fimmtudagur, júlí 31, 2003

Jæja það er hætt að rigna í bili og aðeins farið að létta til, maður ætti nú kannski ekki að vera neitt að vona að veðrið haldist almennilegt.. vona bara innilega að það komi brjáluð rigning og rok þá kannski verður sól. Búið að vera rólegt í vinnunni, allavega hjá mér, sem er gott...
Fór til Rutar í gærkvöldi, kjöftuðum um allt og ekkert í 2 tíma ca... Ester segist ætla í karabískahafið þegar hún útskrifast... Dísa segist vera að fara til spánar... ég er ekki að fara neitt..!! ég auglýsi hér með eftir einhverjum sem vill bjóða mér og mínum manni til útlanda.. þarf ekki að vera í neitt langann tíma bara svona eins og eina góða helgi eða svo... bara svona smá rómó ferð..anyone, anyone??

Eins og glöggir lesendur þessarar síðu (ef einhverjir eru) hafa tekið eftir í kommentum gærdagsins(fjúhh)... þá vill Gunnardo bara að við stofnum fyrirtæki, Geiri vill vera með og ég verð nú sjálfsagt að vera með svona til þess að stjórna( sjá til þess að strákarnir spili ekki bara cs og skoði pron.. ). þetta er allveg brilljant hugmynd og legg ég til að stofnfundur fyrirtækisins verði auglýstur sem fyrst og einnig að auglýst verði eftir fjárfestum sem ertu til í að leggja mikinn pening í fyrirtækið. Einnig vantar nafn á þetta annars ágæta fyrirtæki. Já og auðvitað ef fleiri nördar vilja vera með þá er bara um að gera að láta vita í kommenti og verður tekin ákvörðun um það hvort viðkomandi fái að vera með svona þegar við gunnar og geiri hittumst næst yfir jógúrtdollu eða öllara.....