á sunnudaginn. Þessar F***ing bílaleigur eru ekki að gera sig þessa stundina og Heiða mín getur ekki sótt mig þannig að ég fer bara með flyvemaskinen på sundag svo maður sletti nú aðeins dönskunni :$
Kokteilboðið var mjög fínt, fengum þetta fína hvítvín og saltstangir, svo fór ég heim, las, kíkti á Rut til að segja bless, fór svo að sækja Toggsterinn í vinnuna og fór svo í rúmið um hálf 12... endofstorí
Strákarnir eyddu deginum í gær í að vera í "grasstríði"!... hvernig svo sem það nú er....

Núna er ég bara í vinnunni, bíð eftir að klukkan líði og verði 5... kannski ég sleppi kl 4...
Hrafnhildur var að segja mér að Sunna sæta ( sem er annar af tveimur meðlimum í sætafélaginu, hinn meðlimurinn er að sjálfsögðu ég) væri eitthvað óþekk, en ég er nú bara viss um að hún er svo spennt af því að ég er að koma heim því þá getum við haldið fund í félaginu okkar, hún er bara orðin leið á að bíða eftir henni kollu sinni, ég er sko viss um það og ég get sko ekki beðið með að fá að bora nefinu í hálsakotið á henni allavega...

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Góðan dag, Fimmtudagur og ég er enn að vonast eftir að einhver góðhjartaður reddi mér bíl eða fari heim á laugardag... næst síðasti vinnudagurinn og allt gott um það að segja, búið að bjóða mér í kokteilboð í dag kl hálf fimm til að kveðja mig... bara svona létt og skemmtilegt,... húsráðandinn sem heldur boðið er ólétt og er það ástæðan fyrir því­ hversu þetta er haldið snemma, hún verður nefninlega að vera komin í rúmið ekki seinna en kl 22 skv. fyrirmælum ljósmóður.. verður vonandi rosa gaman bara..
Annars er bara fínt að frétta, strákarnir fóru í gær með Ella og Gísla upp í laxárdal í berjamó og einhverskonar rannsóknarleiðangur ... með nesti og allt, fóru um hálf 11 og komu ekki heimfyrr en rétt fyrir 4, rosa gaman, Birkir er smá brunninn á öxlunum en annars allir mjög happí með ferðina.

Jæja Heiða mín er að hugsa málið, vonandi að það gangi nú sem allra best og hún komist að niðurstöðu sem ég er ánægð með, því geðheilsa mín er hreinlega í húfi hérna, ég verð að komast heim á laugardag því þá er palli í fríi og ég get aðeins séð hann, það er nebblega svo rosa mikið að gera í vinnunni hjá honum að ég á ábyggilega ekki eftir að sjá hann fyrr en einhverntíman í september ef ég sé hann ekki á sunnudag, og það er nú ekki nógu gott... en ef ég kemst á laugardag, þá verð ég sko ánægðasta systir í öllum heiminum! ...

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Góðan dag. Miðvikudagur og enn veit ég ekki hvernig ég kemst heim ... ég er nú ekki allveg að fíla þetta og ætla að nota tækifærið og minna Heiðu, langbestu systir í öllum heiminum, á að hugsa málið.. þetta er nú allveg once in a lifetime dæmi, kíkja á svartafoss og heimsækja svenna og kaupa vonda pylsu á vík og svona fleira ótrúlega skemmtilegt með bestu ferðafélögum sem hægt er að fá, mig og 3 hressa stráka(!) í aftursætinu ... Hversu frábært er það .. ég myndi sko ekki láta þessa pottþéttu lífsreynslu renna mér úr greipum ...

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Góðan dag, þriðjudagur og ég er ekki búin að redda mér bil heim, hversu fúlt er það nú eiginlega...

