mánudagur, júlí 28, 2003

Jæja. þá er helgin búin, var svossem bara ágæt, Fór í sund með strákana á laugardaginn vorum í sundi í litla 2 og hálfan tíma, geggjað veður og rosa fínt. Strákarnir léku sér með korka og hringi á meðan ég flatmagaði í pottunum, var nú samt svona aðeins of lengi því það munaði ekki miklu að ég breyttist í hafmey... Birkir sagði mér bara að koma í laugina þá myndi ég ekki breytast í hafmey.. eins og vatnið sé eitthvað þurrara í lauginni heldur en í pottunum..
Á sunnudag fór svo náttúrulega að rigna .. enda búið að vera sól alveg heilan dag daginn á undan... og þá fór Eiður með Pabba og Ella bró í hjólatúr og fjallgöngu.. sáu 80 brekkusnigla og ég veit ekki hvað og hvað.. en við Birkir fórum að heimsækja Írisi og Darra Snæ, við Íris sátum og blöðruðum um allann fjandann fram að kvöldmat og Birkir og Darri horfðu á herra baun.. allveg hreint fínn sunnudagur.

En nú er bara mánudagur til mæðu, en ekki kannski neitt rosa mikillar mæðu, pöntuðum okkur Pizzu í hádeginu til að "kveðja" Þórlaugu sjúkraþjálfara sem er að fara til danaveldis eftir nokkra daga og var það° nú allveg sérdeilis prýðileg pizza..

Annars heldur fólkið hérna í vinnunni að ég sé orðin eitthvað skrítin því að á milli þess sem ég svara í símann þá er ég að glugga í grein sem hann Ágúst (maður fær allveg hroll) kennari setti inn á skólanetið um daginn sem heitirHow to read mathematics, fólkið hérna er allveg að missa sig yfir því hvað ég er mikill nörd.. að vera lesa þetta af fúsum og frjálsum vilja er náttúrulega gjörsamlega óskiljanlegt. En ég verð bara að játa mig sigraða... ég er nörd og það verður bara að hafa það, þetta er viss fötlun en ég verð bara að læra að lifa með henni .. ;o).. æhj... það er nú smá krúttlegt að vera nörd, er það ekki??