föstudagur, ágúst 01, 2003

Þá er verslunarmannahelgin runnin upp, allir að fara í ferðalag nema ég.. ég er nú bara rosa
sátt við það að vera ekki að fara neitt.. ég er kannski orðin svona gömul eða eitthvað en mér finnst alltaf svo mikið stress og vesen í kring um þessa helgi, allir eitthvað svo tjúnaðir því það búast allir alltaf við því að eitthvað hræðilegt gerist því það er búið að hamra á því í marga daga hvað þetta er stórhættuleg helgi.. hver man ekki eftir því þegar sjónvarpskonan sagði fyrir verslunarmannahelgina í fyrra " hvað verður svo mörgum nauðgað í ár??"... ég meina kommon.. ha.. þegar allir eru svona sperrtir og tjúnaðir þá náttúrulegagerist alltaf eitthvað..það er allt í lagi að vera tilbúinn undir það versta en það er
allveg óþarfi að vera alltaf að tuða um alllt þetta hræðilega sem " á eftir að gerast".. hvernig væri nú að menn hefðu smá trú á samborgurum sínum og slökuðu nú aðeins á... ég segi fyrir mig að ef einhver býst við því að ég geri eitthvað slæmt þá er miklu meira freistandi fyrir mig að gera það því það búast allir við því að ég geri það hvort sem er.. Ég vona nú að ég sé ekki að særa neinn með þessu blaðri.. auðvita er margt hræðilegt sem gerist í þessa helgi og ég er alls ekki að gera lítið úr því... en bara slakiði á, plís ...

Annað... ég borgaði skólagjöldin í dag.. 89þúskall takkfyrirkællega.... ekkert smá mikið... þannig ég er ekkert að fara um helgina... ekki það að ég hafi ætlað eitthvað, samt...fúlt!!!

hædí og píra eru komin með nýja síðu, .. tjékkittt""