Annars er ekkert að frétta, Strákarnir eyddu deginum é gær é að hanga í tölvunni eða sjónvarpinu með tilheyrandi geðstirrð, ég var é vinnunni, ekkert að gera og bara hundleiðinlegt. Fór svo með pabba að kaupa í matinn, eldaði og glápti á sjénvarpið og fór svo að sofa um hálf 11....
Í dag, jahh, hvað skal segja... jújú fínn dagur, gott veður þannig séð, búin að vera ap vesenast í tryggingum og bankamálum... gott að koma því frá, strákarnir eru, þegar síðast fréttist, á köngulóarveiðum þannig að ég held að allt sé í góðu lagi..
ég er nú samt ósköp andlaus eitthvað.. get ekki beðið eftir að komast heim, ég er með fiðring í maganum alla daga ég er svo spennt...
Læt þetta því duga í bili...

mánudagur, ágúst 11, 2003

Jáhh og eitt enn.. ef einhver er að fara til Reykjavíkur á laugardaginn og er með pláss fyrir mig og 3 stráka þá væri ég nú rosa þakklát ef ég yrði látin vita....
Góðan dag, það er kominn mánudagur og síðasta vikan mín í vinnunni hafin... Það er nú komið svolítið babb í bátin í sambandi við það hvenær ég kemst heim... en stefnan er sett á Laugardaginn, ég ætlaði nú að taka mér bílaleigubíl og keyra suður með alla hersinguna en það er nú engan bílaleigubíl að fá þannig að ég veit eiginlega ekkert hvernig ég kemst. Ég vil helst ekki fljúga....
Ég er búin að hringja á allar bílaleigur á svæðinu og láta vita af mér, láta allar bílaumboð vita af mér ef þeir þyrftu að ferja bíl í bæinn, meira að segja búin að spyrja Heiðu systir hvort hana langi ekki að skreppa í laaaannnngggaaannn bíltúr on me og sækja mig... hún ætlaði að hugsa málið... mér langar það nú eigilega mest, það er svo rosa gaman að vera með Heiðu í bíl, hún veit líka hvað svo mörg fjöll heita og svona, enda landfræðingur ... ;o)

Jáhh og ég gleymdi.. litla krúttið sem ég skoðaði á laugardag hefur fengið nafnið Óskar. Mér finnst það pottþétt!!!!

laugardagur, ágúst 09, 2003

Góðan dag, það er Laugardagur og allt á fullu, pabbi að græja kjötið á grillið, mamma að skralla kartöflur og ég að hugsa um hvort það sé nokkuð of snemmt þó að maður fái sér einn öllara... jáhh og ég má ekki gleyma, 7 dagar þangað til ég fer heim...
Ætlaði nú ekkert að blogga í dag en ég varð að segja ykkur frá einu... Ég var að skoða einn fallegasta strák sem ég hef séð í morgun, Arna og Boggi komu með nýja, fína strákinn sinn til að sýna okkur og ég verð nú bara að segja að fallegra barn hef ég bara ekki séð (nema náttúrulega mín börn og Hrafnhildar en það er ekki að marka), allveg hreint ótrúlega fallegur drengur, ég fékk bara tár í augun og allt!!! Það á að skíra þennan yndislega dreng á morgun heima hjá langömmu og langafa, þ.e. afa og ömmu hans Bogga... vonandi að það gangi allt saman vel..
Jæja Laugardagur til lukku, spurning hvort maður ætti að spila í lottó, nei.. ég nenni ekki að fara út á Höfn og kaupa miða, Palli kaupir örugglega miða ef ég þekki hann rétt, þ.e. ef það er margfaldur vinningur!
Jæja greyin mín vonandi hafiði það jafn gott og ég. Ég var að ákv. að það er ekki of snemmt að fá sér öllara, en ég bíð samt kannski aðeins með það...

