miðvikudagur, júlí 23, 2003

Ég var að lesa fletta nýjasta séð og heyrt í dag og las þar mér til mikillar ánægju að uppáhaldshljómsveitin mín í gamla daga Duran Duran ætla að fara túra um bandaríkin í upprunalegri mynd. Miðað við myndina sem fylgdi fréttinni hafa þeir nú elst svona þokkalega.. Nick Rhodes er nú alltaf jafn skrautlegur í andlitinu og John Taylor... mæ ó mæ.. hann er nú orðin hálf krumpaður greyjið.. með hneppt frá skyrtunni niður að nafla og bringuhárin út um allt... ekki beint æði sko, en Andy Taylor.. hann er flottur maður .. með sítt hár og svört sólgleraugu.. hann hefur örugglega elst vel, nema hann sé að fela eitthvað bak við sólgleraugun og Roger Taylor er ennþá eins og fermingardrengur. Simon Le Bon hefur ekkert breyst.. alltaf sami sjarmörinn..
Maður dýrkaði þessa gæja þegar maður var 15.. átti plakat í líkamstærð af þeim öllum, duran tösku, duran möppu, duran penna, duran þetta og duran hitt... og hlustaði á þá endalaust, var sko þokkalega ekki Wham-ari... átti meiraaðsegja merki sem stóð á I HATE WHAM.. held samt að mér sé óhætt að viðurkenna það núna eftir öll þessi ár að ég hlustaði nú á þá í laumi .. en að viðurkenna það þá..algert nónó.. Mér er sérstaklega minnistætt einu sinni eitt aprílgabb á rás 2, þá var sagt að hljómsveitin duran duran væri hætt.. ég man þegar við vinkonurnar löbbuðum göngustígin niðrí búð og ræddum þennan hræðilega atburð og var ekki laust við að það rynnu tár hjá sumum.. sem betur fer var þetta aprílgabb og ég get ekki beðið ef þeir gefa eitthvað út núna því ég er sko DURAN DURAN og er stolt af því.....