föstudagur, ágúst 08, 2003

Góðan dag. Nú er föstudagur, rigning og sól til skiptis og bara 8 daga þangað til ég kemst heim. Næsta föstudag vinn ég síðasta vinnudaginn minn og svona ykkur að segja þá get ég hreinlega ekki beðið.....
Annars var bara fínn dagur í gær, Strákarnir mínir voru að leika við Alexander bekkjarbróðir hans Eiðs í allan gær og mér skilst að það eigi að endurtaka leikinn í dag, bara gaman að því, mamma verður fegin að losna aðeins við þá því Gísli Tjörvi er á leiðinni austur og þá þarf viðra allt og ryksjúga svo ofnæmið verði til friðs...
Svo er Siggi frændi og kó væntanlegur á morgun þannig að það ætti að verða feikna fjör í Nesjunum um helgina, ég hlakka til ....

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Góðan dag allir saman, skýjað úti, hlýtt og bara 9 dagar þangað til ég kemst heim. Ekkert að frétta svossem, gerði akkúrat ekki neitt í gærkvöldi nema að borða góðan grillmat að hætti pabba og fór svo bara snemma að sofa...
..Stella er komin heim frá Spáni, ætlaði að fara á Stones tónleika en þá var Mick kallinn bara með barkabólgu og tónleikunum frestað, hversu ömó er það.. en gott að fá hana stellfríði mína heim..
Er að hugsa um að taka mér bara bílaleigubíl þegar ég fer heim og ef það verður gott veður þá kannski "skokkar" maður upp að svartafossi, kíkir á Svenna frænda, sem verður í sumarbústað einhversstaðar undir Eyjafjöllunum, og hefur það næs... þ.e.a.s. ef ég verð ekki mjög illa haldin af Pallaveikinni sem hefur hrjáð mig í sumar. Þá verður bara brunað í bæinn og eins gott fyrir fólk að vera ekki að flækjast fyrir mér....

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Toggsterinn klikkaði ekki, samlokan, pefsíið og pippið eru gjörsamlega búin að redda þessum vinnudegi, ekki nóg með að það væri ógeðslega gott að borða þetta heldur öfunduðu mig allir af samlokunni .. þokkalega gaman að því (!)...
Annars er ég að bíða eftir að einhver sæki mig, ætla drífa mig heim í sólbað eða eitthvað... frisssbí kannski, mér skildist að sumir snillingar í fjölskyldunni (nefni engin nöfn) væru allveg að meika þetta frisssssbí.. þannig að það er eins gott að æfa sig ef maður ætlar að veita einhverja samkeppni ;o)
Góðan dag allir, það er sól og blíða á suðausturhorninu núna... rosa fínt veður, ég á bara eftir að vera hérna í 10 daga... bara gaman af því.. (!)
Toggi, sem annar af tveim bestu bræðrum í heimi, var að færa mér samloku, pefsí og pipp þannig að ég get fengið mér eitthvað í svanginn, var orðin aaannnssi soltin eitthvað, annars er dagurinn í dag búinn að vera frekar svona eitthvað óhressandi, sumt fólk getur verið gjörsamlega óþolandi... það er nú ekki oft sem fólk fer í taugarnar á mér en þegar það gerist þá er voðinn vís... ég þurfti að fara inn á bað áðan og garga því ég var orðin svo hrikalega pirruð ... það verður gott þegar þessi vinnudagur er búinn, ég segi ekki meira..
Held að Toggi reddi því sem reddað verður með þessari samloku... best að tékka á því..

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

ég er búin að taka eftir að ég segi " bara gaman að því" ansi oft... ætli ég sé með það á heilanum??.. nei ég segi svona, bara gaman að því :$...
Góðan dag góðir hálsar... Þá er þriðjudagurinn runninn upp og bara 12 dagar þangað til ég hætti í vinnunni.. bara gaman að því...
Annars er nú ósköp lítið að frétta, Birkir minn var nú eitthvað leiður í morgun og hringdi í mig í vinnuna og vildi að ég kæmi heim til þess að hjálpa honum að hneppa skyrtunni, hann hafð nefninlega hneppt eitthvað skakkt, var hundfúll yfir því að ég gæti ekki komið heim, held að hann sé orðinn eitthvað leiður á að vera hérna, spurði mig í morgun afhverju ég þurfti endilega að fara á Hornafjörð til að vinna...
Annars hef ég ósköp lítið að segja, Siggi frændi, Þorbjörg og Þorgerður ætla að koma austur um helgina, bara gaman að því og svo helgina þar á eftir fer ég HEIM... jibbí...

mánudagur, ágúst 04, 2003

hm... helgin að verða búin, allveg hreint massa fín helgi, Föstudagurinn endaði á kaffihorninu með skvísunni og öðru skemmtilegu fólki. Laugardagurinn fór í afmælisstúss því Eiður Tjörvi varð 9 ára, bökuð afmæliskaka, legið í sólbaði og bökuð afmælispizza .. Sunnudagurinn fór í að liggja í leti, stóran göngutúr út á Horni þar sem var gengið að restunum af Sæbjörginni og leikið sér í sjónum. Það var rosa gaman, pabbi og strákarnir óðu sjóinn upp að mitti og urðu ein sandhrúga, Birkir tilkynnti mér að hann væri meira að segja með sand á typpinu... Svo var farið heim og ma&pa bjuggu til þetta fína kjúklingasallat sem við borðuðum. Svo bara var farið snemma í háttinn ...
En nú er kominn mánudagur, Árni Johnsen fékk ekki að stjórna brekkusöngnum en sendi bréf í staðinn þar sem hann sagði að "leiðindapúkarnir" leyfðu honum ekki að koma .. aumingja árni greyjið,... að kallarnir skuli vera svona vondir við hann... ómg.. hann hefði kannski átt að hugsa út í afleiðingarnar áður en hann ákvað að verða steliþjófur... en nei.. allt vondu leiðindapúkunum í Reykjavík að kenna að hann kemmst ekki á þjóðhátíð...

jámm semsagt kominn mánudagur og ég á bara eftir að vinna í tvær vikur... jibbí ég get ekki beðið...

föstudagur, ágúst 01, 2003

Þá er verslunarmannahelgin runnin upp, allir að fara í ferðalag nema ég.. ég er nú bara rosa
sátt við það að vera ekki að fara neitt.. ég er kannski orðin svona gömul eða eitthvað en mér finnst alltaf svo mikið stress og vesen í kring um þessa helgi, allir eitthvað svo tjúnaðir því það búast allir alltaf við því að eitthvað hræðilegt gerist því það er búið að hamra á því í marga daga hvað þetta er stórhættuleg helgi.. hver man ekki eftir því þegar sjónvarpskonan sagði fyrir verslunarmannahelgina í fyrra " hvað verður svo mörgum nauðgað í ár??"... ég meina kommon.. ha.. þegar allir eru svona sperrtir og tjúnaðir þá náttúrulegagerist alltaf eitthvað..það er allt í lagi að vera tilbúinn undir það versta en það er
allveg óþarfi að vera alltaf að tuða um alllt þetta hræðilega sem " á eftir að gerast".. hvernig væri nú að menn hefðu smá trú á samborgurum sínum og slökuðu nú aðeins á... ég segi fyrir mig að ef einhver býst við því að ég geri eitthvað slæmt þá er miklu meira freistandi fyrir mig að gera það því það búast allir við því að ég geri það hvort sem er.. Ég vona nú að ég sé ekki að særa neinn með þessu blaðri.. auðvita er margt hræðilegt sem gerist í þessa helgi og ég er alls ekki að gera lítið úr því... en bara slakiði á, plís ...

Annað... ég borgaði skólagjöldin í dag.. 89þúskall takkfyrirkællega.... ekkert smá mikið... þannig ég er ekkert að fara um helgina... ekki það að ég hafi ætlað eitthvað, samt...fúlt!!!

hædí og píra eru komin með nýja síðu, .. tjékkittt""